Barist við dreka

 Ljubljana_dragon
Það eru til margar goðsagnir og ævintýri  um  dreka og skrímsli í öllum menningarheimum. Drekarnir eru ógnin og hetjurnar berjast við dreka til ná undir sig auðæfum, konum og völdum. Nútímaútgáfur af ævintýradrekum  taka mið  þeirri þekkingu sem vísindin hafa fært okkur um útdauðar lífverur og líkjast stundum flugeðlum (pterosaurs)

Það er skemmtilegt að velta fyrir sér drekaminninu, það er  líkömnun á ógninni sem hetjan þarf að sigra til að vinna og vaxa í sögunni. Það er líka skemmtilegt að velta fyrir sér öllum þessum drekaminnum löngu áður en þekking á útdauðum risaeðlum var sett fram. Drekarnir minna á eðlurnar. 

Ég er skoða tvær skemmtilegar bækur fyrir krakka um risaeðlur. Önnur er bókin  risaeðlurannsóknir og hins er Risaeðlur - Undraferð um veröld sem var. Með þessum bókum eru veggsjöld, límmiðar, glærur og  geisladiskur.

Þetta vonandi vekur áhuga barna á tímabili hins sýnilega lífs á jörðinni. það skiptist í fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Það er nú sérstaklega tímabilið Júra á miðlífsöld sem er skeið risaeðlanna.

Það eru komnar nokkrar greinar um risaeðlur inn á íslensku wikipedia.

Ég bætti áðan við greininni  Nashyrningseðla

Íslensku greinarnar tengja í greinar á ýmsum tungumálum og líka í ýmsar myndir af risaeðlum. Það gæti veirð sniðugt að nota wikipedia með íslensku bókunum um risaeðlur til að leita að frekari upplýsingum, sérstaklega fyrir nemendur sem geta lesið ensku og fyrir kennara sem eru að leita að ítarefni í nemendavinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband