Gylfi Arnbjörnsson forseti ASI ekki að meika það

Þetta var ekki dagurinn sem Gylfi Arnbjörnsson sló í gegn.  Það var erfitt að hafa heimil á sér og taka ekki undir baulið og púið á Austurvelli sem yfirgnæfðu ræðu Gylfa. Hér er vídeó sem ég tók:

Hér er annað vídeó með seinni partinum af ræðu Gylfa. Það er hann að tala fyrir aðild að Efnahagsbandalaginu. Gylfi er undarlega upptekinn af að ganga erinda Samfylkingarinnar. Ég er algjörlega fylgjandi því að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB en ég á samt erfitt með að sjá að það sé brýnasta hagsmunamál íslensks verkalýðs á tímum þegar ríkið er tæknilega gjaldþrota og margar íslenskar fjölskyldur fara á vonarvöl ef ekki verður gripið strax til róttækra ráðstafana. Þær ráðstafanir eru ekki að æða inn í ESB með eins miklum hraði og hægt er, það er Sjokk kapítalismi af verstu sort og það er ömurlegt að heyra forseta eins stærsta verkalýðsfélagsins ganga erinda fjármagnseigenda heimsins á þennan hátt.

Ég sárvorkenndi Gylfa, það er svo sannarlega erfitt að halda ræðu þegar maður er svo púaður niður. En það sem Gylfi sagði og greinin eftir hann í Vinnunni sem fylgdi með Morgunblaðinu í dag er ekki trúverðugt.


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þetta er allt í lagi ... það er nú útborgunardagur í dag .. hefur eflaust verið nóg fyrir hann að tékka á heimabankann hjá sér og sjá hvað hann fékk útborgað.

Ég væri alveg til í að fá milljón á mánuði.

Ótrúleg spilling og ofurlauna bruðl.. er ekki málið að laun mannsins séu í einhverju samræmi við laun fólksins sem hann er að .. eða á að vera að starfa fyrir.

Ótrúlegt mál.

ThoR-E, 1.5.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

því miður virðast forustumenn verkalýðshreyfinga og stjórnendur lífeyrissjóða hafa sofið á verðinum og spilað með í þessu tryllta kerfi sem hrundi yfir okkur.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.5.2009 kl. 18:40

3 identicon

.. er þetta er dæmigerð ,,meðvirkni", Salvör - að kenna í brjósti um ESB - vélmennið með milljón á mánuði?

maðurinn ætti að hafa manndóm til að segja sér sjálfur upp trúnaðarstörfum fyrir íslenskt launafólk og koma út úr Samfylkingarskápnum.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 18:41

4 identicon

.. á ekki þessi trúður sinn þátt í því að eldra fólk á Íslandi sér lítinn mun á 1. maí og 17. júní?

ef ástæða er til að ætla að einhverjum sé mútað, væru það menn með undarlegt ,,agenda" eins og þessi fjarstýrði trúður.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 18:54

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Halldór: Gylfi er ekki í skápnum varðandi tengsl sín við Samfylkinguna, það er óþarfi að gera honum það upp. Gylfi má gjarnan hafa sína pólitísku sannfæringu og það er margt skynsamlegt sem Samfylkingin leggur til. En Gylfi er ekki trúverðugur sem forustumaður verkalýðsfélags í einu mesta hruni sem hefur dunið yfir vestræna þjóð. Gylfi talar núna fyrir einhverjum sjokkkapítalistaleiðum, við Framsóknarmenn viljum skoða ESB aðild af gaumgæfni og það er bara í fína að þjóðin sé spurð. En það er fráleitt það mikilvægasta núna þega ríkið er tæknilega gjaldþrota og stór hluti þjóðarinnar kemst fljótlega á vonarvöl ef ekki verður gripið til róttækra ráðstafanna strax. Við Framsóknarmenn höfum lagt fram tillögur m.a. um skuldaleiðréttingu út af þessu kerfishruni.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.5.2009 kl. 18:59

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Halldór: vinsamlega ekki kalla fólk neinum ónefnum eins og "fjarstýrður trúður". það er mikilvægt að sýna öllum virðingu og ráðast ekki á fólk með fúkkyrðum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.5.2009 kl. 19:01

7 identicon

ég átti nú bara við að hann eigi þá bara að vinna fyrir sinn flokk en ekki fyrir almannaheill, sem hann vinnur í raun ekki fyrir.

ég efast stórlega um að hann hafi umboð fólks til þess að boða töfralausnir, og það er ábyrgðarhluti af hálfu æðsta talsmanns verkalýðshreyfingarinnar að boða þessar töfralausnir sem er síður en svo sjálfgefið að skili sér í bættum efnahag - það er bara ekki mikið að skila sér til smærri þjóða álfunnar.

(+: hugsanlega mun Evrópa loga í ófriði og borgarastyrjöldum innan áratugar?)

það eru margar stórar spurningar við inngöngu okkar í ESB.

Gylfi bablar eins og margir aðrir um stöðugt gengi og lækkað matarverð, en forðast spurningar á borð við afsal fullveldis - út frá því að við munum hafa 4 - 8 fulltrúa af 750 - 800.

út frá því að stórar, mikilvægar ákvarðanir verða teknar af sautján manna ráðherraráði. ekki beint lýðræði eða valddreifing, er það?

ég hef fundið ótal nýjar reglugerðir sem ráðast á frelsi hins almenna manns innan ESB (oftast í nafni ,,hryðjuverkaógna" sem varla eru til).

það gerist bara svo hægt að við tökum ekkert eftir því.

en það verður líka að spyrja sig:

höfum við leyfi frá börnum okkar og barnabörnum til að spila með eigur þeirra í einhverjum pókersamningum við ESB? ég er ekki viss.

ég er bara ekki viss um að Gylfi hafi nokkuð pælt í öðru en gylliboðum um lága matarkörfu - hvaða verð borgum við svo í ALVÖRU fyrir Euroshopper-djúsið þegar öll kurl eru komin til grafar?

- hvað ef við föttum ,,smáa" letrið .. of seint?

auðvitað eru fúkyrði ljót. biðst forláts. samt: ú á Gylfa.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 19:30

8 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Hvaða væl er þetta í ykkur. Maðurinn er með tíu ára nám að baki og 20 ára starfsreynslu hjá ASÍ. 1 milljón er ekkert mikið ef tekið er mið af þessu og þeirri vinnu sem að baki liggur. Það er ekki glæta að nokkur menntaður vinni fyrir 150 þúsund á mánuði í svona störfum. Svona vælukjóar eins og Halldór sem tjáir sig með ansi lélegum árangri og engum rökum eru lýsandi dæmi um það lið sem veður uppi í þjóðfélaginu í dag.

Ingólfur H Þorleifsson, 1.5.2009 kl. 22:45

9 identicon

Ég ætla að koma enn og aftur með sömu söguna í von um að einhver opni augun og taki sína hgsmuni fram yfir hagsmuni einhvers stjórnmálaflokks eða kvótagreifa. => Ég tók 18 miljón króna lán til 40 ára og þarf að borga það 17 falt til baka, þ.e. rúmar 300 miljónir þegar 40 ára tímabilinu er lokið. Hugsið ykkur vinnuálagið sem ég þarf að leggja á mig og mína fjölskyldu til að standa í skilum með þessu láni og þessum háu vöxtum sem það ber, en það er til leið. Ef við förum í ESB, þá lækka vextir hér á heimilin og fyrirtækin í landinu um 228 miljarða á ári hverju, sem þýðir að ég gæti varið lengri tíma með börnunum mínum sem þýðir svo aftur betri uppeldislegar forsendur, sem þýðir svo aftur sparnað fyrir félags og heilbrigðiskerfið. En vegna undirlægjuháttar fólks við Sjálfstæðisflokkin þá hefur flokknum tekist að fá fólk til að taka afstöðu gegn sínum eigin hagsmunum og með sér hagsmunum kvótagreifa. Halldór, hvernig standa húsnæðislánin þín, vilt þú borga 18 miljón króna húsnæðislánið þitt 17 falt til baka svo kvótagreifarnir verði ekki órólegir? Eða, vilt þú fórna tíma frá börnonum þinum svo þú getir verið í vinnunni og unnið fyrir vöxtum svo þú styggir ekki Sjálfstæðisvinina þína? Ef svo er þá ert þú meiri undirlægja FLOKKSINS en mig hefði grunað.

Valsól (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 23:30

10 identicon

Þið sem hafið ESB andstöðu sem trúarbrögð , verðið að lesa ykkur til !

Þó ég sé ekki mikill aðdáandi Gylfa Arnbjörnssonar , þá verður að segja söguna eins og hún er.  ASÍ , samtökin, hafa samþykkt að ESB væri málið !  Þess vegna máttu ekki eigna honum eitthvað , bara vegna þess að þú hefur  ESB andstöðu sem trúarbrögð   !

JR (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 23:51

11 Smámynd: Einar Sigvaldason

Salvör þessi text eftir þig:

"Ég er algjörlega fylgjandi því að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB en ég á samt erfitt með að sjá að það sé brýnasta hagsmunamál íslensks verkalýðs á tímum þegar ríkið er tæknilega gjaldþrota og margar íslenskar fjölskyldur fara á vonarvöl ef ekki verður gripið strax til róttækra ráðstafana."

Er ekki mótsögn í þessu hjá þér og svo mörgum öðrum sem tala eins og ESB sé ekki forgangsmál. Þú segir að ríkið sé tæknilega gjaldþrota (segjum að það sé rétt, allavega vel á hausnum) en samt þurfi þetta sama ríki að grípa strax til róttækra ráðstafan.

Er ekki málið einmitt það að ríkið getur ekkert bara leyst þetta mál þar sem það er á hausnum, og því þurfum við sjálf að gera það. Og er þá ekki brýnasta verkefni ríkisins að búa hér til umhverfi sem ýtir undir að við sjálf getum leyst það. Eins og Valsól lýsir hér að ofan umhverfi vaxta, verðtryggingar, gjalmiðils og búa svo um hnútana að við verðum aftur viðurkennd af alþjóðasamfélaginu svo fyrirtæki fái þrifist og ungt og menntað fólk vilji vera hér osfrv.

Er ekki ESB nánast órjúfanlegur partur af þessu - það hefur ekkert annað komið fram sem fer nálægt því að ná sama markmiði (enda ESB þar sem við eigum langmest af okkar viðskiptum auk menningarlegum tengslum osfrv.)

Einar Sigvaldason, 1.5.2009 kl. 23:51

12 identicon

hlutverk ASÍ hefur snúist við frá því sem áður var: ASÍ og Gylfi róa almenning með töfralausnum, svo þessi sami almenningur ráðist ekki gegn þjófunum í eigin landi. 

leitum ALLS EKKI að sökudólgum, veðsetjum bara restina af verðmætum okkar í nauðarsamningum við eitthvert stærsta sovét eVer.

líklega verðum við komin í ESB eftir örfá ár.

fátt sem stöðvar það úr þessu: almenningur að missa vinnuna, rúinn inn að skinni og lítið sem þessi annars ágæta ríkisstjórn getur gert til bjargar, - hún þarf jú að þrífa upp eftir þá sem fyrir var, og studdi rányrkju á öllum verðmætum okkar.

en fólk sem talar svona eins og þið hér að ofan Ingólfur og Valsól, - af svona örvæntingu, í slæmri samningsstöðu - svoleiðis fólk á ekki að ganga til samninga við stórsamband.

það er eins og smákrakki í dótabúð: allt verður fallegra og betra en það sem fyrir var. 

Ingólfur þú virðist ekkert velta fyrir þér smámunum, eins og hversu hverfandi áhrif okkar verða innan ESB.

finnst þér það bara allt í lagi? og af hverju má aldrei ræða það?

ef Gylfi er svona rosa menntaður og með mikla reynslu, - af hverju talar hann alltaf um ESB bara út frá einni hlið, þegar afleiðingar af inngöngu eru efnahagslegar, pólitískar, menningarlegar o. m. fl.?? 

má bara ekki ræða það að það hellast yfir okkur ótal samræmdar reglugerðir sem passa bara ekkert við land og þjóð?

ég fékk líka alveg grænar bólur um daginn þegar Eiríkur Bergmann Evrópuagent lýsti því hversu erfitt er að komast úr ESB - þá taka við nokkur ár af refsingum .. 

og er það kannski tilviljun að bæði öll NÝJU ríkin og LITLU ríkin kvarta yfir því að ekki sé hlustað á þau? - um þetta birtist nú bara heilk skýrsla um daginn!

við verðum bæði: nýtt og pínulítið ríki, eitt það allra minnsta. 

ég hef líka áhyggjur af öðru: sameiginlegri utanríkispólitík ESB, sem við munum taka þátt í - þannig neydd upp á okkur afstaða á enn öðrum vígvelli en bara í NATÓ.

*

btw Valsól - ég styð bara VG og Borgarahreyfinguna - VG fyrir alvöru félagshyggju og xO fyrir alvöru tilraun til lýðræðisumbóta.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei gert neitt fyrir vælukjóa og aumingja eins og mig. og mun aldrei gera.

*

þjóðerniskennd virðist vera eitthvað bannorð. ég er ekki sáttur við það, fyrst og fremst að vegna þess að þegar þjóðerniskennd blossar upp í mér, þá er það þegar ég sé undirlægju við erlend risaveldi - hvort sem eru grá herskip NATO í höfninni eða skilti ALCOA eða Impregilo (með sína blóðugu sögu).

og ég hef mínar ástæður til að óttast ESB einmitt af þessum sökum:

að hlutur okkar verði ekki eins og í frjálsu sambandi ríkja, semhafi gert heilbrigt samkomulag sín á milli, - heldur að við göngum heilu Orwellsku sovéti á hönd, með ótal reglugerðum og tilskipunum.

ég óttast það líka að þegar við áttum okkur almennilega á hvað þetta allt merkir, - þá sé of seint að snúa við.

EES var voða, voða gott. EES var svo gott að það átti sinn þátt í að bankarnir gátu blásið og blásið út þangað til þeir sprungu.

nú segja menn: - nei, það var vegna óstjórnar, ekki regluverks EES um frjálst flæði peninga.

en - getum við þá ekki bara lagað óstjórnina - og haldið landinu og krónunni?

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 01:34

13 identicon

Það er nú ekki heiðarlegt af þér að setja þetta fram með þessum hætti. Mótmælin gegn Gylfa og verkalýðshreyfingunni í dag höfðu ekkert með aðild að ESB að gera. Fólk var að mótmæla getuleysi ASÍ fyrr í vetur, þegar mótmælt var á götum úti, á Austurvelli osfrv. án ASÍ.

Ég tek undir þessi mótmæli í dag, þ.e. að ASÍ brást illilega eftir hrun í vetur. Lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórnina og vildi ekki kosningar. Verkalýðsforkólfar, þ.á.m. Gylfi, voru settir á sakabekk á sviði Háskólabíós og fengu á sig mikla gagnrýni vegna hárra launa og aðgerðarleysis.

Þessu var fólk að mótmæla í dag - að ASÍ var ekki með fólkinu í búsáhaldabyltingunni.

En það kemur afstöðu hans til ESB ekkert við. Enda alveg hárrétt hjá Gylfa og fleirum, að aðilda að ESB er brýnasta hagsmunamál allra Íslendinga og mikilvægasta skref okkar út úr núverandi ástandi.

Evreka (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 01:41

14 identicon

Evreka - þetta er taktík Gylfa og ASÍ:

í stað þess að krefjast alvöru úttektar og rannsóknar á þeim  sem eiga sök á rányrkju, skipulögðum blekkingum í 4 bönkum (þmt Seðlabankanum), þjófnaði og svindli, í stað þess að krefjast þess að menn bara borgi fyrir sig og hverfi úr öllum stöðum, nei -


þá á bara að sigla hraðbyri út í ESB og redda öllu þannig.

rugl.

stöðug króna, fast verðlag. er ESB eina leiðin til þess??? 

Hc (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 01:56

15 identicon

Hc:

Stöðugur gjaldmiðill (ekki króna), fast verðlag (lækkað verðlag), já! - ESB er einmitt leiðin til þess! - það er Gylfi að tala um (og flestir aðrir sem um málið fjalla).

Hinsvegar er ég sammála því að ASÍ hefur ekki verið að standa sig á öðrum sviðum, ekki frekar en flest önnur verkalýðsfélög. Vísa til fyrri færslu um að verkalýðshreyfingin var hvergi nærri í hinni sögulegu búsáhaldabyltingu. Nei, þá studdi verkalýðshreyfingin þáverandi ríkisstjórn og var mótfallin kosningum...!

Þessu var fólk að mótmæla í dag, en ekki ESB áherslum ASÍ.

Evreka (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 02:27

16 identicon

Evrekan mín, ESB er ekkert eina leiðin til þess að fá stöðugt verðlag.

og hún gæti bara verið dýrkeypt, þessi leið.

en takk fyrir að mæta í dag og einmitt skamma verkalýðsforkólfana fyrir algert hugleysi:

þeir áttu að vera í því hlutverki sem Hörður Torfason tók að sér.  

Halldór C. (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 02:57

17 identicon

Það er óþolandi og algerlega ólíðandi að þessi svokallaði forseti ASÍ skuli ganga erinda ESB stórríkisins og skósveina þess og það algerlega umboðslaus frá fólkinu !

Þess vegna þykir mer þetta baul á hann bara mátulegt á hann og reyndar hin mesta hneisa fyrir þetta versta dusilmenni íslenskrar verkalýðsstéttar !

Fari hann bara norður og niður !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband