Reikult er rótlaust þangið

Hér er myndband sem sýnir þangframleiðslu í Indónesíu og hvaða vandamál steðja að henni og tengjast alþjóðavæðingunni. Myndbandið  er af þangframleiðslu á eyjum í Indonesíu og hvernig verð á þangi hækkaði skyndilega í ágúst síðastliðinn og féll svo skyndilega. Enginn veit skýringarnar, var það spákaupmennska, hvað gerðist?

Er það í svona ástandi sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur til hjálpar? Hverjum er hann að hjálpa? Hvaða kerfi er hann að vernda og viðhalda?

Við ættum að skoða þá aðstöðu sem Ísland er í núna til að átta okkur á hve lík örlög hafa mætt mörgu fátæku fólki og nú mæta Íslendingum og hvernig IMF hefur gripið inn í en hjálpandi hönd alþjóðasamfélagsins er stundum lamandi aðferð til að halda föngnu fólki föngnu áfram í gildrum nútímakapítalisma.

Hér er grein sem Jón Danielsson skrifar á BBC þar sem hann segir að hækkun vaxta á Íslandi muni ekki virka. Nú hafa vextir verið hækkaðir á Íslandi, alveg andstætt við það sem er gert allt í kringum okkur, það voru alls staðar lækkaðir vextir

Hvers konar efnahagshjálp er þetta sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitir Íslandi? Hverju er verið að hjálpa? Ekki íslenskum atvinnuvegum sem eru að framleiða einhverja vöru eða búa til einhvern virðisauka heldur virðist aðalefnahagstækið núna snúast um að ná einhverri stjórn á þeim hluta af peningamatator heimsins sem teygir anga sína til Íslands. Gengisskráning og vextir á Íslandi ráðast ekki af atvinnuástandi og atvinnuvegum á Íslandi heldur af því  hvort gengið sé passlega hátt eða lágt til að gjaldeyrir sogist ekki frá landinu.

Snýst allt um þessa pappírssvikamyllu heimsins sem nútíma peningakerfi virðist vera? Pappírssvikamyllu sem er spil þar sem er vitlaust gefið, spil þar sem þeir sem eru í aðstöðu hafa falið alla Ásana í sínum fórum og reyndar fjölfaldað nokkra ekstra Ása til að bæta inn í spilið svo lítið beri á. Svona er fátækum haldið fátækum og ríkidæmi flutt til ríkra. Svona er líka hægt að hneppa íbúa fátækra landa í þrældóm sem getur staðið yfir í margar kynslóðir.

Við ættum að spila nóló.


mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband