Nýja Grænland

mars-26mai2008Það er ekki mjög búsældarlegt á Mars miðað við þessar myndir sem nú eru að berast þaðan. En mér skilst að geimfarið sem hefur lent þar sé með útbúnað til að bora eftir vatni, það er haldið að fyrir  neðan yfirborðið sé frosið vatn. En yfirborðsmyndirnar sem geimfarið hefur sent til jarðar líkjast nú helst myndum frá gróðurvana heimskauta túndrusvæðum, svona eins og ég get ímyndað mér að umhorfs verði á Grænlandi þegar Grænlandsjökull er allur bráðnaður.

Það má náttúrulega ekki útiloka Mars sem dvalarstað manna ef vatn finnst og hægt verður að virkja það til að breyta umhverfinu. Þó landnámið á Mars sé nú ekki beint í augsýn þá sýnist mér á þessum hrjóstrugu myndum að það sé þörf á sams konar ímyndar- og auglýsingamennsku og íslenskir landnámsmenn beittu við Grænland eftir að þeir höfðu feilað á því að skíra eyjuna sem áður hét Garðarshólmi Ísland.

lif-a-mars2Landkostir á Mars eru þannig að það færi vel á að skíra þetta svæði sem geimfarið lenti á Nýja-Grænland. Ég teiknaði í Inkscape áróðurmynd fyrir búsetu þar, lagði græna filmu yfir auðnina á Mars og setti inn blóm og tré og dýr og fólk.

Það er gaman að fylgjast með rannsóknunum á Mars. Nasa er með vandaða vefsíðu um það hérna: Nasa: Mars Exploration Program

Hér eru upplýsingar um Mars

Mars (reikistjarna) - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

STJÖRNUFRÆÐIVEFURINN - Mars (reikistjarnan, plánetan)

Margar greinar eru á Vísindavefnum sem svara spurningum um Mars: 


 


mbl.is Fyrstu myndirnar frá Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband