Flotkrónan

flotkrónanAlls staðar er bráðnun á fjármálatorgum heimsins. Bandarísk stjórnvöld eru djúpt sokkin í alls kyns björgunaraðgerðir og hér á Íslandi er líka allt á floti. Uppistöðulónið við Kárahnjúkavirkjun rétt að fyllast en jöklarnir að bráðna og jöklabréfin orðin að blaðsnifsum sem velkjast áfram í ólgusjó viðskipta.

Núna er ekki rétti tíminn til að fyllast Þórðargleði yfir óförum þeirra sem eitt sinn höfðu fullar hendur fjár og núna er ekki rétti tíminn að leita að sökudólgum meðal íslenskra ráðamanna og viðskiptajöfra.

Málið er nefnilega þannig að við öll töpum þegar stór fyrirtæki eða fjárfestingarstofnanir leggjast á hliðina og upptök þeirra erfiðleika sem nú steðja að íslensku efnahagslífi eru langt fyrir utan Ísland.

Væntanlega mun ríkisstjórnin tilkynna einhverjar aðgerðir og einhver tíðindi strax í fyrramálið. Í besta falli verður það að tilkynna að horfið sé frá flotgengi. Í versta falli verða það fréttir um mjög alvarlegt ástand íslenskra banka sem riða til falls. 

krónan glitrar

Ég stóðst nú ekki mátið að lagfæra örlítið eina af myndunum af forsætisráðherra og seðlabankastjóra (mynd af DV). Ég renndi myndinni í gegnum lunapic.com og setti vatnsflaum inn á myndina sem er einn af effectunum sem hægt er að velja. Svo tók ég mynd af íslenskri mynt og renndi líka gegnum lunapic og setti tvo effekta á hana, glit vegna þess að glitnir er svo mikið í umræðunni og svo explode af því að peningakerfið er við að springa - eða bráðna og aflagast.

Mér finnst það táknrænt um ástandið núna að ráðamenn þjóðarinnar eru að aka út í vatnsflaumi.


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott mynd :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.9.2008 kl. 05:17

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Myndin af krónunum er ekki sprenging. Það er eins og krónurnar séu að ... hvað var íslenska orðið... implode. Á líka betur við. Ég gat ekki annað en brosað af vatnsmyndinni.

Það er vonandi að þessir menn hafi gæfu til að geta eitthvað. Evran fer yfir 150 kall í dag eða á morgun ef þeir segja ekkert.

Smá saga un krónur og verðhækkanir. Batteríið í Powerbókinni minni er orðið slappt. Ég sá mér leik á borði. Ég er að koma hem svo ég kaupi mér nýtt á Íslandi. Kostar mig ekkert, með svona veika krónu. Nei, það er 20% dýrara heima en hér úti, sem þýðir að þau hafa sennilega hækkað um 40-50% í krónum á árinu. Þetta á sennilega við flestar vörur. Ég get ekki séð að fólk ráði við svona hækkanir.

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 07:52

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Villi: Já, þessi effect heitir implode en ekki explode. Nú hefur komið á daginn að það var Glitnir sem allur hamagangurinn var út af og glimmerið passaði því ágætlega. Mér finnst gaman að nota myndaskraut sem unglingarnir nota til að skreyta heimasíður sínar til að búa til listaverk sem táknar stöðuna í íslensku efnahagslífi núna. Þetta er svona hin stafræna alþýðulist.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.9.2008 kl. 11:50

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott færsla Salvör mín og myndirnar skemmtilegar, sem er gott vegna þess hve ástandið er dapurlegt, er gott að lífga aðeins upp á þetta allt saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:51

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já Ásthildur, við þurfum að leyfa okkur að bregða á leik og föndra. Það er ekki stríð og það eru ekki náttúruhamfarir. En margir eru núna að tapa aleigunni. Það er alvarlegt mál en hins vegar kennir þetta okkur kannski að peningalotterí er hljóm eitt, það er ekki það sem skiptir máli í lífi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.9.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband