Fræ og bíll - Netsala er óhjákvæmileg þróun

Núna í kjölfar hrunsins þá held ég  að við munum sjá miklu meira af því að verslanir flytja sig nú inn í netheima. Það er miklu meira sýningarrými þar og margar vörur eru þannig að það er hægt að sýna þær alveg eins vel á Netinu. Margir nota núna Netið sem einn lið í að versla sér vörur þó þeir geri sér ferð í verslunina. Við höfum sennilega flest fyrst skoðað vörulista hjá verslunum áður en við förum t.d. í Ikea og skoðum sjálfar vörurnar.

Fyrstu netkaup mín voru fyrir mörgum árum, ábyggilega fyrir árþúsundamótin. Ég verslaði fræ, ég keypti fræ af áhugamanni um fræsöfnun sem safnaði fræum úr grasagörðum og seldi bæði til einstaklinga og grasagarða. Hann var lögreglumaður á eftirlaunum og þetta var hans tómstundagaman. Fræið fékk ég svo sent í pósti frá Bretlandi.

 raudur-bill.jpgSíðustu netkaupin mín voru rétt eftir hrunið. Ég verslaði mér bíl. Ég keypti bíl óséðan á uppboði hjá bilauppbod.is og ég bauð í bílinn og fékk hann á mjög góðu verði. Nú er ég búin að eiga þenna bíl í meira en tvo mánuði og hann reynist vel. Sumum finnst þetta hafa verið mikið áhætta að kaupa bílinn óséðan og óprófaðan en mér fannst það nú ekki. Það voru fullt af myndum af bílnum á uppboðsvefnum og  það voru upplýsingar um bílinn og ég bauð miðað við verð sem ég sá að svipaðir bílar voru á bílasölum þ.e. ég bauð töluvert lægra en það. 

Svo held ég að við flest kaupum farseðla í flug í gegnum Netið.

Talandi um fræ, þá er áhugavert að skoða fræframboðið af trjáfræum á breska ebay.


mbl.is Verslunareigendur loka búðunum og selja á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er gott að kaupa fræ og geyma.  Það gera auðmennirnir, kaupa fræ og setja í dómsdagsbirgi.  En passið að kaupa hrein fræ, ekki genabreytt, það er jú heili tilgangurinn með dómsdagsbirgjunum, ekkert genabreytt fer þar inn, og ætti heldur ekki að fara inn um munn okkar, hvorki fræin né fæðið sem vex af þessum óþverra.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:16

2 identicon

Fyrir aldamótin var stofnuð verslunin Netkaup. Þar sem ég vann heima um þær mundir og áttaði mig á því hvað það var skemmtilegt að "rápa í búðir" tók ég að mér að annast heimilisinnkaupin. Þau hófust með ósköpum. Ég gleymdi að þurrka út tölustafin 1 þegar ég ákvað hve mikið ég vildi af matvælum. Þannig urðu 5 dósir af jógúrt af 51 dós, 5 fernur am mjólk af 51, o.s.frv.

Svo heppilega vildi til að Sigtryggur bróðir var í heimsókn þegar komið var með vörurnar. Bílstjórinn kom másandi upp á 3. hæð og sagðist þurfa að fara tvær ferðir í viðbót. Botnaði ég lítið í því og Sigtryggur spurði hvort ég væri að stofna heildsölu.

Í því kom elskuleg eiginkona mín heim og fékk bókstaflega áfall. Rann þá upp fyrir mér hvað hlyti að hafa gerst.

Ég notaði verslunina talsvert þar til hún lagði upp laupana, en svona stórinnkaup gerði ég aldrei aftur.

Einhver besta steik sem ég hef keypt var einmitt gegnum netið á þessum árum. Bragðaðist hún einkar vel og er í minnum höfð á heimilinu.

Ég heyrði fyrst um netverslun í bandarískri smáborg í upphafi 10. áratugarins og skynjaði undir eins að hér væri bylting í aðsigi. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér hér á landi sem annars staðar.

Arnþór Helgason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband