Steypueiningar, húsbrot og bankarán og átakiđ "reclaim the land" hefst

gulapressan1998-logo.jpgFyrir rúmum áratug eđa   1. febrúar 1998 eđa sama dag og Morgunblađiđ opnađi sinn fréttavef mbl.is ţá gaf ég út mitt fyrsta veftímarit. Útgáfan var svolítiđ endaslepp enda var ţetta grín og paródía á moggavefmiđilinn og hét minn miđill Gula Pressan - Skammtímarit og má ennţá finna ţađ eintak á vefnum.

gulapressan1998.jpgNúna  er ástandiđ ţannig á Íslandi ađ fólk stelur undirstöđum undan húsum hvert hjá öđru og allt er í eigu einhverra ţrotabúa og örvinglađ fólk brýtur sundur húsin sín og grefur bílana sína svo engum nýtist ţađ sem hirt er af ţeim upp í kröfur. Ţađ er engum hlátur í hug á Íslandi í dag, viđ höfum öll á tilfinningunni ađ viđ höfum veriđ rćnd.  Vanalega vćri fyndiđ ađ fólk steli kjöllurum í heilu lagi, jarđi bíla og mölvi hús. En til ađ létta lundina ţá lími í hérna inn eina grínfréttina í vefmiđlinum mínum áriđ 1998, ţađ er frétt um bankann sem var stoliđ í heilu lagi. Ţetta er sönn saga, ţađ var á ţeim tíma núbúiđ ađ setja upp hrađbanka fyrir framan skrifstofuna mína og svo einn daginn ţá var hann horfinn. Ţjófarnir höfđu komiđ á sendiferđabíl og stálu bankanum. Í heilu lagi. Hann fannst svo seinna og ég man ekki einu sinni hvort peningarnir hafi glatast Ein einmitt ţetta gerđist fyrir framan augun á okkur. Bönkunum var stoliđ, fjármálakerfi heillar ţjóđar var stoliđ, ekki í vopnuđu ráni heldur međ ţví ađ rífa upp bankann og aftengja hann og fara međ bankakerfiđ á ţeytingsreiđ út í hinn stóraheim alţjóđlegra fjárglćfra og ţar var bönkunum breytt í peningafrođumargföldunaspeglasali sem virkuđu međal einhverjir trúđu á ţađ sem ţeir sáu í speglunum. 

Núna síđustu daga hef ég veriđ ađ safna andlegum ţrótti og hvíla mig á ţessum hrođalegu ađstćđum í samfélaginu, ég hef plantađ og ég hef sáđ og umpottađ og unniđ í garđinum.  Núna eru svalirnar hjá mér undirlagđar í alls konar sáningum. Hér er mynd af hluta svalanna. Ţarna má sjá rauđar lúpínur sem munu blómstra nćsta sumar, kál og baselikum og svo mjög bústnar og bragglegar jurtir sem komu upp af frći sem ég tíndi á götum  Kaupmannahafnar í fyrra. Ég hef eitthvađ klikkađ á merkingum, ég hefđi bara merkt ţetta "dönsk frć" en ég h eld helst ađ ţetta séu Stokkrósir, frć af jurtum sem uxu nánast upp úr götunni.  En ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ hvort ég hef á réttu ađ standa. Ef ţetta eru stokkrósir ţá eiga ţćr ađ blómstra nćsta sumar.

 

svalir-kroni-og-krona.jpgSvo er ég komin út í alls konar skreytilist í ţessari garđrćkt minni, ég er í óđa önn ađ koma mér upp búálfum og ýmsu glingri til ađ punta garđinn. Ţví meiri litadýrđ, ţví meiri sundurgerđ, ţví betra. Ég er nú ekki komin lengra en ađ fá mér sparibaukana frá Sparisjóđnum, sparibaukana Króna og Króni. Ţetta verđa svona kreppubúálfar, krónuálfar en ţá keypti ég í Góđa hirđinum fyrir 150 kall stykkiđ.

Ţađ er skemmtilegt ađ sá frćum og rćkta eitthvađ ţegar kreppan veđur yfir og allt er ađ hrynja og deyja. Ég er líka komin í hljóđlátan umhverfisaktívisma og mér segir svo hugur um ađ ég muni halda áfram á ţeirri braut en kannski ekkert   Ég er ađ ćfa mig í svona "reclaim the land" hérna í Reykjavík og byrja á malbikinu hinu megin viđ götuna hjá mér. Ţar er ég búin ađ planta blómrunna beint ofan á malbikiđ og gróđursetja fleiri jurtir. Hér er útsýniđ frá svölunum hjá mér, ţađ sést í borgareyđimörk og rústasvćđi hinum megin viđ götuna og mér sýnist ađ núna sé veriđ ađ taka ţađ undir einhvers konar athafnasvćđi fyrir bíla og geymslusvćđi fyrir rusl. Ţarna má sjá geymda ferjubifreiđar túrista, ţarna bíla núna rađir leigubifreiđa og ţarna eru geymdar stórar kerrrur og vörubílar og steypumót.  Ég setti appelsínugulan hring á myndina sem sýnir hvar ég gróđursetti runnann.

svalir-reclaim-the-land.jpg

En ég horfi á svćđiđ hinum megin viđ götuna sem tćplega verđur byggt á í bráđ, svćđiđ ţar sem gróđurhúsin stóđu áđur, gróđurhúsin sem seldu drasliđ frá Kananum á Vellinum og voru svo mölvuđ og hugsa um hvađ gráupplagt er ađ nota svona svćđi til ađ gera Reykjavík ađ fallegri og manneskjulegri stađ, ég hugsa um hvađ fólk er á rangri leiđ sem heldur ađ Hiltonhótela-grandhótela túrismi sé ferđamennska framtíđarinnar, svona túrismi sem ferjar hópa milli bláa lónsins og kreppumusterisins sem kallast líka "tónlistar- og ráđstefnuhús"

Ég held ekki ađ lóđarhafar rústasvćđanna skili lóđunum međ góđu og ég held ađ viđ borgarar í Reykjavík verđum ađ sýna fulla hörku núna ef viđ ćtlum ekki ađ láta borgina grotna niđur í eitt stórt gettó. Ţađ er full ástćđa til ađ nota óhefđbundnar ađferđir til ađ ná borginni aftur úr klóm malbiks og fjárglćfra.

Hér eru tenglar um sveit í borg

City Farmer News

Reclaiming Vacant Land


mbl.is Misskilningur í Úlfarsárdal
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband