Erfðaréttur barnsins Jinky Ong

Ættingar Fischer kanna nú rétt sinn til erfða. Bobby Fischer virðist hafa verið kvæntur. Á visir.is er því haldið fram á ekkja Bobby Fischer erfi 140 milljónir þ.e. að hún erfi allar eigur Bobby Fischer. Samkvæmt íslenskum lögum myndi hún gera það ef  engin börn eru.

Það er hins vegar víða talað um að Bobby Fischer hafi eignast dóttur sem fædd var árið 2000. M.a. segir í grein Nytimes "He never married, but had a daughter, Jinky Ong, in 2000 with a companion, Justine Ong, in Manila. The child is his only immediate survivor."

 

Í  íslenskum erfðalögum stendur  að óskilgetið barn erfir föður  ef það er feðrað með þeim hætti, sem segir í löggjöf um óskilgetin börn. Maki erfir 1/3 hluta eigna en börn annað. Ef skylduerfingjar eru til staðar þ.e. börn þá er einungis heimilt að ráðstafa 1/3 hluta eigna með erfðaskrá.

 

Spurningin er því hvort að barnið Jinky Ong sé til og hvort hún sé dóttir Bobby Fischer og hvort  íslensk erfðalög gildi ekki um Fischer þar sem hann er íslenskur ríkisborgari búsettur á Íslandi og ef svo er hvort að aðstandendur barnsins átti sig ekki á því að þeir verða að gera kröfu í búið og uppfylla skilyrði um feðrun. Ég veit reyndar ekki hver þó skilyrði eru en ég geri ráð fyrir að líffræðileg sýni séu nægjanleg, ég bendi á feðrunarmál sonar Hermanns fyrrum forsætisráðherra Íslands. 

 

Það eru sögusagnir um að Bobby Fischer hafi verið rangfeðraður. Hann hafi raunverulega verið sonur eðlisfræðingsins  Nemenyi sem reyndar kom síðar til USA og kenndi við háskólann þar sem ég lærði þ.e. University of Iowa.

 

Það er líka birt á netinu á skáksíðu mjög undarleg saga um barn mannsins Robert Nemenyi.

Hún er svona: 

 

"Tim Krabbe writes:

206. 9 March 2003: How Jinky Ong came into the world

In May 2000 Robert Nemenyi, a 57-year old Hungarian-American Jew, arrived in the Philippines, fresh from a Japanese jail, where he had spent some time after being caught at Narita Airport with some hemp he had tried to import from Germany.
He was looking for a woman who would cooperate in fulfilling his long-felt wish to perpetuate his genes. Eight years earlier, Nemenyi's genes had almost returned to their roots when he impregnated a young Hungarian woman (heavens no, not one of them), but on second thought, she had gotten rid of these genes.
This time however, a Filipino friend of Nemenyi's, whom we will call Gene for the occasion, set him up in a cottage in Baguio City, and presented him with a series of willing gene-carriers, from whom Nemenyi chose 22-year old Justine Ong. A contract was signed, Justine received the genes, and nine months later she gave birth to a girl, who now grows up in Davao City, under the name of Jinky Ong."

http://www.xs4all.nl/~timkr/chess2/diary_11.htm

 Ég vona að ef Fischer á barn þá verði ekki gengið framhjá henni varðandi erfðamál og hún og aðstandendur hennar verði upplýst um þau réttindi sem þau hafa samkvæmt íslenskum lögum.  


mbl.is Kannar lagalegan rétt ættingja Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meint eiginkona Bobby Fischers á rétt á að sitja í óskiptu búi, svo ekki þarf að koma til uppgjörs á dánarbúi Fischers strax, er ekki nóg að vísa orðrétt í eina lagagrein, lögin eru ein heild sem þarf að lesa sem slíka...

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 07:44

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég held að ekkjan eigi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi nema með samþykki forráðamanna barna ef börnin eru ekki börn beggja. það var alla vega skilningur mnn þegar ég reyndi í gegnum lögin. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.1.2008 kl. 08:11

3 identicon

Á ekki ekkjan hvort eð er helming eignanna? Sameign hjóna! Þannig að það eru þá bara smápeningar sem hún getur vel séð af! Samkvæmt því á hún 70 en erfir 1/3 af 70 og munar hana nokkuð um þessar örfáu millur?

Regína Eiriksdottir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Salvör, mig langar til að benda þér á það sem við Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson höfum verið að skrifa um málið. Ef til vill hefur þú áhuga á að vera með í stuðningshópi? Það væri mjög góður liðsauki í því. Ef þú ert til í þetta, þá vinsamlegast skrifaðu athugasemd í annað hvort bloggið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband