Stjörnustríð og geimferðalag með Worldwidetelescope.org

RosetteSOHX Microsoft hefur gefið heiminum ókeypis aðgang að hugbúnaði til að skoða himingeiminn. Hægt er að hlaða þessum búnaði niður á http://worldwidetelescope.org

Það þarf nú reyndar dáldið öfluga vél í þetta og helst með Vista stýrikerfi. Ég hlóð þessu niður og prófaði. Wordwidetelescope er gríðalega skemmtilegt verkfæri í störnufræðikennslu. Það er hægt að ferðast um alheiminn og hægt að búa til  geimferðalög "guided tours".  Þetta er afbragðstól fyrir alla sem eru að læra að kenna stjörnufræði. Það er hægt að hlaða niður geimferðalögum sem aðrir hafa búið til, ég prófaði að fara í ferðalag til hvirfilstjörnuþokunnar Messier 81 sem er í 12 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu.  Það er hægt að súmma út og inn og sjá myndir sem hafa verið teknar með öflugum stjörnukíkjum, sams konar og bestu stjörnuathugunarstöðvar heimsins nota. 

Svo er hægt að hægrismella á fyrirbæri sem mæta manni á þeysireiðinni um geiminn og fletta upp upplýsingum. Ég var hrifin af því að það var hægt að velja um nokkur gagnasöfn og þeirra á meðan var Wikipedia. Það eru fínar upplýsingar um ýmis stjarnfræðileg fyrirbæri í ensku wikipedíu.

Google hefur áður slegið í gegn með Google Earth og mér skilst að Google Sky sé svipað og Worldwidetelescope en ekki eins gott. Það er ekki vafamál að hin mikla barátta sem nú er milli Microsoft og Google er að skila okkur notendunum  því að við höfum núna ókeypis aðgang að þessum góðu forritum.

Sjá um stjörnustríðið nýja t.d. í þessari grein: 

Digital World: Virtual universe star wars | Jerusalem Post

Takk Microsoft fyrir þennan frábæra hugbúnað! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Þakka þér fyrir þessa ágætu ábendingu.  Mjög fróðlegt.  Takk!

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 27.5.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Takk fyrir þetta. Það er ævintýralega skemmtilegt að skoða sig um með hjálp þessa hugbúnaðar.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband