Gífurleg gremja

Ég held að borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík skynji ekki hve gífurleg gremja, reiði og ólga er meðal allra hugsandi og upplýstra manna um hvernig núna er höndlað og möndlað með auðlindir landsins og það gert bak við tjöldin og reynt að blekkja almenning á sama hátt og gert var fyrir Hrunið  - og ekki síst vegna þess að okkur grunar að þetta baktjaldamakk sé að kröfu AGS og erlendra stórvelda og stórfyrirtækja.

Vonandi verður afgreiðslu á Magma sölunni frestað í dag.  Þessi sala á hlut OR í HS Orku virkar ekki mikið skref í því stóra máli sem er sala  en það er ekki aðeins verið að selja hlut í orkufyrirtæki út af því að það er ekki í samræmi við lög að eiga þann hlut.   

Núna er ég að hlusta á  beina útsendingu á erindi Óskars Bergssonar fulltrúa okkar Framsóknarmanna. Óskar fer yfir málið og hvernig ríkisstjórnin kom að málinu.

 

 


mbl.is Hróp gerð að borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

... en eins og þú veist Salvör - þá er verið að hengja bakara fyrir smið með þessum hrópum:  Að hengja bakar fyrir smið!

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 15:13

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Skil þig ekki?

Ég var nýlega rekin af leiksk´lanum Baug (án ástæðu, en það má innan mánaðar) g hef fullan hug á að mennta mig , en á ungan son og mun skrá mig sem atvinnulausa 1 okt. Á ég líka rétt á námslánum? Skil ekki færsluna, en hvað finnst þer?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.9.2009 kl. 19:58

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sorry Salvör , var að svara annari færslu þinni, en maður er löngu hættur að fylgjast með allri þessari spillingu!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.9.2009 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband