Ofbeldi réttlætt með peningum

Einn angi þess peningadrifna samfélagskerfis sem við lifum í  er að peningar eru notaðir til að réttlæta ofbeldi. Í afkimum flestra borgarsamfélaga þrífst vændi og það fer stundum fram fyrir opnum tjöldum með vitund og vilja og stundum meira segja velvild stjórnvalda.  Stundum er látið eins og það sé gott að gera vændi löglegt bæði fyrir þá sem selja og þá sem kaupa, því þá sé verið að hjálpa aumingja fólkinu sem selur sig  og tryggja vörugæði  viðskiptavina fólks í vændi því þá geti  opinberir aðilar haft eftirlit með þessari iðju og blessað hana á einhvern hátt. Já og hafi tekjur af henni í staðinn fyrir að þeir miklu tekjustraumar séu hluti af neðanjarðarhagkerfi eins og nú er víðast.

Því miður er það svo að þrátt fyrir að svona blygðunarlaust ofbeldi á umkomulausu fólki sé stundað beint fyrir framan augun á okkur þá kýs samfélagið samt að horfast ekki í augu við ofbeldið og notar peningahagkerfistrúna til að réttlæta mansal og vændi. 

Það er átakanlegt að heyra upplýst fólk enduróma fordóma og  búa til réttlætingu á ofbeldi og mannréttindabrotum með því að tala um vændi sem "elstu atvinnugrein í heimi".  Er það atvinnugrein þegar sá sem hefur völd og fé notar annað fólk til að rúnka sér á því? 

Það er ein hættulegasta  og fyrirlitnasta iðja í heiminum að stunda vændi.  Það er neyð sem knýr flesta til þeirrar iðju og í mörgum samfélögum eru vændiskonur flestar erlendar, fluttar inn frá fátækum löndum sérstaklega til að vinna fyrir pimpa.  

Það hafa komið upp mörg dæmi um að vændiskonur eru myrtar og pyntaðar.

Sem betur fer þá smákemur þetta, löggjöf flestra Vesturlanda er að breytast frá því að vera hliðholl viðskiptavinum vændiskvenna.  Það ber að fagna því.

Sjá hérna:

Prostitute users face clampdown


mbl.is Óttast um líf vændiskvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Humm nei....

Alexander Kristófer Gústafsson, 19.11.2008 kl. 15:11

2 identicon

Ég held þú verðir að lesa fréttina aftur Salvör, það er enginn, hvorki að verja, hvað þá réttlæta það  ofbeldi sem þessar konur urðu fyrir.

Fransman (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband