Miðbæjarkonungsdæmin

 sirkus-kongar-midbaejarins.jpg

Í frétt á   Visir.is eru  nafngreindir þeir  sem hafa verið settir í gæsluvarðhald .  Það er innflutningur á fíkniefnum og peningaþvætti sem þeim er gefið að sök. 

Ég sá á bloggi að einn sem ber sama nafn og sá sem nú hefur verið handtekinn  hafi á sínum tíma verið í vinnu hjá hinum athafnasömum miðbæjarkóngum að sannfæra fólk um að selja sér hús á Hverfisgötunni og við Laugarveg. Það getur nú ekki verið sami maðurinn, aldurinn passar ekki en þetta vakti áhuga minn á því að pæla sérstaklega í húsauppkaupunum í miðbænum.

Hér er mynd úr Sirkus um uppkaup eigna.

Björgólfsfeðgar reyndu í gegnum ýmis fyrirtæki að kaupa upp húseignir í miðbæ Reykjavíkur. Ég er ekki viss um að tilgangur þess sé ennþá alveg kominn upp á yfirborðið, það virðast hafa verið búið til ýmis fyrirtæki til að kaupa upp húseignir sem þeir voru ekki beint skrifaðir fyrir en keyptu svo t.d. voru  félögin Rauðsvík ehf og Vatn og land ehf keypt af  Björgólfsfeðgum árið 2007 og voru þau félög áður skráð á Þorstein Steingrímsson fasteignasala en hann er (eða var) m.a. skráður fyrir Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík og keypti mikið upp af fasteignum í miðbænum. (Sjá Björgólfsfeðgar leggja undir sig miðbæinn). Þannig virðist hafa verið planað í langan tíma að safna eignum á ákveðnum svæðum. Það getur vel verið að Björgólfsfeðgar hafi safnað þessum eignum í tilgangi sem er ekki ljós ennþá og þeir séu að vinna fyrir einhverja aðra á sama hátt og aðrir hafa verið að vinna í þeirra þágu í aðskildum félögum við að kaupa upp eignir og sannfæra fólk um að selja.

Ég veit ekki hvernig fólk var sannfært um að það ætti að selja Björgólfum sitt húsnæði, sennilega og vonandi í gegnum hátt verð en   húsið á Vatnsstíg sem hústökufólkið tók yfir var einu sinni í eigu fyrirtækis þeirra Vatns og lands ehf  en mun núna vera í eigu ÁF hús ehf sem er eignarhaldsfélag í eigu Ágústs Friðgeirssonar sem mun vera bróðir Ásgeirs Friðgeirssonar sem var talsmaður og upplýsingafulltrúa Björgólfsfeðga. (Sjá hér  Réttur hvers?)

Hugsanlega eiga Björgólfsfeðgar eða fyrirtæki í fyrirtækjaflækjum þeirra eða einstaklingar sem sérstaklega hefur verið falið að vera skráðir fyrir eignum ennþá  hluta af þeim húsum sem þeir keyptu upp. Björgólfsfeðgar áttu  Samson properties ehf, Crosshill BV, Rauðsvík ehf, Samson Partners-Properties 1 ehf, Sherman Properties Finance SA, Vatn og land ehf, Ópera fjárfestingar ehf og ótal mörg önnur fyrirtæki.

Hér er mynd úr DV af eignum sem Engilbert tengist:

daudahusin-engilbert5jan06.jpg Annars átta ég mig ekkert á því  hver á eða átti hvaða hús í bænum, það eru fyrirtæki eins og Land og vatn sem virðast hafa átt eða eiga sum sömu hús við Laugaveg og Hverfisgötu og fyrirtæki tengd Engilbert  Runólfssyni eins og Stafna á milli, Frakkastígur, Eignasmári, Hverfisgata 59 sjá bls. 10 5. jan 2006 í þessu DV blaði.

Ég veit ekki til þess að það séu tengsl milli Engilberts Runólfssonar og Björgólfsfeðga nema þeir eru báðir nefndir sem eins konar miðbæjarkóngar sem kaupi upp hús í miðbænum.

Það gerðist margt hræðilegt í hinum niðurníddu húsum við Hverfisgötu þegar dópistar dvöldu þar. Það var framið morð á Hverfisgötu 58.

Það er því miður þannig ástand núna að mörg hús eru ekki í notkun og standa auð. Stundum hafa eigendur gefið einhverjum húsin bara til að losna við þau


Hér eru nokkrar greinar um miðbæjarkonungsdæmin:

KÓNGAR MIÐBÆJARINS

Engilbert Runólfsson Miðbæjarkóngur með dóma fyrir dóp, fjársvik ...

Fjöldi ungs fólks svipti sig lífi fyrir jól, segir lögregla

Silfur Egils » Skuggaprýði


mbl.is Í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir samantektina.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.6.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekki hvernig fólk var sannfært um að það ætti að selja Björgólfum sitt húsnæði, sennilega og vonandi í gegnum hátt verð

Veit ekki með þessar tilteknu eignir, en vinur minn sem býr við Laugaveginn sagði mér að þar hefði verið beitt allskonar meðulum, eitt var að leigja óreglufólki húsnæði við hliðina á viðkomandi, svo fólk flæmdist burt.  Einnig að um hótanir hafi verið að ræða, ef þú selur mér ekki, þá verður séð til þess að húsnæðið lækki í verði.  Hann sagði að þar hefði gerst margt ljótt sem ekki þolir dagsljósið.  Ég held að það ætti að hefja opinbera rannsókn á því hvernig og hversvegna fólk vildi selja þessi hús.  Minnir óneitanlega á rússneskar mafíuaðferðir samt sem áður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband