Senuþjófur ... aftur... eftir 25 ár..

 Hannes á horninuÞað var einu sinni svona svipað ástand og núna í íslensku samfélagi. Það var fyrir aldarfjórðung eða árið 1984. Þá var allt brjálað og nánast borgarastyrjöld milli opinberra starfsmanna og íslenska ríkisins. Þetta var ekkert venjulegt verkfall. Einn af stórum viðburðum þá  var 12 þúsund manna mótmælafundur á Austurvelli í verkfalli BSRB og prentara 1984. Hannes bróðir stal senunni þá eins og núna því það náðist óborganlegt myndskot af honum þar sem hann gægðist fyrir hornið á Dómkirkjunni og fylgdist með fundinum. Hann ætlaði þá ekkert að taka þátt í mótmælunum, sennilega bara verið að fylgjast með hvernig frjálshyggjan og kenningar Friedmans legðust í fólk.  Á  þessum tíma geysaði óðaverðbólga (reyndar man ég ekki eftir öðru en óðaverðbólgu á öllum uppvexti mínum) og launavísitalan tekin úr sambandi. Þá risu upp alþýðuhetjur eins og Ögmundur  nokkur Jónasson en hann fór fyrir  Sigtúnshópnum en svo hét aktívistahreyfing sem þá var stofnum af  þeim sem þá misstu allt sitt í verðbólgubáli en ástandið var þannig þá að laun voru óbreytt en verðlag hækkaði gríðarlega og öll lán voru vísitölubundin svo  lánabyrðin meiri en verðmæti eignanna.  

Þarna fyrir 25 árum voru vísitölubundin lán notuð eins og skattur á almenning á Íslandi, svo hár skattur að margir voru að kikna. Reyndar fluttist margt ungt fólk þá úr landi, það var ekki atvinnuleysi en kaupið var fast en verðlag hækkaði og hækkaði og lánin voru bundin við verðlag. Núna aldafjórðung seinna þá er alþjóðavæðingin í algleymingi og núna er sökinni  aftur varpað á örmiðilinn íslensku krónuna og gjaldeyrismál notuð til upptöku á eignum fólks. Það var eignaupptaka fyrir 25 árum og það er eignaupptaka aftur núna. 

Það er áhugavert að skoða hagsögu og atvinnusögu og hugmyndasögu  Íslands þennan  aldafjórðung milli þessara funda - Icesave mótmælastaða bloggara á Austurvelli og svo stóra verkfallsfundarins 1984. 

Mér finnst nú frekar leim að Hannes hafi ekki mátt vera með í dag, var þetta ekki auglýst sem mótmæli bloggara og nægir ekki að vera bloggari og vera á móti Icesave? Annars hef ég tvisvar lent í því að mótmælendur  geri aðsúg að mér og það  var nú í annað skiptið  eitthvað út af því að ég er systir Hannesar, ég skrifaði pistil um það hérna  Skríllinn mun eiga síðasta orðið  

hitt skiptið var vegna þess að ég er vinkona Ellu Siggu sem var bankastjóri Landsbankann um hríð eftir Hrunið. Mér fannst þetta í bæði skiptin mjög óþægilegt, ég var reyndar mjög hissa, hvernig geta þeir sem eru að berjast fyrir sama málstað og maður sjálfur lagt sig niður við að ráðast á mann fyrir að eiga bróður sem því er í nöp við eða vini sem tengjast íslensku bönkunum. Það er ekki oft sem fólk á Íslandi verður fyrir aðkasti og hrópum á almannafæri fyrir að vera ákveðinn einstaklingur, ég veit að bróðir minn verður fyrir aðkasti nánast alltaf þegar hann er niðri í bæ núna. 

Þetta er nú áhugavert út frá mannréttindum og fordómum. Finnst okkur í lagi að það sé ráðist á fólk, hrópað að því ókvæðisorð og því sé ógnað og árás sé gerð á heimili þeirra bara vegna þess að við teljum það hafa haft skoðanir sem hugsanlega steyptu íslensku þjóðinni í hyldýpi eða hafi stundað viðskiptahætti sem okkur finnast núna ógeðfelldir en voru lofsungin af öllum fyrir nokkrum misserum.

Það  eru breyttir tímar núna,   Bjarni frændi er alveg að slá í gegn í dag en Hannes er hæddur og hrakinn. Reyndar er Bjarni að slá í gegn í orðsins fyllstu merkingu, hann er að sprengja hljóðhimnur allra sem vinna við Alþingi með sínum gongslátti. 

 

 


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

"Finnst okkur í lagi að það sé ráðist á fólk, hrópað að því ókvæðisorð og því sé ógnað og árás sé gerð á heimili þeirra bara vegna þess að við teljum það hafa haft skoðanir sem hugsanlega steyptu íslensku þjóðinni í hyldýpi eða hafi stundað viðskiptahætti sem okkur finnast núna ógeðfelldir en voru lofsungin af öllum fyrir nokkrum misserum."

Óskapleg einföldun er þetta á málinu. Hálfgerð smjörklípa.

Billi bilaði, 27.8.2009 kl. 20:05

2 identicon

Góð færsla. Þessi ógeðslegi skríll, sem þykist hafa einkarétt á mótmælum, er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég hef séð bloggarar í dag blogga um að HHG megi sko ekki vera með í ÞEIRRA mótmælum. Þvílík fyrring. Er Hannes Hólmsteinn sá sem kom þjóðinni í gjaldþrot? Hvernig gerði hann það? Hver eru rökin? Þetta fólk kemur aldrei með rök, einungis upphrópanir. Sorglegt.

Karl (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

HHG er skríll

Óskar Þorkelsson, 27.8.2009 kl. 23:51

4 identicon

Hafðu ekki svona miklar áhyggjur. We love you.

Hannesi er margt vel gefið, hann skrifar skemmtilega, hann er skemmtilega ósvífinn etc. Hann hefur hins vegar rangt fyrir sér. Loyalitet hans við efnamenn og aðdáun á fólki sem sækist eftir efnum er létt galin.

En nú er hann kominn í ró og getur farið að vera venjulegur. Hann á hins vegar að gefa okkur frið tll að sækja okkar mótmæli. Hann flækir málin með nærveru sinni.

Doddi D (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 00:29

5 identicon

Eins manns skríll, Óskar? Baklandið, maður.

Í mínum huga er bróðir þinn pirrandi íkón stefnu sem gengur ekki upp nema þar sem efnahagskerfi geta vaxið í það óendanlega og ósýnileg höndin er réttlát og blind.

Það sem skelfdi mig voru þau áhrif sem hann hafði á heila kynslóð sjálfstæðismanna. En það er ekki honum að kenna að hlustað var á hann og hörð frjálhyggja varð ofan á þegar kerfið, sem þú lýsir svo vel í færslunni varð gjaldþrota (og mátti vel verða!).

Báknið burt! var slagorðið þá og nú, þegar skorturinn á bákninu leiddi okkur í gjaldþrot þurfum við nýtt bákn.

Panta hrei (allt fram streymir).

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 12:14

6 identicon

Salvör; Mikið langar mig til að heyra meira um aðsúginn sem að þér var gerður af mótmælendum vegna vinskapar þíns við Ellu Sig. Hvar þetta var, hvenær og hverjir ? Með vinsemd og virðingu. Árni Hó

Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 21:16

7 identicon

                          PS. og senuþjófur enn aftur, nú sem uppistandari.

                         Kv sami

Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband