Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Mannréttindi og meginreglur - Fatlaðir nemendur í heimaskóla

Dómur Hæstaréttar 169/2007 fjallar um fatlað barn og fjölskyldu þess og baráttu foreldranna fyrir réttindum barnins til að taka þátt í samfélaginu. Móðir barnins er vinkona mín og ég hef í gegnum árin fylgst með baráttu foreldranna fyrir skólagöngu barnsins.

Fötlun barnsins varð ljós þegar það var nokkurra mánaða gamat. Foreldrarnir bjuggu sig vel undir að ala upp mikið veikt barn, þau leituðu ráða hjá mörgum sérfræðingum, þau lásu sér til um sjúkdóm barnins og hvernig líklegt væri að hann þróaðist og gerðu framtíðaráætlanir miðað við það, þau tóku virkan þátt í félagastarfi foreldra  barna með sérþarfir og lærðu af reynslu annarra foreldra, þau kynntu sér kenningar og rannsóknir um fötlun og móðirin fór í sérnám á því sviði. Þau skoðuðu réttindi og möguleika barnsins til skólanáms og leituðu eftir ráðgjöf og samvinnu hjá ýmsum aðilum.  Þau breyttu heimili sínu og lífstíl með hliðsjón af fötlun barnsins og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að uppvöxtur og skólaganga barnsins yrði sem farsælast.

Sveitarfélagið sem þau búa í er eitt ríkasta og blómlegasta sveitarfélag á Íslandi. Það er lögð sérstök rækt á menntun og búið mjög vel að  grunnskólunum og í skólunum þar er unnið gott starf.  Ég veit að þar hefur verið unnið fagmannlega að úrræðum fyrir nemendur með sérþarfir.

það er því  íhugunarefni hvers vegna skólaganga fatlaða barnsins var með þessum hætti og hvernig nýfelldur hæstaréttardómur verður túlkaðum af öðrum sveitarfélögum. Verður þessi dómur til þess að mörgum fötluðum börnum verður útskúfað úr heimaskólum sínum?  Ég hef alltaf talið að það sé skýlaus réttur barns að vera í heimaskóla  en nú segir Hæstiréttur í þessu máli: "...að þrátt fyrir meginregluna í lögum um grunnskóla um að nám fatlaðra nemanda fari fram í heimaskóla væri ljóst af athugasemdum með frumvarpi til grunnskólalaga, að fötlun nemanda kynni að vera slík að hann gæti ekki stundað nám í almennum grunnskóla." 

Ég satt að segja vissi ekki að athugasemdir með frumvörpum hefðu lagagildi.  Hafa þær það? Það er mjög einkennilegt að það skuli vera einhver meginregla en svo skuli vera hægt að gera hana ógilda og ómerka með einhverjum athugasemdum með frumvarpi. 

Hæstiréttur segir foreldrarnir einir og sér geti ekki tekið ákvörðun um skólagöngu barnsins, þannig ákvarðanir verði að taka með hliðsjón af mati sérfræðinga  á vegum skólayfirvalda um hvað barni væri fyrir bestu.  Þetta hljómar skynsamlega það kann að vera þannig aðstæður að foreldrarnir séu ekki bestu matsmenn um menntun barna sinna. Það er hlýtur hins vegar að vera eðlilegt að  foreldrar geti beðið um mat hjá sérfræðingum sem tengjast ekki viðkomandi sveitarfélagi.

Úr frétt Morgunblaðsins: 

"Hæstiréttur segir að þrátt fyrir meginregluna í lögum um grunnskóla um að nám fatlaðra nemanda fari fram í heimaskóla væri ljóst af athugasemdum með frumvarpi til grunnskólalaga, að fötlun nemanda kynni að vera slík að hann gæti ekki stundað nám í almennum grunnskóla. Mat á því hvort barn fengi notið kennslu við sitt hæfi í heimaskóla ætti samkvæmt  lagaákvæðinu bæði undir foreldra þess og kennara og aðra sérfræðinga.

Þá fælist í forsjárskyldum foreldra  að afla barni sínu lögmæltrar fræðslu og ráða persónulegum högum þess og því væri það á þeirra valdi og ábyrgð að sækja um skólavist fyrir barn í sérskóla á sama hátt og það væri almennt á valdi þeirra og ábyrgð að innrita barn í skóla. Þessum skyldum bæri foreldrum að gegna svo sem best henti hag barnsins. Þau væru þannig bundin við ákvarðanir í þessum efnum, að taka tillit til mats sérfræðinga á vegum skólayfirvalda um hvað barni væri fyrir bestu.

Segir Hæstiréttur að foreldrar konunnar hafi  því ekki átt fortakslausan rétt á að hún nyti aðgangs að almennum grunnskóla í heimabyggð. Taldi Hæstiréttur ekki, að konunni hefði  tekist að sýna fram á að fullnægt væri skilyrði skaðabótalaga varðandi þær ákvarðanir skólayfirvalda Seltjarnarness, sem konan taldi að hefði falist í ólögmæt meingerð gegn frelsi hennar, friði, æru eða persónu."

 


mbl.is Bærinn gat neitað stúlku um skólavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru niðurstöður fjölskipaðs héraðsdóms viðkvæmt feimnismál sem ekki má blogga um?

Það eru töluverðar takmarkanir á því að tjá sig í vefrými í eigu Morgunblaðsins. Mér finnst sá fídus hjá þeim á moggablogginu að geta bloggað um frétt vera mjög sniðugur. Hins vegar er ritskoðun á því hvaða fréttir má blogga um og hverjum það þjónar  minna sniðugt. Það er skiljanlegt ef um er ræða slys eða ógnaratburði þar sem margir eiga um sárt að binda og gögn um hvað gerðist eru óljós að það sé tekið úr sambandi tenging fréttar og bloggs. Það er alveg augljóst að það að fólk getur bloggað um frétt þýðir að almenningur getur haft auðvelt yfirlit yfir hvernig fréttin virkar á aðra og það getur leitt til múgæsingar þar sem æstur skríll hrópar dauða yfir einhverjum sem ekki hefur verið dæmdur af neinum dómstóli. Besta dæmi um það er auðvitað málið um hundinn Lúkas.

En hvers vegna má ekki blogga um dóma fjölskipaðs héraðsdóms á Norðurlandi vestra?

Slóðin á fréttina er þessi:

Kennari dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn nemanda

Svo ég taki orðrétt úr fréttinni: 

"Fram kemur í niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms, að samband kennarans og stúlkunnar stóð frá árinu 2003, þegar stúlkan var 13 ára og til ársins 2006. Þar segir einnig, að með því að taka upp kynferðislegt samband við nemanda sinn, sem varði í langan tíma, hafi maðurinn framið alvarlegt trúnaðarbrot, sem þung refsing liggi við að lögum. 

Manninum verði hins vegar virt til mikilla málsbóta, að gagnkvæmt ástarsamband hafi verið á milli hans og stúlkunnar og hann hafi lýst því, að fyrir sitt leyti hefði hann viljað halda því áfram og gera það opinbert. Því ákvað dómurinn að skilorðsbinda refsinguna að fullu."

Það eru margar starfstéttir sem vinna með fólki sem er skjólstæðingar þeirra eða þeim að einhverju leyti háðir. Þar má nefna lækna og sjúklinga,  geðfatlaða einstaklinga og þá sem annast þá, starfsfólk og kennara í skólum og nemendur. Margir háskólar hafa sérstaka stefnu um kynferðislega áreitni (sexual harassment).  Hér er kafli úr stefnu Stanford háskóla um kynferðislega áreitni:

Consensual Sexual or Romantic Relationships

  1.  
    1. In General: There are special risks in any sexual or romantic relationship between individuals in inherently unequal positions, and parties in such a relationship assume those risks. In the University context, such positions include (but are not limited to) teacher and student, supervisor and employee, senior faculty and junior faculty, mentor and trainee, adviser and advisee, teaching assistant and student, coach and athlete, and the individuals who supervise the day-to-day student living environment and student residents. Because of the potential for conflict of interest, exploitation, favoritism, and bias, such relationships may undermine the real or perceived integrity of the supervision and evaluation provided, and the trust inherent particularly in the teacher-student context. They may, moreover, be less consensual than the individual whose position confers power or authority believes. The relationship is likely to be perceived in different ways by each of the parties to it, especially in retrospect.

      Moreover, such relationships may harm or injure others in the academic or work environment. Relationships in which one party is in a position to review the work or influence the career of the other may provide grounds for complaint by third parties when that relationship gives undue access or advantage, restricts opportunities, or creates a perception of these problems. Furthermore, circumstances may change, and conduct that was previously welcome may become unwelcome. Even when both parties have consented at the outset to a romantic involvement, this past consent does not remove grounds for a charge based upon subsequent unwelcome conduct.

      Where such a relationship exists, the person in the position of greater authority or power will bear the primary burden of accountability, and must ensure that he or she - and this is particularly important for teachers - does not exercise any supervisory or evaluative function over the other person in the relationship. Where such recusal is required, the recusing party must also notify his or her supervisor, department chair or dean, so that such chair, dean or supervisor can exercise his or her responsibility to evaluate the adequacy of the alternative supervisory or evaluative arrangements to be put in place. (Staff members may instead, as an option, notify their local human resources officer.) To reiterate, the responsibility for recusal and notification rests with the person in the position of greater authority or power. Failure to comply with these recusal and notification requirements is a violation of this policy, and therefore grounds for discipline.

    2. With Students: At a university, the role of the teacher is multifaceted, including serving as intellectual guide, counselor, mentor and advisor; the teacherâs influence and authority extend far beyond the classroom. Consequently and as a general proposition, the University believes that a sexual or romantic relationship between a teacher and a student, even where consensual and whether or not the student would otherwise be subject to supervision or evaluation by the teacher, is inconsistent with the proper role of the teacher, and should be avoided. The University therefore very strongly discourages such relationships.

 Það má geta þess að stefna Stanford háskóla gerir ráð fyrir að nemendur séu fullveðja og fullorðnir en gerir samt ráð fyrir að sambönd kennara og nemenda samræmist ekki kennarastarfinu þó það sé með samþykki beggja aðila.

Íslenska málið sem fjölskipaður héraðsdómur þingar um fjallar um samband kennara og 13 ára barns.  


Hvað er blogg? Talandi hausar

Youtube myndböndin frá Commoncraft hafa farið sigurför um heiminn en þar eru ýmis fyrirbæri í netheimum útskýrð. Hér er eitt nýjasta myndbandið þeirra og það fjallar um blogg og ber titilinn "Blogs in Plain English". Fleiri myndbönd frá þeim má skoða á commoncrafts.com/show.


Þessi myndbönd eru frábært dæmi um hvernig hægt er á ódýran og einfaldan hátt að útskýra fyrirbæri og með því að nota líkingamál sem notendur skilja, vísa til annarra verkfæra sem þeir nota í daglega lífinu. Það eru svona myndbönd sem ég vil að nemendur mínir geti gert, svona stutt og skemmtileg og hnitmiðuð sýnikennsla. Það eru margir sem líta svo á að kennsla eigi að vera talandi hausar og kennsluvídeó eigi að vera kennari við töflu.

berkley-youtube

 Skjámynd af  myndböndum um líffræði frá Berkeley sýna að kennslutæknin er hefðbundin

Núna hefur Berkeley háskólinn í Bandaríkjunum sem og aðrir háskólar sett fullt af kennslumyndböndum á vefinn, á Google videó. Þetta eru fín myndbönd en þetta eru bara upptökur úr kennslustundum, kennari að flytja fyrirlestur við græna töflu. Sumir kennarar gera það reyndar mjög vel og það er fínt að fá að skyggnast svona inn í háskólatíma í einum besta háskóla heimsins. Stundum er ekki verið að skrifa á töflu heldur er kennarinn með glærur eða blöð sem hann sýnir. En það sem ég hef séð af efni þar er ekki efnistök sem taka mið af nýjum miðlum, það að taka upp kennslustundir og setja á Google videó er að sumu leyti líkt og taka prentað efni og setja það á vefinn í pdf skjali.

Vissulega er vefumhverfið ágætis leið til að miðla efni, ef til vill besta leiðin sem við höfum í dag og vissulega getur svona miðlun gert hefðbundna kennslu betri, nemendur geta átt aðgang að upptökum af kennslustundum og spilað aftur þá þætti sem þeir ná ekki í fyrstu. En svona notkun á tækninni er ekki byltingarkennd. Svona notkun á tækninni er það sem flestum dettur fyrst í hug - að nota tæknina til að gera það sem ég geri í dag betur. En til langs tíma þá mun breytt miðlunatækni gegnum vefinn verða til þess að við sem vinnum við kennslu og ýmis konar fræðslu verðum að breyta vinnubrögðum okkar og endurskilgreina hvað felst í starfi okkar. Það getur verið að inn í starf okkar komi ný viðfangsefni og það er öruggt að við getum miðlað efni betur með því að nota þau tækifæri sem ný miðlunartækni gefur og sjá okkur sem kennara ekki eingöngu sem talandi hausa fyrir framan krítartöflu

Myndbandið "Hvað er blogg?" er aðeins meira í takt við nýja tíma í Netheimum en myndbandsupptökurnar af talandi hausum að halda fyrirlestra í Berkeley. 

 


Tími hjá augnlækni

HreindýrahjörðSem betur fer á ég tíma hjá augnlækni eftir viku. Ég er skelfingu lostin af aðrir bloggarar sjá og ég  á að sjá á þessari mynd  hreindýr og á mbl.is að "einn tarfurinn er með krónu af öðru hreindýri fasta í sínum eigin hornum ásamt margra metra dræsu af rafmagnsgirðingarvír."

Eina sem ég sé á þessari mynd er snjór og fjall og girðingarstaurar og nokkrar dökkleitar þústir.

Flott mynd samt. 

Ég sé bara girðingastauranna, það er náttúrulega eðilegt úr því að tarfurinn er búinn að vefja öllum girðingarvírnum um hornin.  


mbl.is Með allt á hornum sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Murdoch á núna bæði Wall Street Journal og Myspace

Rupert Murdoch hefur núna gert hið virta fjármálatímarit Wall Street Journal að sínu svæði. Murdoch þekkja netverjar því hann á  Myspace. Hann á víst slatta af tímaritum og dagblöðum líka. Hvað ætlar hann sér með Wall Street Journal? það er ekki víst að það þjóni hagsmunum frjálsrar fjölmiðlunar að allir farvegir netsamskipta séu á sömu hendi. Alla vega hef ég misjafna reynslu af Myspace undir Murdoch og skrifaði ég um það greinarnar

En núna þegar íslenska fjármálaævintýrið er búið og það snöggkólnar í efnahagslífinu þá er ágætt að rifja upp að það skiptast á hríðarveður og sólskin og það eru blásnar upp blöðrur í viðskiptalífinu og sumar þessara blaðra springa með hvelli.

Hér er myndband sem fer núna sigurför um heiminn, þar er sungið um  busluganginn og væntingarnar og hæpið í kringum web 2.0 umhverfið. Við þessi eldgömlu í netheimum sem munum eftir netblöðrunni sem sprakk um árþúsundamótin lifum okkur algjörlega inn í þetta lag.

Eðalbloggarinn Guðmundur Magnússon skrifaði um Murdoch bloggið  Frú Clinton og fjölmiðlarnir

Það er ekki ónýtt fyrir stjórnmálamenn að vera undir vernd þess sem getur togað í alla spotta. Ætli Murdoch kaupi einhvern tíma hið íslenska Fons? Ætli Fons verði þá búið að kaupa Moggann og moggabloggið?


mbl.is Murdoch kaupir Wall Street Journal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnýðingur, blettahnýðir, smáhveli, hnísa

Skemmtilegt að höfrungar leiki sér í fjöruborðinu í Grafarvogi í Reykjavík. Ég hef oft séð seli þar. Vonandi verða ekki veiðihagsmunir stangveiðimanna til þess að svona dýralífi verði útrýmt. Það fer ekki vel saman að hafa dýrar lax- og silungsveiðiár og seli og hvali. Það er hins vegar miklu verðmætara fyrir almenning í Reykjavík og ferðalanga sem hingað koma til að skoða náttúruna að hafa þessa skemmtilegu gesti heldur en peningahagsmunir út af stangveiði í Elliðaánum.

Ég tók eftir að það var engin grein á íslensku wikipedia um hnýðinga svo ég skrifaði grein. Hnýðingar heita víst líka blettahnýðar og þeir eru af ætt höfrunga og ætthvísl tannhvala.  Bloggarar sem skoðuðu myndband Morgunblaðsins greindu  hvalinn sem hnýðing og treysti ég þeirra greiningu.

En svona til að Morgunblaðsfréttamenn viti í framtíðinni meira um hnýðinga þá er núna komin greinin mín á wikipedia og hún vísar í myndefni sem hjálpar til að greina þessa hvalategund. Ég tók eftir að það var afar lítið efni á vef Hafrannsóknarstofnunar um hnýðinga, bara ein grein. Það er þó mikið af góðu efni sem Hafró hefur gert um ýmsa fiska.

Ég verð nú að passa að skrifa grein um sandsíli bráðum á wikipedia. Sandsíli eru ótrúlega mikilvæg í fæðukeðju margra dýra og geta breytingar á sandsílastofni sem stafa af hlýnun jarðar haft mikil áhrif á búskilyrði þeirra dýra.

Ég fann á youtube þetta skemmtilega myndband sem ber titilinn Hnýðingar í Garðinum og ég er að spá í hvort þetta sé tekið í sjó af köfurum við Ísland nálægt Garðinum á Suðurnesjum eða hvort titillinn sé bara listrænt valinn.  Það er mikil fengur af því ef kafarar taka svona myndir af dýralífinu í sjónum, við eigum þess ekki kost að sjá það öðru vísi.


Ég fann út að þetta er myndband frá köfun við Ísland, það má sjá mörg skemmtileg myndbönd hjá köfunarskólanum. Það mætti segja mér að fleiri og fleiri fengju áhuga á að kafa við Ísland. Það er ókannaður heimur víðast hvar.
mbl.is Sjaldséður gestur að hnýsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pisa 2006 - Hvers vegna standa íslensk börn sig ekki betur?

Nú hafa verið birtar niðurstöður úr Pisa rannsókninni 2006 og niðurstaðan er vonbrigði fyrir Ísland. Í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneyti segi m.a.: 

"Námsmatsstofnun sá um framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi og tóku allir grunnskólar og velflestir nemendur 10. bekkjar þátt í henni. Í könnuninni núna var sérstök áhersla á náttúrufræði þar sem reyndi á þekkingu nemenda á ýmsum sviðum raunvísinda, færni þeirra til að túlka vísindalegar staðreyndir og nota vísindaleg rök.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að í öllum greinum hefur staða Íslands miðað við aðrar þjóðir versnað milli áranna 2000 og 2006, mest í lesskilngi en minnst í stærðfræði. Í náttúrufræði lendir Ísland í 27. sæti af 57 löndum, rétt fyrir neðan meðaltal OECD landa. Í lesskilningi lendir Ísland í 24. sæti, einnig rétt fyrir neðan meðatal OECD, og í 17. sæti í stærðfræði, rétt fyrir ofan meðaltal OECD. Þegar undirfög náttúrufræðinnar eru borin saman kemur í ljós að íslenskir nemendur eru slakastir í líf- og vistfræði, næstbestir í eðlis- og efnafræði, en sterkastir í jarð- og stjörnufræði.

Í lesskilningi hefur frammistaða íslenskra nemenda hrakað marktækt frá árinu 2000. Þeim nemendum sem lenda í lægsta hæfnisþrepinu hefur fjölgað og þeim sem lenda í efsta hæfnisþrepinu fækkað, bæði í lesskilningi og náttúrufræði. Þá hefur frammistaða nemenda eftir landshlutum breyst á milli rannsókna. Vestfirðir, Norðurland eystra og vestra sýna bestu frammistöðu landshluta, en Austurlandi ásamt Reykjavík og nágrenni hrakar mest frá árinu 2000."

Það vekur athygli að Finnland kemur mun betur út úr þessari könnun en Ísland. Hvers vegna er Ísland ekki á sama róli og Finnland?  Þetta eru lönd með svipaða menningu og að mörgu leyti sömu aðstæður í menntamálum, við lítum oft til Finnlands og annnarra Norðurlanda sem fyrirmyndar og reynum að breyta okkar kerfi þannig að tekið sé upp það sem reynst hefur vel þar. Ég nefni þar sérstaklega áherslu Finna á kennaramenntun og vel menntaða kennara, við höfum séð að það hefur gefið góða raun í Finnlandi og orðið driffjöður fyrir finnskt samfélag og efnahagslíf. Nú er einmitt unnið að því að breyta kennaramenntun á Íslandi og auka menntun kennara þannig að hún verði sambærileg við það sem hún er í Finnlandi og öðrum þeim löndum þar sem best þykir að verki staðið. Menntamálaráðherra mun leggja fram frumvarp um það á þessu þingi. Það er afar mikilvægt að hlú að grunnmenntun kennara og bæta hana en það tekur langan tíma að hafa áhrif, Ef kennaramenntun er breytt í dag og flutt yfir á M.ed. stig þá útskrifast kennarar með þá breyttu menntun ekki fyrr en eftir nokkur ár og nýútskrifaðir kennarar eru ekki nema brot af öllum kennurum í landinu. Smán saman mun þó  fjölga kennurum með M.ed. próf og sambærilega menntun en það verður um langt skeið margs konar menntun meðal kennarastéttarinnar t.d. má nefna að þó  það séu meira en tuttugu ár síðan kennaramenntun grunnskólakennara var flutt á háskólastig þá eru ennþá starfandi margir kennarar í landinu með gamla kennaraprófið. Til langs tíma er sennilega engin aðgerð áhrifaríkari til að auka gæði menntunar í landinu en að hafa vel menntaða kennara en menn verða að átta sig á að það er ekki skyndilausn sem skilar árangri strax á næsta ári að auka grunnmenntun kennara. 

Það er þannig með kennarastarf eins og mörg önnur störf að starfsvettvangurinn breytist og það er mikil þörf á endurmenntun og endurskólun. Nú eru sem betur fer miklu meiri möguleikar fyrir starfandi kennara að fara í framhaldsnám og fjarnám hefur gert mögulegt bæði að stunda slíkt nám meðfram starfi og í heimabyggð.

Það er ekki mjög langt síðan sú staða var sums staðar á Íslandi að stór hluti kennara var án grunnmenntunar og kennsluréttinda. Það átti sérstaklega við um suma staði á landsbyggðinni, þar voru tíð kennaraskipti og afar erfitt að fá menntaða kennara sem ílengdust. Ég held að besta og farsælasta aðgerðin til að stykja dreifðar byggðir á Íslandi hafi verið þegar fólki bauðst að stunda heildstætt háskólanám, þriggja ára kennaranám í sinni heimabyggð í gegnum fjarnám. KHÍ var fyrsta stofnunin sem bauð upp á þannig nám og er nú svo komið að meira en helmingur nemenda er í fjarnámi. Það er gífurleg breyting á skömmum tíma. 

Það geta verið margar ástæður fyrir því að íslensk börn koma ekki betur út á Písa. Meðal ástæðna geta  verið  að menntun kennara sé ekki nógu góð og kennslan sem börnin fá sé ekki nógu góð  og þau námsgögn og viðfangsefni sem lögð eru fyrir þau séu ekki nógu góð. Það getur líka verið að písa rannsóknin mæli ekki nema svið hefðbundins skólanáms og okkar styrkleikar og aukning á færni á nýjum sviðum komi ekki að öllu leyti fram þar.

Það eru þó nokkur atriði sem ég vil benda á sem hugsanlega geta skýrt þetta:

1. Árið 2006 er að mörgu leyti einkennilegt ár, það er ár uppgangs og  yfirspennu á atvinnumarkaði á Íslandi, það er gríðarleg eftirspurn eftir vinnuafli, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. 

2.  Raungreinar og vísindahyggju er ekki  sérlega hátt skrifuð gildi eða  hampað í íslensku samfélagi, það er ekki lögð sérstök áhersla á þessar greinar í skólakerfinu og t.d. miklu meiri aðdáun er á auðjöfrum sem hafa mikil umsvif en vísindamönnum og hugvitsmönnum. 

3.  Íslenskt samfélag er á hraðri leið með að verða tvítyngt samfélag, stór hluti af menningu ungmenna og starfsumhverfi fullorðinna er núna á ensku eða öðrum tungumálum en íslensku. Íslenskan er á hröðu undanhaldi sem samskiptamiðill í íslensku samfélagi. Unglingar eru inn í margs konar táknkerfum, þau eru læsari á ýmis tungumál og táknkerfi en eru hugsanlega vegna þessa umróts  ekki eins góð í þeim lesskilningi sem pisa mælir.

Það er vissulega þarft fyrir okkur að ræða hvað veldur því að íslensk börn koma ekki betur út úr Pisa og það er m.a. íhugunarefni og áhyggjuefni hve illa íslenskir nemar koma út úr líffræði og vistfræðiþáttum. Þetta eru svið sem við þurfum að leggja rækt við og fá unglinga til að skilja mikilvægi þessa. Hér búum við við ysta haf þar sem náttúran er miklu viðkvæmari en á svæðum þar sem lífsskilyrði eru hagstæð og við höfum stórbrotna og sérstaka náttúru og vistkerfi. Á tímum þar sem tekist er á um með hvaða hætti hálendið og auðlindir landsins skuli nýttar og þar sem iðnaðarsjónarmið og vistfræðisjónarmið takast á þá varðar miklu að unglingar hafi skilning og áhuga á þessum sviðum. Það bendir auk heldur allt til þess að þessi mál verði mikilvægari á næstu árum. 

Það eru mörg og mismunandi menntakerfi og kennsluaðferðir í heiminum og uppeldissögunni. Sums staðar þykir það eina sniðuga menntunin að láta börn læra utanað. Séstakleglega þykir það gefast vel með alls konar guðrækilegt og mannbætandi efni sem mikilvægt þykir að börn kunni skil á t.d.  þykir sums staðar ágætt að láta börn læra utanað kóraninn. Svoleiðis nám hjálpar örugglega börnum við vissa færni og er hugarleikfimi sem bætir minnið. En það er vandséð að það sé mikilvægt fyrir íslensk börn að vera í slíku staglnámi og það mikilvægasta sem ætti að vera leiðarljós um menntun barna er að hafa sýn á hvers konar veruleiki  býður  þeirra í  framtíðinni. 

það er ekki sniðug aðferð að bakka marga áratugi aftur á bak eins og Atli Harðarson stingur upp á í pistlinum:

Látum skólana gera minna svo börnin læri meira

 

 


mbl.is Ísland undir meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfadansinn

Ert þú sjálfur álfur? Ef svo er þá getur þú komið út úr álfhólnum og breytt þér og þínum í jólaálfa sem syngja og dansa. Hér er álfadansinn þar sem ég dansa í miðjunni og dætur mínar Ásta Lilja og Kristín Helga dansa með: http://www.elfyourself.com/?id=1140762129

Ég fattaði ekki alveg hvernig ég gæti sungið með, það þurfti að hringja í símanúmer í USA svo ég hætti við það. Það tekur smátíma að hlaða þessu upp áður en við byrjum að dansa. 

Jólaálfar: Ásta Lilja, Salvör, Kristín Helga

 Það er ágæt hugmynd til að gleðja börnin í fjölskyldunni að búa til svona dansandi jólaálfa með myndum af þeim. 


mbl.is Ljósin tendruð á Óslóartrénu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikipedia undir Creative Commons leyfi

Veistu hvað CC BY-SA þýðir? Ef þú veist það ekki þá er rétti tíminn núna til að setja sig inn í það. CC merkir að efnið sé með Creative Commons höfundarleyfi BY merkir að þú þurfir að vísa í upprunann og SA er skammstöfun á Share Alike en það merkir að ef þú notar þetta efni í þín verk þá verður þú einnig að gefa þau út undir CC leyfi. Sem sagt, þetta er höfundarréttarleyfi sem er gerólíkt því eignaréttarkerfi hugverka og þeim höfundarréttarlögum sem við lifum við núna og það sem meira er þetta er birtingamynd á nýju efnahagskerfi eða öllu heldur dreifingarkerfi stafrænna hluta sem nú er að eflast og dafna á Internetinu. Þetta skiptir þig máli, þetta skiptir alla máli sem nota Wikipedia og vilja nota efni frá öðrum í eigin verk.  Nú hafa Creative Commons, Wikipedia og Free Software Foundation lagt saman krafta sína og samhæft  frjáls höfundarréttarleyfi og það GFDL leyfi sem Wikipedia er núna með verður samhæft við CC BY SA leyfi.

Sjá þessa frétt Breaking news: Wikipedia announces Creative Commons compatibility!

Æðsti prestur okkar Wikipedians hann Jimmy Wales tilkynnti þetta í San Fransískó í gær undir dynjandi lófaklappi og fagnaðarópum eins og heyra má og sjá á þessu youtube myndbandi:


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband