Baráttukveðjur til allra sem voru að útskrifast í dag

Þau sem voru að útskrifast í dag koma sennilega út í verstu aðstæður til að sækja um vinnu og fá sennilega ekki núna vinnu í því sem þau hafa menntað sig til. En öll él styttir upp um síðir.  Það er búið að vera svo mikil eftirspurn eftir fólki undanfarin ár að íslenskt samfélag er ekki búið undir þessar aðstæður, að margir nemendur útskrifist og geti ekki fengið vinnu vegna þess að hvergi er ráðið inn fólk.  Mágkona mín var að útskrifast í dag með BA próf. Hún er heppin að hafa vinnu, hún ber núna út póst. Hún hefur líka unnið á dvalarheimilinu Grund undanfarið ár og kunni vel við það starf. Ef til vill veldur ástandið því núnaa

Það er mikilvægt að samfélagið skapi aðstæður til að það fólk sem nú útskrifast úr skólum geti tekið þátt í að búa til ný atvinnutækifæri á Íslandi. Það er betra að búa til þróunarverkefni þar sem fólk vinnur að hönnun eða einhvers konar uppbyggingu sem endilega er ekki bein framleiðsla  heldur en að fjöldi fólks sé beint á atvinnuleysisskrá.


mbl.is Háskólinn mun svara kalli samtímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband