Sterkur útifundur á Austurvelli - Þung undiralda

Það er furðulegt hve lengi íslensk stjórnvöld komast upp með að sniðganga almenning á Íslandi og láta eins og sömu vinnuaðferðirnar sem áttu stórar þátt í þeirri brotlendingu sem við horfum á agndofa. Hve sterk þarf sú undiralda að vera sem nú magnast upp á Íslandi til að ríkisstjórnin taki sæng sína og gangi á braut?  Þær vinnuaðferðir og sú sýn sem verið hefur í stjórnmálum, eftirlitsstofnunum, fjármálastofnunum og athafnalífi á Íslandi munu ekki virka til ná okkur upp úr því díki sem við erum í núna.

Það var mjög góður útifundur á Austurvelli í dag og frummælendur hver öðrum betri. Hægt er að hlusta á ræðurnar   á á visi. Það eru sífellt fleiri sem bætast í hóp mótmælenda og þetta eru friðsamlegar aðgerðir upplýsts fólks, fólks sem veit og skilur að það er óstjórn á Íslandi í dag.  það er eins og  mbl.is og ruv.is hafi vísvitandi ákveðið að láta eins og þessi mótmæli séu ekki til og geri lítið úr þeim. Það urðu þá umræður vegna fréttaflutnings síðasta laugardag þegar skrílslætin voru í algleymingi í fréttamiðlun, skrílslæti sem voru ekki partur af mótmælunum. Það er fyndið að lesa fréttina: Örsmár hópur ungmenna grýtir þinghúsið en það er líka fyndið að kalla mótvælafundinn á Austurvelli  með fyrirsögninni Friður og Blóm. Þetta voru vissulega friðsamleg mótmæli en nú er úti um friðinn.  Það finna allir sem eitthvað skynja íslenska þjóðarsál. 

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í dag á Austurvelli:

IMG_2051

IMG_2058

IMG_2032 IMG_2017 IMG_2009

IMG_1993

IMG_2013

 Hér eru fleiri myndir frá útifundinum 15. nóvember

Hér eru myndir frá 8. nóvember


mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, góður fundur í dag. Hef ekki heyrt jafn góðar pólítískar (þó ekki flokkspólítískar) ræður lengi. Ég hugsa að með svona hæfu fólki, sé þjóðstjórn ekki síðri kostur en þetta ruglaða ólígarkí sem við búum við.

"Hve sterk þarf sú undiralda að vera sem nú magnast upp á Íslandi til að ríkisstjórnin taki sæng sína og gangi á braut?"

Ég hugsa að flokksfundir verði til þess að lofti dálítið í byrginu hjá stjórnmálaflokkum. Nú þegar fjölmiðlar eru farnir að taka betur við sér - fyrir viku var enn reynt að þagga okkur niður - þá er nú mikið unnið.

Ég er viss um að brotna þurfi á sumum til þess að þeir vakni, taki pokann sinn og láti aðra um að standa vaktina.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega fyrir myndirnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 00:30

3 identicon

Já góður fundur segið þið. Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála því. Stjórnarflokkarnir vinna dag og nótt við að greiða úr flækjunni sem útrásargaukarnir komu okkur í. Engin heldur því fram að það voru þeir sem komu okkur í þetta, en ekki stjórnmálamennirnir. Það er alltaf hægt að segja eftir á þið hefðuð átt að stoppa þá, gera þetta og gera hitt. Nú spretta upp sérfræðingar sem ekkert létu bóla á sér á meðan allt virtist vera í lukkunar velstandi. Mér fynnst því að þessi mótmæli ættu að snúa að bönkunum og útrásargaukunum, sem enn eru að við að eyða peningunum okkar, enn eru fjórar einkaþotur í þjónustu þessara gauka, og við borgum brúsann. Þá fynnst mér sjálfhverfan vera algjörlega hafa tekið völdin hjá stjórnandanum Herði Torfasyni í þessu máli og hann er ekki trúverðugur. Fyrir það fyrsta byrjaði Hörður á því að stofna til eineltis á Seðlabankastjóra Davíð Oddson. Ödruvísi mér áður brá, Óteljandi sinnum í áratugi hef ég lesið vælið í Herði um að hann sæti einelti fyrir hommaskap sinn. Hvað gerir hann nú gegn Davíð? Svo las ég viðtal við Hörð nýlega þar sem hann sagði að hann hafi byrjað á þessu vegna þess að aðstæður væru þannig hér á landi að kærastinn hanns, sem er hommi líka hafi ekki efni á að búa á Íslandi af því það er svo dýrt. Niðurstaðan Hörður stundar gróft einelti, og stendur að mótmælum í einkaþágu svo kærastinn hanns þurfi ekki að flytja út af því að úti fái hann hærri laun. Þeir sem taka þátt í þessu með Herði ættu að hugsa sinn gang.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 04:12

4 Smámynd: www.zordis.com

Flottar myndirnar, takk fyrir zad!

www.zordis.com, 16.11.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband