Vefhýsing

Hrannar skrifar áhugaverðan pistil um vefhýsingar: Veistu hvernig þú kaupir eigið lén og vefsvæði fyrir kr. 370 á mánuði?. Hann mælir með lunarpages.com. 

Hér er listi yfir aðrar vefhýsingar

Það getur verið  skynsamlegt hjá fólki að kaupa eigin lén og vista gögnin sín t.d. bloggið sitt á einhverju svæði þar sem það ræður sjálft öllum aðgangi. Það er reyndar skynsamlegt að hafa gögnin sín á fleiri en einum stað þ.e. eiga afrit ef eitthvað gerist.

Ég hef sjálf nokkur lén með .net endingu og vefhýsingu til ýmis konar tilraunastarfsemi. Ég kaupi vefhýsingu á dreamhost.com en ég vil helst ekki hafa lénin hjá sama (reyndar fylgdi eitt ókeypis lén með dreamhost), ég vil geta flutt mig milli eftir því sem vindurinn blæs.

Ég er ekkert ánægð með dreamhost en ég veit ekki um annan stað þar sem er eins auðvelt að setja upp mediawiki vefi (one click install). Það er mikið gagnamagn sem kemur með hýsingu á dreamhost og það eykst í sífellu, ég nota bara brot af því sem ég má. Það er hins vegar engin verðmæti fólgin í því að hafa gögnin sín vistuð erlendis ef það tekur mjög langan tíma að nálgast gögnin, það skiptir mig miklu máli því oftast er mín notkun fólgin í að gera einhverjar tilraunir. Dreamhost er discount hosting og aðstaðan er eftir því.

Ég vildi svo sannarlega geta vistað mín gögn á vefþjónum hér á Íslandi.  En það er því miður ekki valkostur hjá mér, bæði út af verði og út af þjónustu. Það er óhemjudýr og það er líka óhemjuléleg þjónusta alla vega hjá þeim Internetaðila sem ég fékk einu sinni til að setja upp gagnagrunn fyrir félagasamtök,  Það þurfti að borga stóré mánaðarlega til hafa einn MySQL gagnagrunn og þegar hann hrundi þá var ekkert hægt að nálgast afrit. Það virtist ekki vera nein kunnátta fyrir hendi til að þjónusta smærri aðila sem eru í LAMP kerfum (linux-apache-mysql-php). Það eru einstaka íslenskir aðilar sem bjóða slíkar hýsingar en mér virðist oft að það sé bara frontur, þeir séu umboðsmenn sem hafi leigt pláss af stærri vefhýsingarhúsum.  

Dreamhost býður upp á ótakmarkað magn af mysql gagnagrunnum og ftp aðganga og eins og skipti mig mestu máli - auðvelt að setja upp mediawiki.  Ég var að taka eftir einu, núna get ég sett upp Google Apps og tengt það við lén. Ég er nú ekki alveg búin að fá það til að virka, ég var að prófa að setja slíkt upp í tengslum við lénið www.arnarholt.net og svo setti ég upp googlepages vefsíður í tenglslum við þann vef. Ég reyndi fyrst að tengja lénið við googlepages vefinn, ég held að það eigi að vera hægt en kannski var þetta ekki að virka vegna þess að lénið er ekki skráð hjá dreamhost.

Ég fletti upp áðan hvernig staðan er á þessu dreamhost svæði sem ég hef:

Total Bandwidth Provided:6353 GB ($0.1/GB over)
  

 Ég sem sagt bý yfir mikilli ónotaðri bandvídd sem ég veit ekkert ég á að nota í og nota sennilega ekki neitt nema í einhvers konar föndur. Ég borga fyrir þetta 190 dollara fyrir 2 ár fyrir pakka sem heitir my crasy domain insane sem gerir nokkra dollara á mánuði.  

Þau kerfi sem ég get sett upp með svona one-click install eru:

 wordpress.org

 
gallery.menalto.org

 zen-cart.com

 phpgedview.net

 pligg.com

 dotproject.net

 moodle.org

 joomla.org

 phpbb.com

 mediawiki.org

k5n.us/webcalendar.php

 proxy2.de

AF þessum kerfum hef ég nú ekki sérlega mikil not nema mediawiki, wordpress og moodle. Flest hinna hef ég prófað að setja upp bara til að sjá hvernig þau virka.

Mig dreymir um að setja upp blogg á tölvu sem er vistuð hjá mér: 

Hack Attack: Set up and host a blog on your home computer

Ég þyrfti kannski líka að pæla í til hvers ég geti notað öll þessi ónotuðu gígabæti.  Sennilega er það samt álíka skynsamlegt og pæla í hvað ég ætti að gera við GSM símann minn sem kannski er ekki í notkun nema nokkrar mínútur af hverjum sólarhring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skemmtileg grein hjá þér. Ég er að spá í að skrifa greinar um hvernig maður setur upp bloggkerfi og mediawiki. Sjálfur nýt ég þess að útdeila fróðleik, rétt eins og þú. Enda kennari að mennt sem starfar ekki við kennslu.

Hrannar Baldursson, 18.4.2008 kl. 08:29

2 identicon

Gætir prufað og kíkja á http://www.1984.is/

sfjalar (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband