Wikinews um jarðskjálftann í Grikklandi

Hér er fréttin Large earthquake shakes Greece á en.wikinews.org.  Þegar jarðskjálftinn reið yfir Ísland fyrir rúmri viku þá skrifaði ég grein Strong earthquake strikes southwestern Iceland
inn á wikinews. Wikinews er fréttakerfi sem virkar eins og wikipedia og er rekið af sömu aðilum þannig að það er auðvelt að tengja í greinar á wikipedia og myndir og margmiðlunarefni á samnýtta gagnagrunninum commons.mediawiki.org

Þegar breytingasaga greinarinnar sem ég skrifaði er skoðuð þá má sjá að greininni hefur verið breytt 36 sinnum, þar af 12 sinnum af mér. Ég sé að ég skrifaði fyrst í þá grein 29 maí kl.  16:25

Það er áhugavert að sjá hversu fljótt og ítarlegar fréttir koma á wikinews um jarðskjálftann á Grikklandi núna.  Fréttakerfi sem tengist wikipedia hefur burði til að vera miklu ítarlegra með alls konar bakgrunnsupplýsingar. Ég ætlaði að reyna að setja slíkar bakgrunnsupplýsingar í fréttina um Suðurlandsskjálftann 29. maí en því miður þá vantar ennþá mjög margar greinar inn á ensku wikipedia um íslenskar aðstæður, ég fann t.d. enga grein um Suðurlandsskjálfta. 

 Þessi jarðskjálfti núna í Grikklandi virðist svipaður og sá sem var á Íslandi fyrir viku síðan. Þetta er nú dáldið ógnvekjandi, eins gott að það er ekki árið 2012.

En ef maður trúir nú frekar á að það sem gerist eigi sér jarðfræðilegar skýringar þá er ekki úr vegi að lesa sér til í jarðfræði núna. Júlíus hefur nokkur fín blogg um Hveragerðis og Reykjavíkur titringinn síðustu daga.

Sjá hérna: 

Borgarhristingur - spennan magnast

Heitt á könnunni í Hveragerði - Hvenær sýður uppúr?

Júlíus bendir á að íbúðabyggð er svokölluðu Norðlingaholtssvæði, milli Rauðavatns og Elliðavatns. Þar hefur nú risið blómleg byggð, reist á sprungum í jarðlögum. Vatnsból Reykvíkinga geta líka mengast í jarðskjálftum. 

Það hefur nú líka komið ný vá með þessari nýju tísku að byggja húsin á kviksandi út í sjó. Þetta heita uppfyllingar og hverfin á kviksandinum eru kölluð bryggjuhverfi.

Er kannski fjármálahverfið við Sæbraut byggt að hluta á slíkum kviksandi?

Mér finnst nú atburðir síðustu viku vera tilefni til að fara yfir jarðskjálftavá í Reykjavík og kortleggja hvaða hættur eru mestar. Það þurfa reyndar margar borgir að gera, því hefur verið spáð að í San Fransisko komi fljótlega afar harðir jarðskjálftar.  


mbl.is Tveir látnir í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hér kemur ágæt grein á ensku um skjálftann 2000:
http://hraun.vedur.is/ja/skyrslur/June17and21_2000/index.html

Júlíus Valsson, 8.6.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk, þetta er fín grein. það væri fínt að það væru jarðfræðigreinar um íslensk málefni á ensku wikipedia, það eiga örugglega eftir að koma héðan í framtíðinni fréttir sem tengjast eldsumbrotum og jarðskjálftum.

Það er reyndar flott grein um möttulstrókinn undir Íslandi á ensku wikipedia

http://en.wikipedia.org/wiki/Iceland_plume 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.6.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk sömuleiðis! Þetta er mjög áhugaverð grein um möttulstrókinn undir landinu.

Júlíus Valsson, 8.6.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband