Farsótt

Eitt að skrýtnum áhugamálum mínum eru  farsóttir og sjúkdómar. Ég hef skrifað nokkrar greinar á íslensku wikipedia um sjúkdóma  t.d. greinar um Spænsku veikina, holdsveiki og  fuglaflensu. Líka um minna þekkta sjúkdóma eins og Akureyrarveikina. Kannski ekki svo skrýtið því að ef maður les vel heimssöguna þá hafa svona sóttir haft gríðarleg áhrif á veraldarsöguna og breytt landslagi í þjóðfélagsmálum.  Ég hugsa að fjölskyldusaga allra á Íslandi sé samofin svona sóttum.

Amma mín og alnafna Salvör Gissurardóttir dó 32 ára úr  berklum. Þá voru börnin hennar Lilja og Gissur aðeins fjögurra og fimm ára gömul. Afi minn sendi börnin frá sér, þau fóru í fóstur til foreldra Salvarar þeirra Gissurar og Jórunnar á Hvoli í Ölfusi og ólust þar upp þangað til þau þurftu að fara í skóla, að mig minnir um 10 ára aldur. 

u13-fig1_optEn það rifjast núna upp fyrir mér að föðursystir mín Lilja sagði að þau systkinin  hefðu verið með móður sinni á Farsótt þ.e. gamla spítalanum í einangrun töluvert áður en hún fór á Vífilstaði, mig minnir að það hafi verið þegar faðir minn var ekki nema eins árs. Mig minnir að Lilja  hefði sagt að þau hafi verið á Farsótt í marga mánuði, var það út af hræðslu um að þau hefðu smitast af berklum eða var það út af einhverri annarri pest?

Ég þarf að spyrja föðursystir mína nánar út í það.

Hér er byrjun á grein um svínaflensufaraldurinn 2009. Best að bæta við þá grein og skrifa fleiri greinar um svínaflensu. Þannig virkar wikipedia, það eru mest uppfærðar greinar um það sem skiptir máli hverju sinni, fólk kemur til með að vilja lesa sér til um svínaflensku á næstunni.


mbl.is Of seint að hindra útbreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þú minnist á spænsku veikina í wikigrein þinni um fuglaflensu.  En vissir þú að vísindamenn lögðu mikið á sig til að finna og grafa upp sýnishorn af þessari veiki fyrir nokkrum árum? 

http://www.nature.com/hdy/journal/v98/n1/full/6800911a.html

Until last year, this virus was extinct, preserved only as small DNA fragments in victims buried in Alaskan permafrost, or in tissue specimen of the United States Armed Forces Pathology Institute. Now the full sequence of the Spanish Flu virus has been published (Taubenberger et al., 2005) and the virus itself reconstructed. It proved to be as fatal as the original. When tested on mice, it killed the animals more quickly than any other flu virus ever tested (Tumpey et al., 2005).

sjá einnig Næsta viðskiptabóla?

Georg O. Well (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:14

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já, ég vissi það. Elín Hirst gerði heimildamynd um þegar þeir grófu á Svalbarða.  Þetta er mjög áhugavert. Það eru margar samsæriskenningar um svínaflensu og aðra smitsjúkdóma, mestan partinn í tengslum við hernaðarnot sem efna- og sýklavopn. það er sennilegt að það fari tilraunir fram varðandi svoleiðis amk hvernig eigi að verjast slíkum árásum. Það er vel líklegt að hópar sem vilja ná einhverju fram geri óskunda með smiti, alveg eins líklegt eins og þeir séu að blanda saman sprengjuefnum. ef  markmiðið er að skapa skelfingu og láta markaði hrynja eins og ferðamarkað þá er þetta skjótvirk leið en krefst reyndar meiri færni og aðgangs að þekkingu.

Sú samsæriskenning að seljendur lyfja sýki þjóðir vísviljandi til að skapa markað fyrir vörur sínar er allrar skoðunar verð  þó hún sé ekki líkleg.  Það eru tilraunastofur á vegum stórra lyfjasamsteypa sem hafa þá færni sem þarf bæði til að lækna og hefta sýkingar og til að breiða út sýkingar. það er ekki sjálfgefið að þeirri færni sé bara beitt við að lækna.

Það má vera að sýkingin í Mexíkó sé einhvers konar tilraun og henni hafi verið hrundið af stað af manna völdum. En það er ekki líklegt, sýkingar sem þessar koma alltaf upp öðru hverju og raunar hefur heimurinn verið að búast við svona plágu,reiknilíkön sögðu til um að það væri komin tíma í það. Þegar við búum til svona samsæriskenningar þá erum við hugsanlega að ofmeta áhrif manna á lífríkið, það getur vel verið að við stöndum andspænis sjúkdómum sem mannkynið ræður ekki við og skilur ekki ennþá hvernig breiðast út og sýkja fólk.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.4.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég elska svona pestir og plágur og reyndar allar katastrófur. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband