Krepputölva

Venjuleg fartölva og eee pc Einn stærsti útgjaldaliðurinn hjá krökkum  í framhaldsskólum og háskólum er fartölva. Sumir framhaldsskólar gera kröfu um að nemendur eigi fartölvu. Venjulegt verð á fartölvu er í kringum 100 þúsund. Það er líka að verða partur af lífsstíl að vilja alltaf vera í netsambandi, geta sent boð til vinna og kunningja og geta flett upp á Netinu. 

Það eru hins vegar tveir stórir ókostir við þessa þróun. i fyrsta lagi eru fartölvurnar risastórar og þungar, börn og unglingar rogast með mörg kíló af svona tölvudóti og þetta eru viðkvæmir hlutir sem geta skemmst og orðið fyrir hnjaski á ferðum. Í öðru lagi hafa þessar fartölvur afar skamman endingartíma eins og raunar tölvur yfirleitt, það er bæði vegna þess að tæknin verður úrelt og það koma öflugri tölvur og vegna þess hnjasks sem fartölva verður fyrir.

Það eru fleiri kostir en að kaupa rándýra fartölvu með risastórum skjá og mörg kíló að þyngd. Einn slíkur kostur er að kaupa litla fartölvu sem notar eingöngu ókeypis opinn hugbúnað. Ein slík tölva er eee pc enúin  ódýrasta gerðin núna kostar um 28 þúsund út úr búð í Reykjavík í dag.  Þessi tölva vegur innan við kíló og er með 9 tommu skjá.

Það er erfiðara að nota svona lítið lyklaborð og skjá en ég hugsa að þeir sem eru mikið á ferðinni sái mikinn hag í því að ferðast með svona nettan grip. Ég fékk mér svona tölvu í gær og er núna að prófa hana. Það er svolítið erftitt að venjast svona litlu lyklaborði og ég er ekki búin að finna oddklofa og pípu á lyklaborðinu, það vantar takkann sem er vinstra megin við Z á venjulegu lyklaborði. 

Ég sé nú að ég er ekki ein með þetta lyklaborðsvandamál 

Svona litlar og ódýrar  og léttar fartölvur verða sennilega venjulegur búnaður hjá öllum grunnskólanemum og framhaldsskólanemum og háskólanemum innan einhverra ára.

En það eru miklir hagsmunir hjá söluaðilum hugbúnaðar og vélbúnaðar að halda viðskiptum og fá fólk til að borga fyrir eitthvað sem það þarf ekki. Það er nú allt í lagi að henda peningum í sjóinn ef maður veit ekki aura sinna tal en fyrir langflesta jarðarbúa og langflesta skólanema í heiminum er hátt verð mikil fyrirstaða. 

Hér eru greinar um hvernig gengur hjá OLPC verkefninu:

Why Microsoft and Intel tried to kill the XO $100 laptop

Microsoft officially teams up with OLPC

Uppfært:

Ég er búin að finna út hvernig maður fær oddklofa ( <> ) og pípu (|) á  eee pc.

< minna en en fæst með að halda niðri fn hnappnum og ýta á z

> stærra en fæst með því að halda niðri fn hnappnum og Shift og ýta á z

| pípa fæst með því að halda niðri fn og Alt (athuga Alt sem er hægra megin Alt Gr) og ýta á z 

Ég fann þessa umræðu um eee pc hjá Bjarna. Hann er líka að spá í svona vél og fyrir hann skipta oddklofar og pípur miklu máli.  Þetta er greinilega nördavél dagsins í dag, flott vél fyrir þá sem eru á ferð og flugi en þurfa litla og létta vél sem fólk nennir að burðast með hvert sem er.

Ég hefði skilað þessari vel með það sama ef ég hefði ekki fundið út þetta með oddklofa og pípur. þetta er algjört grundvallaratriði þegar maður er að vinna í wikipedia og öðrum mediawiki kerfum og ég hafði einmitt hugsað mér það sem einn aðalnotkunarmöguleika vélarinnar að hafa hana með mér á bókasöfn og skrifa þar inn í wikipedia. Ég heyrði þá skýringu á hvers vegna franska wikipedia væri ekki stærri en hún er að það helgaðist af því að franska lyklaborðið væri þannig uppsett að sum algengt tákn í wikipedia væru þannig að það þyrfti að smella þrisvar til að fá þau fram. Svona hlutir skipta miklu máli. Forritarar sem þurfa að forrita kóða með ýmsum táknum eins og pípum verða að hafa inntakstæki þar sem auðvelt er að setja inn þessi tæki.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Inga

Ég var einmitt að velta svona tölvu fyrir mér meðan ég lá andvaka í nótt! Hvar fær maður svona krúttlegan grip? 

Berglind Inga, 30.8.2008 kl. 12:21

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég held að þessar tölvur séu seldar víða t.d. Tölvutek, Tölvulistinn og Tölvubær. Hér eru upplýsingar um þær hjá Tölvutek:

tölvutek eee pc

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.8.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Einar Indriðason

Hluti af vandamálinu er það að Kaninn (eins og venjulega) heldur að hann sé einn í heiminum.  Það þýðir.. að það hafa verið búin til lyklaborð með Amerísku útliti.  Og svo eru til lyklaborð fyrir Evrópubúa, já og asíu.  Amerískt lyklaborð hefur einum takka minna heldur en Evrópskt lyklaborð.  Já.  Takkinn milli vinstri-shift og Z vantar á Amerísk lyklaborð.  Mjög bagalegt fyrir okkur Evrópubúa.

Annar munur á Amerísku lyklaborði og Evrópsku, er hvernig vendihnappurinn (Enter) lítur út.  Á evrópsku lyklaborð, þá nær vendihnappurinn um 2 línur, og er stór á áberandi.  Á amerísku lyklaborði, þá er vendihnappurinn eins og 2 takkar, bundnir saman, í sömu línu.  Nánast eins og shift.

Ég geri það núna að reglu hjá mér, ef ég fer í tölvubúð og spyr um tölvu, að athuga hvort hún hefur amerískt eða evrópskt lyklaborð.  Og ef vélin er með amerísku lyklaborði, þá skal ég *alltaf* spyrja:  "Hvenær kemur þessi vél með evrópsku lyklaborð".  (Svo má deigt stál brýna, að bíti.)  Það er með öðrum orðum von mín að þessar sífeldu spurningar frá mér og vonandi fleirum, um evrópskt lyklaborð... nái að síast inn hjá framleiðendum smátt og smátt.

Takk fyrir upplýsingarnar um <>| táknin... ég þarf að finna fleiri tákn á þessu pínu litla lyklaborði á Eee vélinni.  Ég er ekki viss um að ég haldi í hana til lengdar, þó.

Einar Indriðason, 30.8.2008 kl. 17:25

4 identicon

medan ad palm tolvurnar voru og hetu var hægt ad kaupa samanbrjotanleg lyklabord sem possudu i vasa manns. Kannski thetta, http://www.targus.com/pdfviewer/temp/AKB05UK_6.pdf, sem er jafnlangt a4 bladi myndi duga med smatolvunni?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:50

5 identicon

Thetta (http://www.alibaba.com/showroom/Foldable_Keyboard.html) hentar e.t.v. betur.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mig dreymir um nákvæmlega þessa tölvu síðan ég fór að skoða tilvist hennar einhvern tíma í vor. Hins vegar vantar mig góða afsökun, þar sem lappinn minn er bæði tiltölulega léttur og nýlegur. Þótt verðið sé gott, þá eru þetta ákveðin útgjöld. Fjarvera geisladrifs gæti verið ákveðið vandamál og endað með fjárfestingu í utanáliggjandi drifi, en styttist í að allt sé hægt að nálgast á netinu. Hef notað nokkrar Linux útgáfur undanfarin ár og það er frábært stýrikerfi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.8.2008 kl. 20:58

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, og ég er áður búin að skrifa um OLPC, gaman að sjá stóra grein um þetta í fjölmiðlum um helgina (sunnudagsmogganum held ég).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.8.2008 kl. 21:04

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er náttúrulega hægt að bæta við USB lyklaborði ef það sem er fyrir hentar illa. Slík lyklaborð eru til í mörgum stærðum og gerðum.

Hrannar Baldursson, 30.8.2008 kl. 22:57

9 identicon

Ein lausn handa framhaldsskólanemum gæti verið að kaupa Acer Aspire One fyrir tæpar 50.000 krónur og e.t.v. láta sér lynda að vera með ódýran farsíma næstu 3 árin í stað þess að endurnýja gemsann á hálfsárs fresti.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 11:14

10 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég hugsa að þessi eee pc  sé dæmi um tölvur sem verða mjög vinsælar á næstu árum, sérstaklega hjá þeim sem þurfa vegna vinnu og náms að vera á ferð og flugi. þessar tölvur geta nú ekki gert allt sem öflugu tölvuhlunkarnir geta en þær eru ágætar sem svona stafræn og nettengd glósubók og til að fletta upp á Netinu.

þetta getur líka verið fínt afþreyingartæki til að spila tónlist og vídeómyndir t.d. þegar maður er í flugi. það verður bara að setja svoleiðis efni á usb kubb. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.8.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband