Mynd af pose.is 25. janúar 2005
Dæmi um inntak á pose.is, það er allt morandi af áfengisauglýsingum, mikið af svokölluðum djammmyndum, inn á myndirnar eru settar auglýsingar fyrir áfengi og stór auglýsingaspjöld fyrir áfengi eru upp á stöðunum sem eru myndaðir. Djammmyndirnar fela margar í sér svona myndir af konum og myndir af körlum að drekka áfengi eða horfa á konur eins og í þessari senu. Það er auðséð að þetta eru vefir sem gera út á skólanema, það er sérstakur þáttur um skóla og félagslíf þar og það er tenging í leikjaland sem er einn vinsælasti vefur barna. Vefirnir pose.is, 69.is og leikjaland.is virðast tengdir og vísa hver á annan, virðast vera reknir af sömu aðilum
Bætt í albúm: 26.1.2007
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.