Grýla í gamla hellinum er ónýtt víradrasl

 383044896_c57c081e45

Mynd  á Flickr eftir Ásmund Shattered Dreams

Árið 1962 er gríðarleg uppsveifla í síldveiðum, síldin veður inn á firðina og skipin fylla sig jafnvel tvisvar til þrisvar á sólarhring. Aldrei áður hefur svona mikið borist á land, þrær síldarverksmiðjanna fyllast og síldarskipin þurfa að bíða sólarhringum saman eftir að fá að landa.

Árið 1962 syngur  Ómar Ragnarsson Grýlukvæði sitt um  Grýlu sem býr stórbúskap í helli, hefur mikið umleikis og notar sleggju, járnkarl og steypuhrærivél við matargerð og étur með skóflu. Hár hennar er eins og ryðgað víradrasl. Þessi Grýla sveltur ekki, hún hefur tekið tæknina í sína þjónustu, hún eldar og umbreytir einu efni í annað og framleiðir vörur ofan í hyski sitt. Endurspeglar þessi Grýla óttablandna lotningu á framkvæmdum, stóriðju, virkjun fallvatna og beislun manna á náttúrunni? Má þekkja óvættinn á ryðguðu víradrasli?

Árið 1962 var Ómar Ragnarsson ungur maður, hann var vinsæll skemmtikraftur og fór með gamanmál. Það var fátt sem benti til að mörgum áratugum seinna yrði Ómar einn af forustumönnum í náttúruvernd á Íslandi og stofnandi hreyfingar um náttúruvernd.  En gamanmál eru líka oft alvörumál og það má alveg lesa Grýlukvæðin frá 1962 öðru vísi núna næstum hálfri öld seinna.

það sem glampaði og geislaði fyrir mörgum áratugum getur núna birst okkur sem ryðgað víradrasl.

379087208_56bd744a63

 Mynd á flickr eftir Ásmund, sjá hérna International Tractor

2404477054_5de36b6728

Mynd á flickr eftir Ásmund, sjá hérna: Burning Metal 

Brot úr Grýlukvæði Ómars 

Hún hrærir deig, og stórri sleggju
slær hún buffið með.
Með járnkarli hún bryður bein
og brýtur þau í mél
og hrærir skyr í stórri og sterkri
steypuhrærivél.


Með matarskóflu mokar alltaf
matnum upp í sig.
Og ef hún greiðir á sér hárið,
er það mesta basl,
því það er reitt og rifið
eins og ryðgað víradrasl

 

Hér er kafli úr riti sem ég tók saman um Grýlu  og bar saman Grýlukvæði: 

Grýla og jólasveinar - 6. kafli Grýlukvæði á 20. öld

 hér eru textarnir við Grýlukvæði þriggja mannsaldra:

Hér eru önnur Grýlublogg frá mér:

Grýla á Bolafjalli

Grýla Ómars Ragnarssonar

 

 

Grýla er persónugering á óttanun eins og hann er hverju sinni. Það er skrýtið að ennþá hafa ekki verið kveðin nein ný Grýlukvæði sem endurspeglar óttann sem núna býr í íslensku samfélagi. Hvar er Grýla bankahrunsins, jöklabréfa og Icesave reikninga? Hvar er Grýla sem fangar okkur í skuldaánauð, rænir okkur vinnunni, hrekur okkur úr íbúðum okkar, tekur af okkur bílana og gerir okkur að hryðjuverkamönnum og ræningjum í augum heimsins?  


mbl.is Vildi ekki vera jólasveinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meiri vitleysa hjá þér...

bjartur (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband