Wikipedia viðtal

Ég var í viðtali hjá Steinunni í þættinum Út um græna grundu á Rúv í morgun 9. febrúar. Hér er upptaka af vitalinu (10 mín, mp3 skrá). Ég talaði um wikipedia alfræðiritið og hvernig vinna við það fer fram.

Í morgun var ég með tíma á Netinu eins og alltaf á laugardagsmorgnum. Við notum núna ustream.tv og operator11.com fyrir útsendingar. Síðan fór ég með Valentínu frá Lithauen í útsýnisferð um Reykjavík. Seinnipartinn fór ég á fund áhugafólks um netfrelsi. Það stendur til að stofna félag og verður stofnfundurinn á næsta laugardag. Þá á líka að vera svokallað þýðingarteiti þar sem hópur manna kemur saman og þýðir ubuntu. Sjá nánar umræðuna á Rgugl póstlistanum. Von mun vera á Eben Moglen til landsins í sumar og er verið að undirbúa það.

Það er gaman að fylgjast með hvernig hreyfingar verða til, það getur tekið langan tíma að vaxa upp úr grasrótinni. Fyrri blogg mín tengd rgugl eru m.a.  Hvar er andspyrnuhreyfingin á Íslandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk fyrir góða ábendingu og fróðlegt viðtal!
Ég hef sjálfur átt í mesta basli með að setja inn myndir á Wikipedia þó svo ég hafi undir höndum leyfi frá viðkomandi ljósmyndara. Það er alls ekki svo auðvelt.

Hvað finnst þér annars um Citizendium.org?

Júlíus Valsson, 10.2.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er flott viðtal og áhugavert umtalsefni.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.2.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband