Grýla Ómars Ragnarssonar

Grýla Ómars Ragnarssonar á heima við Kárahnjúka og ef hún greiðir á sér hárið þá er það reitt og rifið eins og ryðgað víradrasl. Ég náði að festa á mynd Kárahnjúkagrýluna þar sem hún er á ferð í einum af trukkum sínum fullum af grjóthnullungum sem hún er núna að bryðja niður í sinni stóru og miklu steypuhrærivél.

karahnjukagrjotbill
Salvör teiknaði Grýlu á mynd Friðriks Dýrfjörð af grjótflutningsbíl við Kárahnjúka

 

Hér er það sem ég skrifaði um Grýlu Ómars árið 1996:

Grýlukvæði Ómars Ragnarssonar

Í næstelsta kvæðinu, Grýlukvæði Ómars Ragnarssonar býr Grýla stórbúskap í helli, hefur mikið umleikis og notar sleggju, járnkarl og steypuhrærivél við matargerð og étur með skóflu. Hár hennar er eins og ryðgað víradrasl. Þessi Grýla sveltur ekki, hún hefur tekið tæknina í sína þjónustu, hún eldar og umbreytir einu efni í annað og framleiðir vörur ofan í hyski sitt. Endurspeglar þessi Grýla óttablandna lotningu á framkvæmdum, stóriðju, virkjun fallvatna og beislun manna á náttúrunni? Má þekkja óvættinn á ryðguðu víradrasli? 

Brot úr Grýlukvæði eftir Ómar Ragnarsson:

Já matseldin hjá Grýlu greyi
er geysimikið streð.
Hún hrærir deig, og stórri sleggju
slær hún buffið með.
Með járnkarli hún bryður bein
og brýtur þau í mél
og hrærir skyr í stórri og sterkri
steypuhrærivél.
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla
í gamla hellinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Grýla er hörkukerling þótt hún sé kanski ekki snyrtilegasta fljóðið.  Flott tenging á þessari "hetju" okkar íslendinga ......  

www.zordis.com, 9.12.2006 kl. 11:03

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

"Grýla í Gamla hellinum" er góður punktur og passar við þessi ömurlegu göng sem verið var að bora. Er Grýla okkar daga Frikki Sóf?

Hlynur Hallsson, 10.12.2006 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband