Hver má blogga hjá RÚV?

sigmarbloggÍ Fréttablaðinu í dag er þessi klausa um blogg (sjá skjámynd hér til hliðar) og því haldið fram að RúV hafi skipulega lagst gegn því að starfsfólk bloggaði nema með takmörkunum (sjá blogg Páls Ásgeirs)

Akkúrat núna þá er mikil gróska í bloggi um samfélagsmál. Ég held að það sé ekki síst fyrir tilstilli moggabloggsins, það er prýðis vettvangur því bloggkerfið er einfalt og tengist  Morgunblaðsvefnum og fréttaumfjöllun þar auk þess sem bloggarar geta auðveldlega haft yfirsýn yfir önnur blogg á moggavefnum. Það er allt öðru hópur sem núna þyrpist á blog.is miðað við folk.is á sínum tíma. Það er miklu ráðsettara fólk á blog.is og margir virðast blogga af alefli og líta á bloggið sem öflugt tæki til að koma sér á framfæri í stjórnmálum. Moggabloggið  hefur  einnig fært bloggurum, alla vega þeim sem eru svo heppnir að komast í valin blogg marga lesendur, miklu fleiri en bloggarar eru vanir að hafa.  

 Moggabloggið er núna í augnablikinu  heitasti reiturinn í netumræðu um þjóðfélagsmál á Íslandi. Ég hugsa að vefrit eins og deiglan.com og umræðuvettvangar eins og malefnin.comséu í daufara lagi, sennilega lesa fáir deiglupistlana. Það er til marks um velgengni Moggabloggsins að bloggkóngur Íslands sem ríkir á útskeri nokkru sem kaninka heitir endar núna alla pistla sína með formælingum út í moggabloggið.

Skrifin á moggablogginu eru miklu hógværari og kurteislegri en ég hef vanist hingað til á bloggi. Það er helst að fólk missi stjórn á sér þegar verið er að ata pólitíska andstæðinga aur.  En þó skrifin séu hógværari þá er það svo að miklu fleiri lesa núna þessi skrif og mjög líklega þeir sem um er rætt. Eitt eftirlætis orð margra sem vilja afla sér vinsælda í bloggheimum er sögnin að skúbba og nafnorðið skúbb. Ýmsir keppast við að vera fyrstir með fréttir, væntanlega í von fleiri lesendur og meiri athygli og þá völd samfara því. Sérstaklega virðast þeir sem einhvern tíma hafa unnið á fjölmiðlum hafa gaman að þessum skúbbleikum. 

Það er gaman að fylgjast með því að fyrirtæki eru núna að prófa blogg sem miðil t.d. Brimborg. Hugsanlega eru líka stjórnmálaflokkar og ýmis félagasamtök markvisst að nota blogg í sinni baráttu og það er líklegt að það sé í verksviði þeirra sem kynningar- og ímyndarmál heyra undir að fylgjast með bloggumræðu um vörur og þjónustu.

En allt þetta vekur umræður um siðferðismál og starfsmannastefnu og blogg.  Sjaldan hefur verið brýnna en núna að ræða um það.  Geta fyrirtæki bannað starfsmönnum að blogga? Geta fyrirtæki sett reglur um blogg starfsmanna sinna? Að vissu leyti geta þau það.  Í mörgum tilvikum þá er ætlast til þagmælsku af starfsmönnum um málefni sem tilheyra starfi þeirra og að starfsmenn fylgi ákveðnum vinnureglum. Ef um opinbera starfsmenn er að ræða þá verða þeir að hlýða reglum og lögum sem gilda um opinbera starfsmenn og þar er m.a. tiltekið að ekki megi tala niðrandi um starfsgreinina. Í mörgum störfum þá þarf að vinna með fólk og starfsfólk kemst að ýmsu. Má skrifa það á blogg? Hvað ef ég væri að vinna á dvalarheimili fyrir aldraða? Má ég blogga um starfið mitt? Mega foreldrar blogga um börnin sín og viðkvæm vandamál og veikindi þeirra?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Skemmtilegt blogg. Hefur ekki verið skipulega lagst gegn bloggi og skrifum RÚV-manna síðan Sigmundur ataði Baugsmenn aur á persónulegu flipp bloggi sínu?

TómasHa, 29.12.2006 kl. 12:07

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég veit ekki hvaða blogg þú átt við. Hver er slóðin á þetta blogg þessa Sigmundar? Sigmar er með blogg sem er ekkert sérstaklega flippað (nema myndin af honum með bleiku hárkolluna sem bræðir alla femínista nú eða Sollu Stirðu aðdáendur). Mér 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.12.2006 kl. 13:32

3 Smámynd: TómasHa

Nefndi aldrei Sigmar á nafn, hérna var átt við Sigmund sem var fréttaritari á Suðurlandi.  

Blogginu var lokað í kjölfarið á þessu og hann og ýmsir RÚV-menn sem höfðu verið að blogga létu bloggin hverfa.

Frétt um málið má hins vegar finna hér: http://www.sudurland.net/frettir/nr/4466/

TómasHa, 29.12.2006 kl. 14:28

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir upplýsingarnar, nú man ég eftir þessu máli. Ég sá aldrei bloggið, bara það sem var haft var eftir og gat ekki sagt annað en það en ég var sammála því að það var ruddalegt og bar vott um dómgreindarleysi. En til þess eru vítin að varast þau og mennirnir ættu að læra af mistökum annarra. Ég held að það sé betra að til séu skrifaðar verklagsreglur í stofnunum eins og RÚV svo menn geti varað sig á pyttunum eða þurfi ekki endilega að detta ofan í þá alla sjálfir.  Í hita leiksins þá espast fólk í að tala tóma steypu og ausa leðju á andstæðinga. Sjá nýlegt dæmi frá Guðmundi Steingríms "Brúnn Björn Ingi". Ég tok eftir að í athugasemdum með því bloggi var Guðmundur hvattur óspart áfram til að halda áfram á sömu braut.  Það er auðvelt að detta ofan í skrílslæti ef maður passar sig ekki.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.12.2006 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband