Höndin á Ástu

Þessi farsi sem nú er í borgarstjórnarmálum í Reykjavík  hefur líka skoplegar hliðar.  Það eð fyndið að halda allri íslenskru pressunni í spennitreyju í margar klukkustundir og halda blaðamannafund um akkúrat ekki neinar fréttir. Móðga meira segja í leiðinni helling af fjölmiðlafólki vegna þess að það fékk ekki að vera nógu nærri miðju ekki-fréttanna í Valhöll. Svo finnst mér alltaf jafnfyndið að heyra Svandísi nota orðalagið "ekki stjórntækur" á Sjálfstæðisflokkinn, þetta var nefnilega einmitt það sem allir notuðu um Vinstrigræna fyrir kosningar. Svona geta orð verið eins og ástralskur búmerang og flott að varpa þeim til baka, til föðurhúsanna. Hver er stjórntækur og hver ekki? 
 
Alla vega hefur stjórnviska Sjálfstæðismanna síðustu misserin ekki heillað mig svo mikið að ég klappi neitt fyrir þeim eða hylli þá eitthvað með handauppréttingum. Það gera víst fáir.  
 
Þeim eru æði mislagðar hendur í borgarstjórninni þessa daganna. Skemmtilegasta frétt dagsins var í Fréttablaðinu í dag og fjallar um hve höndin á Ástu Þorleifsdóttur hreyfðist löturhægt þegar hún var kúskuð undir spýtukallahandauppréttingarkerfi Sjálfstæðismanna: 
 
Meirihlutinn féll á fyrstu kosningunni
Óvænt tillaga um varaformann umhverfis- og samgönguráðs var ekki samþykkt í fyrstu í gær. Ásta Þorleifsdóttir féllst svo á að greiða atkvæði með meirihluta. Sjálfstæðismenn töldu ekki með sinn eigin fulltrúa. "Krúttað," segir Ásta.
Reykjavík Segja má að nýr meirihluti sjálfstæðismanna og F-lista í umhverfis- og samgönguráði hafi fallið á sinni fyrstu atkvæðagreiðslu á fundi ráðsins í gær.

Reykjavík Segja má að nýr meirihluti sjálfstæðismanna og F-lista í umhverfis- og samgönguráði hafi fallið á sinni fyrstu atkvæðagreiðslu á fundi ráðsins í gær.

Þegar Gísli Marteinn Baldursson, formaður ráðsins, bar upp þá tillögu að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir yrði varaformaður, stakk Þorleifur Gunnlaugsson úr VG upp á Ástu Þorleifsdóttur af F-lista á móti, enda kom tillaga Gísla minnihlutanum á óvart; gert hafði verið ráð fyrir Ástu í varaformennskuna.

Því þurfti að ganga til kosninga um varaformanninn og kom í ljós að Ásta sjálf hafði einnig reiknað með embættinu. Studdi hún því ekki Þorbjörgu, heldur sat hjá.

Féllu atkvæðin jafnt. Þrjú gegn þremur, en sjö eru í ráðinu. Tillaga formanns var því ekki samþykkt.

Þá munu Gísli og Ásta hafa rætt málin sín á milli og var kosið í annað sinn. Þá lyftist höndin á Ástu afar hægt og alls ekki hátt, að sögn eins fundargests.

"Já, þetta var nú bara krúttað!" segir Ásta. "Í upphafi höfðum við gert samkomulag um að ef F-listi hefði tvo menn í ráði, þá fengi D-listi varaformanninn.

Þau í Sjálfstæðisflokknum höfðu talið hana Helgu Jóhannesdóttur til F-listans af því að eiginmaður hennar, Ómar, er formaður Íslandshreyfingarinnar! En Helga hefur alltaf verið í Sjálfstæðisflokknum. Þannig að þetta var krúttlegur misskilningur og verður leiðréttur á næsta fundi. En það var ljúft að finna að maður hefur svona mikinn stuðning meðal minnihlutans," segir Ásta og skellir upp úr.

Ekki náðist í Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa vegna málsins.

klemens

@frettabladid.is

Svona eiga stjórnmál að vera. Svona krúttaraleg og sýna okkur í hvernig stjórnmálamennirnir vinna - alveg eins og spýtukallar þar sem einhver togar í spottana og allir sem eru samtengdir rétta upp hendi alveg eftir pöntun.  


mbl.is Undir Vilhjálmi komið hver verður næsti borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Já, þetta var nú bara krúttað!" segir Ásta. "Í upphafi höfðum við gert samkomulag um að ef F-listi hefði tvo menn í ráði, þá fengi D-listi varaformanninn.

Þau í Sjálfstæðisflokknum höfðu talið hana Helgu Jóhannesdóttur til F-listans af því að eiginmaður hennar, Ómar, er formaður Íslandshreyfingarinnar! En Helga hefur alltaf verið í Sjálfstæðisflokknum. Þannig að þetta var krúttlegur misskilningur og verður leiðréttur á næsta fundi. En það var ljúft að finna að maður hefur svona mikinn stuðning meðal minnihlutans," segir Ásta og skellir upp úr.

Þetta er rosalega krúttlegt eða hitt þó heldur.  Mér er ekki skemmt, verð að segja það.  Allir efstu menn F listans eru í Íslandshreyfingunni, og þau ráðskast með þetta eins og Íslandshreyfingin sé þar við völd.  Mér finnst það siðleysi, en viðurkenni þó að þetta er dálítið snúið, því málefnin eru vissulega Frjálslyndaflokksins, og ef þau fylgja þeim, þá get ég sætt mig við þetta.  En það er samt sem áður siðlaust að ætla að sitja í umboði flokks, en vera jafnframt framarlega í öðrum.  Tala nú ekki um Margréti sem er varaformaður í Íslandshreyfingunni, og ætlar sér EKKI að framfylgja þeim málefnum sem náðst hafa fram í nafni Frjálslyndaflokksins ef hún kemst aftur að.  Hvað er hægt að vera meira burtu frá samviskunni en það ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 10:22

2 identicon

Skemmtilegur pistill

En mikið er pólitíkin komin nú á ansi látt plan... hafa ekki stjórnmálamenn vit á að fara að hætta þessum rússibana...? það endar með því að einhver einræðisherran sér sér leik á borði og hrifsar völdin.. til þess að frelsa okkur frá "lýðræðinu"

Björg F (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband