Óhæf lögregla og óhæfur ríkisfjölmiðill

Lögreglan gerði  reginmistök í sambandi við þessa handtöku á bónusfánastráknum. Þessi handtaka er mjög líklega ólögleg og í engu samræmi við reglur réttarríkis. Svo gerði lögreglan áframhaldandi mikil mistök hvernig hún brást við þessum mótmælum þegar úðað var piparúða á fólkið.  það virðist hafa verið þannig ástand við lögreglustöðina að börn voru meidd. Hér er saga móður sem fór með dóttur sína 16 ára á slysavarðstofu Ég get ekki séð, augun og andlitið brenna

Hér er umfjöllun frá móður bónusstráksins Valdníðsla í verki.

Íslenska lögreglan hefur með þessu bætt sjálfri sér á lista yfir þá aðila á Íslandi sem við vantreystum. Hélt ég þó að ekki væri á þann lista bætandi, hann er þegar orðinn yfirfullur af stjórnmálamönnum, embættismönnum, fjárglæframönnum, útrásarvíkingum, bankamönnum og fjölmiðlamönnum.

Svo er annar aðili sem er gersamlega, gersamlega óhæfur.
það er ríkissjónvarpið.

Botninn í RÚV er að núna er svo mikið afturhvarf að þar á bæ eru menn hættir að senda út hljóð með sjónvarpsútsendingu á vefnum. Nú er vefútsendingin bara mynd, ég er þessa stundina að horfa á mynd af silfri Egils í  þögulli útsendingu.

RÚV er með algjörlega fáránlega stefnu.Ekki bara með að hætta að bjóða upp á hljóð með sjónvarpsútsendingu heldur almennt með fréttaflutningi og hvaða þættir eru þar á dagskrá.

Á meðan Ísland brennur þá býður þessi skrípafjölmiðill upp á sömu lummulegu dagskránna, einhverja fimmta flokks sakamálaþætti og þess konar óð til ofbeldisins en lætur eins og fjármálahrunið og það að innviðir íslensks samfélags hafi hrunið komi þeim ekkert við. Það er NEYÐARÁSTAND á Íslandi og það ætti að sjást í dagskránni og í vefmiðlun á RÚV.  Þegar Vestmannaeyjagosið varð þá voru sérstakar útsendingar í útvarpi á hverjum degi, bræðurnir Gísli og Arnór sáu um þann þátt og það hlustuðu allir landsmenn á þann þátt. 

Ég tek ekki eftir neinu slíku hjá RÚV og vefhönnunin og hvað er sett á vefinn www.ruv.is er stórundarlegt svo ekki sé meira sagt. Það hefur verið sett upp eitthvað sem heitir Kreppan og stórir borðar  sem tengja á það.

Fréttavalið þar undir er alltaf mjög undarlegt

http://www.ruv.is/heim/frettir/innlendar/efnahagskreppa/

En þetta er ansi fúlt að sitja við nettengda  tölvu og hafa ekki aðgang að sjónvarpi og þá getur sjálfur Ríkisfjölmiðillinn RÚV ekki sent út útsendingu með tali.

 Ég er búin að kvarta tvisvar við Rúv, ég  hringdi núna fyrir hádegi á Rúv og skrifaði þetta bréf í gærkvöldi. Samt er ekkert hljóð með útsendingu á sjónvarpsefni núna og það sem verra er ENGIN TILKYNNING UM  AÐ EITTHVAÐ SÉ AÐ. Samt veit Rúv mjög vel af þessu vandamáli:

sent á webmaster@ruv.is

það er ekkert hljóð með því sem er á vefnum fyrir sjónvarp á   ruv.is í dag 22. nóv. virkar fyrir aðra daga.

kv.

Salvör Gissurardóttir

Hvernig í ósköpunum getur svona fjölmiðill haft eitthvað hlutverk sem öryggistæki á Íslandi?

Hvað er sjónvarpsstjórinn Páll Magnússon að hugsa? Heldur hann að það sem gengur á núna sé einhvers konar mótvindur og markaðsmisvægi sem muni leiðrétta sig með hinni hvítu og krepptu og ósýnilegu hönd markaðarins og það eigi að reka ríkisfjölmiðil í dag alveg eins og ekkert hafi gerst á Íslandi? Á hvaða launum er Páll Magnússon útvarpsstjóri? Hver borgar honum laun? Hefur hann engar skyldur við okkur almenning í landinu sem borgar launin hans?  það er raunar smáatriði en er ekki óviðeigandi að Páll sé sjálfur að lesa fréttir núna ef hann fær einhverjar aukagreiðslur fyrir það. Núna er væntanlega mikið atvinnuleysi fjölmiðlamanna og það fyrsta sem ætti að gera væri að taka fyrir allar aukasposlur til fólks sem starfar á fjölmiðlum og reyna að koma sem flestum þar að.

Af hverju eru ekki endalaust umræðuþættir og fréttaútskýringarþættir um hvað er að gerast, af hverju virðist púður Ríkisútvarpsins fara í  einhverja spurningaþætti eins og Útsvar?  Dagskrá og allt mat á hvað er fréttaefni er steingelt á Íslandi. Núna er mikið af fjölmiðlafólki atvinnulaust, ef hverju er ekki hægt að búa til betri fjölmiðil en þetta?

Best að fletta upp hverjir stýra þessu steinrunna apparati.
Stjórn RÚV er þessi skv. vef Rúv.

Stjórn:
Ómar Benediktsson, formaður
Margrét Frímannsdóttir, varaformaður
Svanhildur Kaaber
Kristín Edwald
Ari Skúlason

Varastjórn:
Signý Ormarsdóttir
Eva Bjarnadóttir
Dagný Jónsdóttir
Sigurður Aðils Guðmundsson
Lovísa Óladóttir


mbl.is Sagt frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hefner

Ég spyr mig nú að því hvaða móðir er með 16 ára gamla stúlku í broddi fylkingar þeirra sem brjóta sér leið inn á lögreglustöð.  Það má vel vera að lögreglan hafi gert mistök með því að handtaka Hauk Hilmarsson, stórvin minn, en í réttarríki hljóta menn að skera úr þannig málum fyrir dómstólum.   Ef við ætlum að taka upp þau gömlu góðu gildi "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" þá held ég þjóðfélagið þróist í átt sem við kærum okkur ekki við.  Þá er líka spurning hvort við getum ekki sparað okkur sem þjóð að vera með lögreglu því við sjáum bara um þetta sjálf.

Ég er fullkomlega sammála þér með RUV.

hefner, 23.11.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir hvert orð. Eins og svo oft áður.

Björn, handtaka var ekki lögleg þar sem maðurinn var ekki boðaður til afplánunar með löglegum hætti.

Rut Sumarliðadóttir, 23.11.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ertu geðklofi Salvör eða er vandamál þín aðeins þau ein að vera framsóknarmaður?

Og önnur spurning. Hvernig er hægt svo gjörsamlega að skipta um skoðun á innan við sólarhring (sbr. blogg þitt í gær: http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/721304/)?

Þar hneykslast þú á drengnum, kallar hann Bónusfífl og talar um skrílsmótmæli, en nú leikurðu samúðarfullan aðila og beinir spjótum þínum að fjölmiðlum!!!

Hvernig væri nú að slaka aðeins á, vera samkvæm sjálfri þér og hætta að trúa öllu sem löggan og fjölmiðlar ljúga að þér? 

Torfi Kristján Stefánsson, 23.11.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Torfi: Vinsamlegast sýndu kurteisi í orðavali. Ég get alveg breytt um skoðun ef ég hef betri upplýsingar í dag en í gær. Ég veit ekki hvernig þú kýst að lesa bloggið frá því í gær en þar kemur skýrt fram að ég tek EKKI afstöðu með  handtöku drengsins:

ég segi:

"En það var afar, afar misráðið af lögreglu að handtaka þennan bónusstrák kvöldið fyrir mótmæli og sérstaklega er ámælisvert ef einhverjir hnökrar eru á þessu þ.e. handtakan er ólögmæt."

Ég tek hins vegar alls, alls ekki afstöðu með múg sem veitist að lögreglu. Það hefur EKKI breyst. 

En þegar ég loksins gat hlustað á viðtalið í RÚV við lögreglustjórann (Rúv er með bilanir á hljóði á vefútsendingu) ásamt því að lesa frásagnir af hvað gerðist þá get ég ekki annað sagt en þetta er MEGAKLÚÐUR hjá lögreglunni. 

Í fyrsta lagi handtakan og lögreglustjórinn að leyfa sér að fullyrða að það tengdist ekki tímasetningu fyrir mótmæli og í öðru lagi hvernig staðið var að þessu þ.e. að reyna ekki að tala um fyrir fólki og aðvara það áður en úðað var yfir krakkana. 

Ég held að fólk þurfi að vera eitthvað skrýtið til að etja unglingum í þessa aðför að lögreglustöðinni. Það er meiri háttar skilningsleysi að skynja ekki að allt er á suðupunkti í Reykjavík og af litlum neista verður oft mikið bál.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Bara Steini

Þett a voru ekki bara KRAKKAR.....

Meirihlutinn "venjulegt" fólk......... 'A öllum aldri.

Hættið i guðanna bænum að reyna að klína þessu alltaf á krakka.

F'OLK ER BÚIÐ AÐ FÁ NÓG.....

Bara Steini, 23.11.2008 kl. 17:46

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Torfi: Gangi þér vel að tjá þig eins og þér sýnist á þínu eigin bloggi.  Ég held að það sé gott að beina reiði sinni í einhvern farveg. Rétti farvegurinn er ekki svarhali hér á mínu bloggi og ég þurrka því út nýja athugasemd  frá þér því það eru mörk fyrir því hve ruddalegri orðræðu ég vil taka þátt í.  Ég bið þig  endilega að beina umfjöllun þinni þar sem orðfæri þitt er metið að verðleikum.

Það er ekki hérna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 18:28

7 identicon

Hvort sem handtakan var lögleg eða ekki, þá hagaði skríllinn sér eins og villidýr fyrir utan lögreglustöðina og var búinn að brjóta niður hurðina með einhverjum trjádrumb. Skríllinn uppskar eins og hann sáði.

Ef þetta hefði verið gert í einhverju öðru ríki en á Íslandi er ég ansi hræddur að það hefði verið beitt einhverjum öðrum og áhrifaríkari ráðum en að spreyja á skrílinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:35

8 identicon

Mjög sammála Birnir S. Lárussyni. Ráðumst heldur á réttu aðilana ef við þurfum að ráðast á fólk yfirleitt. Sem hefur reyndar aldrei skilað neinu. En samræðan hefur gert það.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:41

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Rafn: Lögreglan gerði þrenns konar mistök. í fyrsta lagi ólögleg handtaka greinilega til að taka fólk úr umferð. Í öðru lagi með því að aðvara ekki fólkið og reyna að tala um fyrir því. Í þriðja lagi þá gersamlega blöskraði mér viðtalið við lögreglustjóra sem ekkert tengir saman handtökuna og  væntanlegan mótmælafund.

Mér svíður að orka okkar sem viljum breytt Ísland fari í að æsa sig yfir svona. Þeim tíma er illa varið.  Við ættum að vera að ræða saman í ró og friðsemd og eiga skoðanaskipti um hvernig við viljum hafa nýja Ísland og skipta með okkur verkum. það er náttúrulega gerist ekki fyrr en skipt verður út mörgum þeim sem stýrðu okkur í strandið.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 19:44

10 Smámynd: Bara Steini

Það eru bara sama sem enginn sem er reiðubúinn að ræða við okkur þjóðina.

Bara Steini, 23.11.2008 kl. 20:08

11 identicon

Ég var þarna 43 ára Faðir og afi ég er ekki krakki

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:29

12 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það var fólk á öllum aldri þarna. En það er alvarlegra ef börn eru slösuð, það er skylda að vernda þau (þó þau vilji nú ekki vera vernduð).

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 21:29

13 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

eftir á að hyggja þá er þetta blogg frekar ósanngjarnt amk gagnvart RÚV. En ég vil láta það standa til að skrásetja hvernig siðprúðar eldri konur (þ.e. ég) tjúllast algjörlega þessa daganna, það eitt nægir að ekki sé hljóð með útsendingu á vefmiðlum Rúv, þá kallar það á blogg sem eru eins og verstu næturblogg Össurar. Talandi um þann mann, olíufurstann Össur, bólar eitthvað á þessari olíu sem hann er að telja okkur trú um að drjúpi úr hafinu.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 24.11.2008 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband