Fyrsta konan sem er kosin þjóðhöfðingi í múslímaríki myrt

Það eru lífsgæði að vera óhultur um líf sitt og geta sjálfur ráðið sínum íverustað. Benazir Bhutto var valdamikil, vel menntuð kona af voldugum og ríkum ættum en hún bjó ekki við öryggi og val.  Faðir hennar og bræður voru  drepnir og hún verður leiðtogi í sama flokki en hún þarf að búa við sífelldan ótta og starfa í þjóðfélagi þar sem réttindi kvenna eru lítil.

Það hefur oft verið reynt að ráða Benazir Bhutto af dögum.  Hún og maður hennar töldu tilræðin ekki frá Talíbönum eða Al Queda heldur frá mönnum tengdum Pervez Musharraf

Lesa má um Benazir Bhutto í Wikipedia. Hún var fyrsta konan sem kosin er þjóðhöfðingi í múslimaríki og hún var tvisvar sinnum forsætisráðherra Pakistan. Faðir hennar var hengdur af þáverandi valdhöfum í Pakistan árið 1979 og þá er henni og móður hennar í haldi lögreglu um tíma. Tveir bræður hennar voru myrtir að því talið er. 

Þegar hún snýr aftur til Pakistan frá námi í Bandaríkjunum og Bretlandi þá er henni haldið í stofufangelsi en var leyft að fara úr landi árið 1984 og þá verður hún leiðtogi í útlegð  í þeim flokki PPP sem faðir hennar hafði tilheyrt.  Flokkur hennar lofaði umbótum í málefnum kvenna en varð ekkert ágengt í því þegar hann komst í stjórn vegna mikillar andstöðu. Hún var mjög hliðholl Talíbönum á sínum tíma og það var í stjórnartíð hennar sem þeir fengu aðstöðu í Pakistan. Upp á síðkastið hefur hún hins vegar lýst yfir andstöðu við  Talibana og hryðjuverk.

Meira um ódæðisverkið á BBC: 

 


mbl.is Benazir Bhutto látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það dóu líka 19 aðrir. Skipta þeir engu máli?  

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: halkatla

þetta eru svo miklir djöflar sem geta hugsað sér að deyja og drepa mjög marga í leiðinni, bara til þess að komast að þessari einu manneskju þeir hafa drepið tugi barna og nú tókst þeim þetta loksins, þá munu þeir bara targeta næstu manneskju, og svo næstu og næstu, hundruðir sakleysingja munu deyja í leiðinni

halkatla, 27.12.2007 kl. 15:49

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Sigurður Þór: Þeir skipta líka máli sem dóu í sama tilræði. Þeir dóu vegna  þess að þeir voru staðsettir í grennd við Bhutto. Tilræðinu var beint gagnvart henni og ódæðismennirnir svifust einskis og var alveg sama hvort aðrir létust með henni. Þess má geta að það voru yfir 100 manns sem dóu í tilræði sem líka var beint gagnvart Bhutto skömmu eftir að hún kom til Pakistan í október 2008.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.12.2007 kl. 16:14

4 identicon

Án þess að það skipti öllu máli í þessu samhengi - þá hefur mér nú heyrst að flestir fréttaskýrendur og þeir sem þekkja til í pakistönskum stjórnmálum hafi tengt morðið (og morðtilræðið á dögunum við Sharif og hans menn, en ekki Musharaf.

 Þó Bhutto og Sharif hafi bæði talist stjórnarandstæðingar og því andstæðingar Musharafs, þá var fjandskapurinn þeirra á milli ennþá meiri. Bandaríkjamenn höfðu líka upp á síðkastið lagt hart að Bhutto og Musharaf að mynda einhverskonar bandalag. Víst er að þetta morð kemur Musharaf afar illa og hlýtur að veikja hans stöðu.

Stefán (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 16:39

5 identicon

Minni líka á að þegar múslimar réðust á tvíburaturnana og drápu þúsundir, þá var það árás gegn okkur öllum sem erum svo heppin að búa við vestrænt líðræði og aumkum okkur þar að auki yfir islamskt flóttafólk í milljónavís og uppskerum í staðinn lítið annað en frekju, yfirgang og morðhótanir af minnstu tilefnum svo sem vegna saklausra teikninga, bóka eða blaðagreina. 

Stefán (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 16:45

6 identicon

Humm... það er líklega rétt að vekja athygli á því að fyrri og seinni Stefáninn hér að ofan eru ekki sami maðurinn...

Stefán (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 16:58

7 identicon

Ákaflega sorglegt, en einhvern veginn kom þetta ekki á óvart. En svona í framhjáhlaupi, þó að það sé ekki stórt atriði í hildarleiknum, þá var Benasír Búttó aldrei kjörin þjóðarleiðtogi. Hún var hins vegar tvisvar forsætisráðherra.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband