Hvaða áhrif hefur greiðslustöðvum Stoða á íslenska fjölmiðla?

Það getur ekki annað en haft áhrif á þá fjömiðla sem eru í einkaeigu það skelfilega ástand sem er núna  í fjármálalífi heimsins og Íslands.  Fjölmiðlar eins og 365 miðlar og DV eru í eigu Stoða

Það eru mikil krosseignatengsl milli fyrirtækja, fjármálastofnana og fjölmiðla. Það hafa stundum verið búnar til eignir þegar fyrirtæki sem eru í rauninni í sölu sömu aðila selja hver öðru og gífurlegur gróði  hefur stundum myndast þegar fyrirtækin selja hvert öðru. Sá gróði og vinsamleg umræða um fyrirtækin og eigendur þeirra hefur náttúrulega verið vel tíundaður í fjölmiðlum í eigu sömu aðila. 

Dagurinn í dag er ekki þannig dagur. Það dylst engum að ástandið er grafalvarlegt bæði hjá þeirri fyrirtækjasamsteypu sem nú hefur fengið greiðslustöðvun og mörgum öðrum fyrirtækjum og einstaklingum sem eiga með einum eða öðrum hætti afkomu sína undir þessu.

Í dag lýkur ákveðnu tímabili í viðskiptasögu Íslands. Viðskiptabanki hefur verið þjóðnýttur og stórfyrirtæki riða til falls. Það er þörf á nýrri sýn, það er þörf á öðruvísi reglum. 

 

 


mbl.is Umtalsverð verðmæti í hlut Stoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Við munum sjá á næstu dögum hvernig krosseignatengslin eru, við munum sjá fleiri greiðslustöðvanir. Mörg fyrirtæki og eignarhaldsfélög voru þegar komin í mikla erfiðleika en nú með þjóðnýtingu Glitnis (þó forsætisráðherra vilji ekki kalla það því nafni) og greiðslustöðvun Stoða hriktir enn í undirstöðum fyrirtækjanna. Þetta verður slæmur vetur Salvör.

Ragnheiður , 29.9.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæra Salvör. Þetta er auðvitað ekki "þjóðnýting". Þjóðnýtingu þekkjum við frá ráðstjórnarríkjunum, arabalöndunum og löndum Suður Ameríku þegar ríkið með lögum eignar sér fyrirtæki og það án þess að greiða neitt fyrir. Þarna var ekkert slíkt á ferðinni eins og þér er fullkunnugt vitaskuld.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.9.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband