Jóla hvað?

christmas_animated_gif_14Gaman ef þessi spá Árna fjármálaráðherra gengi eftir um að 2009 yrði erfiðasta árið. Það er hins vegar engin ástæða til að trúa á spásagnir Árna eða hyggjuvit. Reikniskunnátta hans virðist líka  lítil því að ekki get ég séð að bráðum komi betri tíð með blóm í haga þegar yfir íslensku þjóðinni vofir frostbitið sverð og hrímug sleggja Icesave reikninganna og jöklabréfin mara í kafi eins og borgarísjakar.

Íslenska þjóðin er kramin milli Icesave reikninga og jöklabréfa, byggingariðnaður hruninn, bankakerfið hrunið, álverð og orkuverð hrapar og svo er fiskurinn hættur að seljast. Það er þó bót í máli að Suðurlandsskjálftinn kom á undan fjármálahruninu.  

christmas_animated_gif_20Í svona framtíð verður 2009 góðæri miðað við það sem á eftir kemur. Hvers vegna sér Árni það ekki? Hugsanlega vegna þess að hann gerir ráð fyrir að Icesave fari á besta hugsanlega veg, eignir Landsbankans hafi ekki rýrnað mikið og heimskreppa umheimsins sé  bara smámótvindur og markaðsleiðrétting. Hugsanlega telur hann að þetta sé spurning um að "endurfjármagna sig" taka sífellt hærri og hærri lán til að borga upp fyrri lán.

Það er von að Árni haldi að fjármál virki þannig, svona fóru fjárglæframennirnir að, svona fóru íslensku bankarnir að og það sem verra er svona fer bandaríska ríkisstjórnin ennþá að. Það er bóla sem ekki hefur ennþá sprungið, kannski trúir fólk því að ef kerfið er nógu stórt þá geti það ekki fallið. En Sovétríkin féllu.

Svona til að draga athyglina frá öllu þessu kreppustandi og halda geðheilsunni þá er ég núna farin að skreyta og kveikja á ljósum.  Ég skreyti líka hérna inn í Netheimum og það er eiginlega miklu einfaldara, það er alls konar skreytiefni til á ýmsum jólavefsetnum, hér er slóð sem vísar á ókeypis þannig efni  19 Must-Have Collection Of Free Christmas Resources (Exclusive Designers Kit) - Opensource, Free and Useful Online Resources for Designers and Developers

Það er fínt að skreyta fyrir jólin með stafrænu föndri sem ekki eyðir neinu af okkar dýrmæta gjaldeyri.  

Ég ætla að halda mig mest við stafrænar skreytingar núna á meðan skreytiefni annað er oft dýrt og innflutt. Hins vegar bíð ég spennt eftir að tækninni fleygi fram varðandi ljósdíóður, ég held að að þar séu möguleikarnir fyrir skammdegismyrkursland eins og Ísland. Hugsa sér þegar við getum farið að merkja göngustíga með díóðuljósum sem jafnvel hlaða sig sjálf bara með sólarljósinu.  Þegar sá tími kemur þá verður sennilega að setja lög um ljósmengun, lög sem vernda fólk fyrir að vera baðað of mikilli rafmagnsbirtu. 

 

 

 


mbl.is 2009: Dýpsta ár kreppunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Stjórnarandstaðan gagnrýndi enn á ný skort á grunnupplýsingum og að þingmenn hefðu litlar forsendur til að vita hverjar afleiðingar fjárlaganna og fjáraukalaganna yrðu." segir í mbl greininni.

Á meðan að við vitum ekki hvað Árni hefur fyrir sér þegar hann talar svona úr stólnum (ex cathedra - sbr. páfinn), á meðan að stjórnarandstöðuþingmenn fá ekki einusinni upplýsingar um það hvað býr að baki fjárlaganna, er erfitt að meta reikniskúnstir hans.

Já, Sovíet féll og "Laissez faire" auðhyggjan er fallin líka. Við tekur tímabil þar sem hinir sterku og vel staðsettu hrifsa til sín því sem þeir geta. Ríkið hefur fátt til að stöðva þá hákarla, sérstaklega þar sem eftirlitsstofnanir hér og erlendis eru hlutfallslega smáar og bundnar af lögum sem eru of ónákvæmar - enda búnar til af "hands off" eða "sjálfseftirlits" löggjöfum.

Gagnstætt Árna (og með þér) held ég að við eigum eftir að sökkva lengi áður en við náum botni. Við eigum eftir að sjá harðnandi aðgerðir ríkis að heimilum og einstaklingum. Við eigum eftir að sjá fleiri fallhlífar fyrir þá sem hafa komið okkur í þetta brot, enda eru þeir enn við stjórnvöl. Við eigum eftir að sjá frekari eignatilfærslu frá almenningi til banka, auðmanna og ríkis. Við eigum eftir að sjá spillingu með stærra sniði en áður.

Auðvitað getur stjórnmálamaður ekki viðurkennt þetta án þess að bjóða upp á bót og betrun. A.m.k. ekki stjórnmálamaður sem hefur engin svör og engar áætlun um það hvernig á að taka á svona.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband