Twitter var bannað í Kína og núna heimta Kínverjar njósnaforrit í allar tölvur

Erlendar fréttir á mbl.is eru þýddar að mestu leyti beint af BBC. Þannig er um þessa frétt um sprungnu twitter bóluna, hún er bein endursögn og stytting úr BBC grein. Það er út af fyrir sig ekkert slæmt, gott að fólk á Íslandi sem er ekki sleipt í ensku skuli hafa aðgang að hraðsoðnum þýddum fréttum á einföldu máli.

Það sem er verra er að val frétta á mbl.is  er ekki að velja það sem skiptir máli og fjalla um það sem skiptir máli upp á framtíð okkar á Íslandi og í heiminum  og vekja athygli á hættum og mannréttindabrotum heldur að styggja ekki umheiminn, sérstaklega hvað varðar  íslenska viðskiptahagsmuni og að flytja fréttir sem segja þá sögu sem viðtakandinn þ.e. lesandinn vill heyra.

Í fréttinni  um sprungnu twitterbóluna  er inntakið að fáir skrifi inn á twitter en margir séu notendur.  Allir sem lifa og hrærast í netheimum vita að það er mikil blekking í gangi um fjölda notenda á öllum félagsnetum. það eru miklu færri virkir en tölurnar yfir þá sem einhvern tíma hafa skráð sig. Það er mikill munur á fjölda virkra notenda og á þeim sem skrá sig á einhverja netþjónustu.  En það er vaxandi fjöldi sem notar twitter og notkunarmöguleikar svona örbloggs eru að sýna sig á fleiri og fleiri sviðum, ekki síst með öflugum leitarvélum sem leita í twitterstraumum.  Einnig að með verkfærum eins og twitter má tengjast ýmsum öðrum netverkfærum og senda boð milli kerfa og twitter er verkfæri sem hentar fyrir Internet þeirra sem eru nota símann fyrir sínar uppfærslur.

Það er hins vegar ekkert skrýtið að það séu aðeins örfáir sem setja inn efni. Þannig er það um flesta fréttamiðlun, það eru tiltölulega fáir sem setja inn fréttir á mbl.is en það eru margir lesendur. Hlutfallið þar er ábyggilega frekar mælt í 1/1000 heldur en 1/10.

Reyndar er mesta hættan sem vofir yfir Twitter ekki sú að nokkrir notendur setji inn mest af efninu og hafi flestu uppfærslurnar heldur það að "hype"-ið í kringum Twitter hefur orðið til að margir sem eru að selja vöru og þjónustu ánetjast þessu verkfæri og reyna að þrengja sér inn í félagsnet sem þar eru. Þannig getur twitter auðveldlega orðið eins og mörg önnur verkfæri sem maður hefur gefist upp á vegna þess að þau eru orðin mestanpartinn einhverjar dulbúnar auglýsingar og þeir sem skrá inn í félagsnetin eru ekki fólk heldur róbotar sem pósta undir mörgum nöfnum til að vekja athygli á einhverri vöru og þjónustu. Það þarf samt ekkert að kvíða því, ef twitter klikkar þá er bara að fara yfir í eitthvað annað örbloggskerfi sem auglýsendur hafa ekki ennþá tekið yfir og skafið innan úr.

Svo ég lýsi eigin reynslu af twitter þá er hún tvenns konar. Annars vegar sem notandi, þetta er ágæt leið til að bæði skrá minnispunkta fyrir sjálfan sig og til að koma míkrófréttum á framfæri, vekja athygli á slóð eða vídeó og það er einfalt að tengja facebook og twitter saman.

En þessi not mín af twitter til að pósta sjálf þar inn eru miklu veigaminni en þau not sem ég hef af twitter sem leitarvél. Þannig er að google er ekki nógu góð leitarvél fyrir það sem er að gerast hér og nú en http://search.twitter.com er mjög fín vél fyrir það. Hópar sem vilja koma einhverju áleiðis eru líka farnir að nota svona "hash tags" eins og að merkja twitter með #icesave ef maður væri að fjalla um icesave samning.  Svoleiðis notkun færist í vöxt og það var svoleiðis notkun sem kínversk stjórnvöld voru að reyna að koma í veg fyrir með því að banna twitter og fleiri tól.

En aftur að því sem átti að vera efni þessa bloggs. Ég ætla ekki að eyða fleiri orðum að innantómri aulafrétt  á mbl.is um að 10 % notenda á twitter séu með mest af efninu í vefmiðli þar sem ábyggilega minna en eitt prómill notenda hraðsýður fréttirnar sem þýddar eru frá bbc heldur að vekja athygli á frétt sem ekki er á mbl.is og það er ný  frétt um njósnaforrit sem kínversk stjórnvöld heimta nú að sé sett í allar nýjar pc tölvur. Þetta njósnaforrit á að nafninu til að vera til að koma í veg fyrir klám en í rauninni er forritið til þess eins að láta stjórnvöld í Kína geta stanslaust dælt inn í allar tölvur í landinu nýjasta listanum um hvaða vefsíður eru bannaðar. Þetta er hryllilegt, hvað heldur fólk að svona aðstaða stjórnvalda geti þýtt fyrir mannréttindi í landinu?

hér er grein um þetta

 China Requires Censorship Software on New PCs

Í greininni stendur:

BEIJING — China has issued a sweeping directive requiring all personal computers sold in the country to include sophisticated software that can filter out pornography and other “unhealthy information” from the Internet.

The software, which manufacturers must install on all new PCs starting July 1, would allow the government to regularly update computers with an ever-changing list of banned Web sites.

The rules, issued last month, ratchet up Internet restrictions that are already among the most stringent in the world. China regularly blocks Web sites that discuss the Dalai Lama, the 1989 crackdown on Tiananmen Square protesters, and the Falun Gong, the banned spiritual movement.

But free-speech advocates say they fear the new software could make it even more difficult for China’s 300 million Internet users to obtain uncensored news and information.

“This is a very bad thing,” said Charles Mok, chairman of the Hong Kong chapter of the Internet Society, an international advisory group on Internet standards. “It’s like downloading spyware onto your computer, but the government is the spy.”

Called Green Dam — a reference to slogans that describe a smut-free Internet as “green” — the software is designed to filter out sexually explicit images and words, according to the company that designed it. Computer experts, however, warn that once installed, the software could be directed to block all manner of content or allow the government to monitor Internet use and collect personal information.

Details of the new regulations, which were posted Monday on a government Web site, were first reported by The Wall Street Journal.

 Það  voru seldar 40 milljónir pc tölva í Kína í fyrra og búist er við að ennþá fleiri seljist í ár.

 


mbl.is Er Twitter-bólan sprungin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kínverjar eru aular... eða þeir sem stjórna þar.

Reyndar er margt líkt með þeim og gudda... guddi les hugsanir þínar og brennir þig í helvíti ef þú hugsar "rangt"

Einræði er ömurlegt.

P.S. Ég varð að nota þennan samanburð, hann á fyllilega rétt á sér :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 12:02

2 identicon

Margir góðar punktar. Ég er sammála því að fréttin sé rugl. Öll netsamfélög eru þannig að það er ákveðinn kjarni sem framleiðir megnið af efninu. Þau eru hins vegar ekki sambærileg við fréttamiðil þar sem fólki stendur ekki til boða að framleiða efnið (nema þú sért að taka blogvefinn inn í).

Twitter er komið til að vera. Hvað varðar spammið og auglýsingaruslið, þá er einfalt að forðast það. Þú velur sjálfur frá hverjum tweetin eru sem þú skoðar og maður bara hendir umsvifalaust út þeim sem halda að þetta sé auglýsingamiðill.

 Ég mæli með því að fólk kíki í Times í næstu viku. Þeir verða með mjög áhugaverða umfjöllun um Twitter.

Og já, fréttirnar um ritskoðunina í Kína eru skelfilegar.

 Hjörtur
@hjortur á Twitter. 

Hjörtur (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 09:45

3 identicon

Það var ekki  Twitter bóla sem sprakk , heldur Twitter sprengja  og hún sprakk í seinustu viku í Íran.

Bjössi (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband