Bera ekki á túnin í vor

Ingibjörg Sólrún vill lækka tolla á pasta, kjúklingum og svínakjöti  vegna þess að hún telur að  svimandi tollar  haldi uppi verði á lambakjöti, sem njóti hárrar tollverndar, framleiðslustyrkja, búi við útflutningsskyldu og sé markaðssett á erlendri grundu fyrir ríkissfé.

Ég er ekki alveg að fatta í hvað öll þessi niðurgreiðsla í lambakjöti fer. Það er eins og hún sé hvorki að nýtast bændum né neytendum. Það er alla vega arfavitlaust og reyndar ósiðlegt að framleiða hérna á Íslandi kjöt sem er niðurgreitt og selja það á miklu afsláttarverði í öðrum ríkjum. Það eru líka illa staddir bændur í þeim ríkjum, ég veit að bændur flosnuðu mjög margir upp í Eistlandi þegar Evrópusambandið fór að afsetja niðurgreidda ofgnóttina þar á spottprís og kippti þannig fótunum undan fátækum bændum.

Núna eru margir íslenskir fjárbændur að flosna upp. Ég þekki sjálf tvo bændur á fjárbúum í sitt hvorum landsfjórðungi  sem ekki munu bera á túnin í vor og eru núna að selja í áföngum þann litla framleiðslukvóta sem þeir höfðu. 

Ég held að það skiptu engu máli hvert verðið er á kjúklingum, svínakjöti og pasta þegar ástandið í búskapnum er orðið eins og það er núna hjá litlum fjárbúum. Búskapurinn hefur ekkert gefið  af sér árum saman og þá náttúrulega enginn möguleiki á neinni uppbyggingu og nauðsynlegu viðhaldi á vélum og tækjum og húsum.  Hækkanirnar sem nú ríða yfir verða því náðarhöggið á búskap sem hefur verið að deyja og dragast saman í mörg ár. 


mbl.is Tollfríðindi skili sér í vasa almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

finnst þetta sorglegt, keyrði um flóahrepp um daginn sem er besta ræktarland sem til er á íslandi og eina sem ég sá voru hross, sakna gömlu tímana þar sem lömbin hoppuðu sæl og glöð um túnin þegar maður keyrði þarna um,en bændur verða að aðlagast tímanum og sameinast og halda stórbú,annars deyja þeir bara út

haukur (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 02:13

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Guðlaugur: Samkeppni getur verið ágæt en það er ekki heiðarleg samkeppni ef vörum er dumpað inn á markað til að losa sig umframbirgðir. Það er hins vegar ekki að öllu leyti slæmt að landbúnaður dragist saman á Íslandi, það kemur gróðurþekju jarðar vel. Það er þá ekki beitaráþján á afréttum og bændur vilja þá frekar fara í ræktunarstörf.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.4.2008 kl. 07:16

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég held að gróðurþekja landsins lagist ekki þó bændum fækki. Bændur vinna mikið landgræðslustarf.

Sjálfur er ég búinn að rækta 350 hektara af kolsvörtum melum með svínaskít á síðustu 20 árum

En þakka þér Salvör fyrir málefnalega umræðu, það er allt of lítið af henni

Þeir einu sem koma til með græða peninga og völd með þeim tillögum sem uppi eru núna er verslunin

Bændur og neytendur koma til með að tapa.

Tapþol bænda er því miður búið 

Ég get bent á grænmetið en það er dýrara nú en fyrir niðurfellingu tolla og fjölbreytni innlendrar framleiðslu orðin engin

Skór og fatnaður er dýrari hér heldur en innlend landbúnaðarframleiðsla miðað við nágranalöndin, ekki er um ferskvöru að ræða með stuttan líftíma, ekki þarf  dýr kæliflutninga tæki til að flytja vöruna, ekki þarf að gera ráð fyrir 15-20% rýrnun vegna vara sem renna út á tíma.

Í dag greiðir verslunin aðeins fyrir vöru sem rennt er gegnum strikmerkivélina

Fær raðað hillurnar  og allt tekið til baka sem ekki selst að kostnaðarausu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 9.4.2008 kl. 09:56

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gunnar: Ég held að þú hafir rétt fyrir þér að bændur vinna mikið landgræðslustarf. Mín von er sú að þegar ekki er mikið upp úr sauðfjárbúskap að hafa og þegar staðan er sú að ekki seljast meiri afurðir úr því innanlands þá verði fleiri bændur virkjaðir í ennþá meira uppgræðslustarf. Það er nú reyndar mikið að gerast á því sviði síðustu ár með skógarbændum og ýmis konar uppgræðslustarfi. Minni á að í dag er síðasti frestur til að sækja um styrk "Bændur græða landið" hjá landgræðslunni.

Ég veit alveg að þú hefur lög að mæla þegar þú segir að tapþol bænda sé búið. Sérstaklega á það við varðandi sauðfjárbúin.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.4.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það eru búin að vera fjöldagjaldþrot hjá svína og kjúklingabændum undanfarin ár

Vestrænar þjóðir eru nú að hlaupa undir bagga hjá Svínabændum með framlögum og skuldbreytingum 

Upphæðirnar eru óskiljanlegar okkur hér á fróni en hér á landi hefur ekki verið lyft litla fingri til aðstoðar heldur þvert á móti allt gert í að þyngja róðurinn

Síðasta dæmið sem ég get nefnt er að við svínabændur erum búnir að sækja um það í 12 ár að fá innflutt sæði til kynbóta en við höfum verið flytja inn lífdýr með ærnum tilkostnaði Hvert dýr kostar hátt í eina milljón

En það er ekki nema 2 vikur síðan að við fengum endanlega neitun, viku síðar kynnir landbúnaðar ráðherra innflutning á hráu kjöti 

Hér á landi er eitt strangasta eftirlit með salmonellu í heiminum það er hver einasti skrokkur rannsakaður hvert sýni sem rannsakað er kostar 4000 kr þetta eru margar milljónir á hvert bú

Hingað til lands er flutt inn kjöt af grísum sem eru aldir með sterum (Tyson Foods)

meira að segja Kínverjar eru búnir að loka á þá 

Sjáðu þessa frétt í Landrugsavisen 

Ég spurðist fyrir hjá matvælastofnun hvernig stæði á því að þetta kjöt væri hér í búðum. Svarið sem ég fékk er að það er ekki gerð krafa steralaust kjöt ef um elduð matvæli væri að ræða 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 9.4.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband