Hinn sanni Íslendingur

bokakapa-hinn-sanni-islendingurÉg hélt upp á 17. júní hérna á Laugarvatni, fór í hátíðardagskrána í íþróttamiðstöðinniog svo borðaði ég pönnukökur og kleinur í kaffisölunni í grunnskólanum. Ég hef áður verið hér á 17. júní, það var þegar listsýningin Gullkistan stóð yfir og þá var hátíðardagskrá í smíðahúsinu en nú er það hús núna horfið.

Í tilefni þjóðhátíðardagsins hóf ég lestur bókarinnar  "Hinn sanni Íslendingur" eftir Sigríði Matthíasdóttur.  Bók Sigríðar fjallar þjóðerni,kyngervi og vald á Íslandi árin 1900 til 1930 - um hvernig sjálfsmynd þjóðar verður til og hvernig hún er búin til með hliðsjón af miðstéttarkarlmanni og hvernig það tengist réttindum, eðli og hlutverki kvenna.  Það var gaman að lesa í bókinni í minningareitnum um Hriflu-Jónas í hlíðinni fyrir ofan Héraðsskólann, bókin fjallar um tímabil þar sem Jónas er að komast til valda á Íslandi en hann kom heim úr námi 1909.

Svo horfði ég líka í tilefni dagsins á heimildarmyndina The Architecture of Doom (hér er hægt að horfa á myndina).  Þetta er mynd um fagurfræði nasismans.

Jónas frá Hriflu og Adolf Hitler eru af sömu kynslóð, fæddir 1885 og 1889.  Sennilega hafa þeir mótast að einhverju leyti af sömu hugmyndum um þjóðerni og sömu hugmyndum um list. Reyndar var Þýskaland hugmyndabrunnur heimsins og frá þýskum hugsuðum bárust hugmyndir til Danmerkur og inn í lýðháskóla þá sem íslenskir sveitapiltar sóttu.

Eitt af því sem Jónas gerði var að setja upp háðungarsýningu á úrkynjaðri list 1942. Það er nú ekki talið í dag sem hans mesta afreksverk. Í myndinni Architecture of Doom kemur fram að þetta var gert víða í Þýskalandi árið 1937. Sjá nánar hérna Wikipedia greinina Degenerate art. Ef til vill hefur Jónas fengið hugmyndina þaðan og hugmyndin verið fimm ár að flæða frá Þýskalandi til Íslands.

Gamli héraðsskólinn á Laugarvatni 17. júní á Laugarvatni 17. júní á Laugarvatni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ó, hvað gamli skólinn minn lítur dásamlega vel út!! FLottar stelpurnar þínar á myndbandinu, maður þarf að fara að læra þetta á sinni tölvu.

alva (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:30

2 identicon

Ó, hvað það er gaman að sjá fallegustu stelpurnar í Víkinni.

Guðrún (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband