Gulag og Stasi staðsett í vestrinu

 Ég vona að stjórnarfar í Bandaríkjunum sé ekki eins slæmt og orðsporið sem nú fer af stjórn Bush. Ég sé ekki betur en Gulagið og Stasi sé núna að staðsetja sig þar vestra  þó það sé undir öðrum nöfnum. Fangabúðir og fangaflutningar Bandaríkjamanna í Guantanamo og víðar hafa ekki aukið hróður þeirra og dómsmálaráðherrann Alberto Gonzales er miklu, miklu verri en Björn Bjarnason okkar Íslendinga.

Hér er myndband þar sem þingmaður spyr  Gonzales  út í  hvernig fangabúðir þar sem fólki er haldið í fangelsi án dóms og laga geti samræmst stjórnarskrá Bandaríkjanna, þetta fjallar um Habeas corpus

Eiginlega er Gonzales afar fráhrindandi svo ekki sé meira sagt.  Hann rak slatta af ríkissaksóknurum að eigin sögn vegna þess að þeir voru ekki nógu duglegir en að sögn annarra þá voru sérstaklega reknir þeir saksóknarar sem voru að rannsaka mál sem tengdust repúblikönum eða sem voru ekki nógu duglegir við að ofsækja Demókrata sb.: "But critics say last year's dismissals were meant to halt investigations into Republican officials or punish the attorneys for failing to prosecute Democrats."

 Mér virðist Gonzales ekki bara tengjast þessu skrýtna saksóknaramáli heldur virðist honum hafa verið mjög umhugað um að koma lögum um eftirlit með þegnunum í gegn og svífst einskis við það  sb. þessa grein.

In February 2006, the Senate Judiciary Committee was inquiring into the warrantless wiretapping program whose existence had been revealed just two months before. Sketchy details had also begun to emerge of the March 2004 hospital room ambush, in which Mr. Gonzales, then the White House counsel, and then-White House chief of staff Andrew H. Card Jr. tried to browbeat the gravely ill Attorney General John D. Ashcroft, who had temporarily yielded his office to his deputy, into approving the warrantless surveillance program.

Það molnar ansi hratt undan trausti heimsins á stjórnsýsluna í Bandaríkjunum. Ef stjórnsýslan þar vestra stefnir áfram í þessa átt  þá getur þetta ekki farið á nema einn veg. Það er ekki falleg framtíðarsýn.

Það þarf náttúrulega ekki að taka fram að Gonsales er ákaflega fylgjandi afar ströngum höfundarréttarlögum  og að hægt verði að gera tölvubúnað upptækan og njósna um tölvuhegðan almennings.  Hann vill líka skilgreina nýja tegund af tölvuglæpum þar sem liggur lífstíðarfangelsi við að nota ólöglegan hugbúnað.

Sjá hér:

Create a new crime of life imprisonment for using pirated software. Anyone using counterfeit products who "recklessly causes or attempts to cause death" can be imprisoned for life. During a conference call, Justice Department officials gave the example of a hospital using pirated software instead of paying for it.

Greinin úr heild:
Gonzales proposes new crime: "Attempted" copyright infringement

Og svo meira um hvers vegna mér finnst Gonsales ekkert spes..:

Terrorism used as new excuse for ISP snooping proposal

Vonandi kemur ekki sá tími á Íslandi að ég þurfi að lesa mér betur til um Habeas corpus

 


mbl.is Repúblikanar koma í veg fyrir að lýst verði vantrausti á Gonzales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Jæja, eigum við ekki að líta á björtu hliðarnar? Það fer að styttast í forsetakosningar þarna versta, og sá/sú sem tekur við getur nú varla verið verri en Bush ...

Þarfagreinir, 12.6.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband