Sníkjulíf í Netheimum

Á vefnum er mikið af ókeypis vefsvæðum sem bjóða upp á afþreyingarefni t.d. svona flashleiki eins og íslensku leikjavefirnir bjóða upp á. Þessi svæði bjóða oft aðgang að leikjum ókeypis einungis í því augnamiði að ginna fákunnandi og óreynda netnotendur inn í gildur, fá þá til að kaupa einhverjar vörur eða horfa á auglýsingar um vörur eða hlaða niður einhverju vafasömu dóti sem njósnar um nethegðun eða lauma inn á tölvur þeirra einhverjum forritum. Jafnvel æfðir netnotendur eiga erfitt með að vara sig á þessu því stundum er uppsetning og hönnun á svona afþreyingarvefjum  þannig að það er erfitt að átta sig á hvort maður er að spila leiki eða smella á auglýsingu eða beiðni um að hlaða einhverju niður. 

Börn og unglingar eiga ekki gott með að átta sig á þessu og eru auðginnt í svona umhverfi. 

En í netheimum þarf líka að átta sig á því að þar eru á ferli sníkjudýr sem þykjast hafa upp á að bjóða eitthvað efni en eru í rauninni bara vefrútína sem tengir yfir á aðra vefi og þá stundum á  vafasama afþreygingarvefi. Ég er ekki að tala um tenglasöfn sem vísa í aðra vefi, ég er að tala um vefi sem þykjast vera annað en þeir eru og sem reyna að læsa óreynda og fákunnandi netnotendur inn í neti sínu, neti sem er í raun vefir annarra - oft vefir með vafasömu efni og vafasömum tilgangi.

ad-green-card Íslensku vefsvæðin b2.is og leikjanet.is eru dæmi um vefsvæði sem stunda eins konar sníkjulíi í netheimum, þau tengja í misvafasama erlenda vefi. Þannig tengir leikjanet.is í leiki hjá http://2flashgames.com/  og http://www.freeonlinegames.com/ og fleiri leikjavefi og lætur eins og þeir leikir séu eitthvað á vegum leikjanet.is.  Því fer víðs fjarri og leikjanet.is hefur ekkert að segja með og getur engu ráðið um hvaða auglýsingar birtast með leikjum hjá þessum aðilum. Sem dæmi hve óvandað auglýsingaefni og vafasamt er á ferð hjá þessum aðilum  þá poppaði  þessi gluggi (sjá mynd hér til vinstri) um að ég hefði unnið eitthvað upp á tölvunni hjá mér meðan ég var að skoða þessa vefi. Það hefur eitthvað forrit lesið í að ég væri notandi utan USA og valið auglýsingu miðað við það. Allir sem eitthvað þekkja til Green Card Lottery vita átta sig á hvers konar peningaplokk og svindl þessi auglýsing er. Ég skoðaði áðan hvaðan vefurinn b2.is tekur efni í dag. Þar er eins og vanalega vísað í klámefni og í dag er það "girls that look like santas" og ég sé að það er tekið af attuworld.com. Það dylst engum sem heimsækir þann vef hvernig efni er þar til sölu, efst á síðunni er auglýsing um einhvers konar netvændi en í stað kjöltudansins þá er núna komið "video chat". Svona er borðinn sem er efst á attuworld.com. Ef smellt er á þann borða (hann er náttúrulega ekki virkur á þessu bloggi) þá er augljóst að þar falboðin einhvers konar kynlífsþjónustu eða netvændi. 

468x60_attuworld

 

  

Jafnvel greindasta fólk og vanir fjölmiðlamenn sjá ekki við þessu því Internetið er nýr miðill fyrir okkur flest. Þannig er farið um Guðmund Magnússon sem enginn frýr vits, hann mátti vart vatni halda af hrifningu yfir svona vefsvæðum í blogginu Í fréttum er þetta helst sem hann skrifaði í apríl 2007.  Guðmundur skjallar svona framtak upp í hástert og sér möguleikana í hverju horni fyrir hina dugmiklu íslensku athafnamenn vefheima, Guðmundur sagði meðal annars í blogginu:

"Á vefnum eru möguleikarnir fleiri. Þar skiptir mestu að þeir sem hefja slíkt ævintýri kunni til verka, hafi hugmyndir í kollinum og metnað og dugnað til að bera. Athyglisvert er að á topp tíu listanum yfir mest sóttu vefi landsins eru tveir, b2.is og leikjanet.is, sem urðu upphaflega til fyrir framtak stráka í menntaskóla. Núna reka þeir líka einn vinsælasta fjármálavef landsins, m5.is."

 

Ég reyndi að útskýra netsníkjulífið fyrir Guðmundi í athugasemdum við bloggið hans á sínum tíma. Ég er ekki viss um að hann hafi fattað hvað ég var að tala um.  En í veikri von um að einhverjir sem lesa þetta blogg mitt núna fatti það þá lími ég bloggorðræðu okkar um sníkjulífi í Netheimum hérna inn: 

Athugasemdir (blogg Guðmundar Magnússonar frá apríl 2007)

1 Smámynd: Salvör

b2.is og leikjanet.is eru ekki sjálfstæðir vefir með inntaki heldur einhvers konar ný tegund af sníkjulífi í Netheimum. Þetta eru tenglasöfn sem tengja í aðra vefi og í flestum tilvikum eru það vefir með mjög vafasömu innihaldi.  Vefurinn b2.is hefur mjög flekkaða fortíð, það er vefur sem áður hét batman.is og var og er gróft safn af klámvísunum. Þessi vefur var (og er kannski ennþá) afar tengdur ungum frjálshyggjumönnum og vellandi af kvenfyrirlitningu. Kvenfyrirlitningin hefur ekkert breyst, það er ennþá safn af klámtenglum sem eru  myndir af kynfærum kvenna og myndir af konum sem kynlífsleikföngum.  

Salvör , 28.4.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Guðmundur Magnússon

Ég er þeirrar skoðunar að tenglasíður séu gagnlegar á netinu. Þær hjálpa fólki að finna efni. Mér finnst út í hött að tala um "sníkjulíf" í þessu sambandi. Milliliðir eru þarfir, jafnt á netinu sem annars staðar. Vel má vera að ýmsar tenglasíður vísi á "vafasamt efni", en þær vísa líka á frjótt og uppbyggjandi efni. B2 vísar oft á Moggabloggið og Vísisbloggið og ég veit ekki betur en að við séum öll mjög siðprúð þar. Kannski helst að hún Ellý Ármanns séu á gráu svæði fyrir mjög viðkvæmar sálir.

Guðmundur Magnússon, 28.4.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Salvör

Tengslasöfn eru fín og koma að góðum notum. Það er hins vegar ekki það sem ég á við með svona vefsníkjulífi. Heldur það að b2.is keyrir vefrútínur sem hleypir þér aldrei út af þeirra vef og gerir þér erfitt með að komast beint á þær síður sem þeir vísa á og reyndar að sjá á hvaða vefnum þær eru vistaðar. B2.is lætur eins og inntakið komi frá þeim og heldur þeim sem heimsækja þessa síðu í fangelsi. Fæstir notendur kunna nógu mikið fyrir sér til að átta sig á þessu. Í besta falli er þetta siðlaust. Það er svona nethegðun sem ég reyni að berjast á móti m.a. með þáttöku í wikipedia samfélaginu. 

vefsníkjulíf b2.is er líka sníkjulíf á mjög vafasömum klámvefsíðum.  

Salvör , 2.5.2007 kl. 08:05

 


mbl.is Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kvusslax!

b2.is opnar tengla inni í eigin síðu, til að hægt sé að gefa efninu einunn. eftir að hafa opnað síðuna sem tengillinn vísar á þarftu aðeins að hægri smella yfir síðunni (ekki yfir mynd, heldur á spássíunni) til að geta valið 'properties' og þannig séð beinu slóðina á síðuna. það er enginn í fangelsi. svo má líka slökkva á vafranum til að losna úr prísundinni.

Brjánn Guðjónsson, 16.12.2007 kl. 19:31

2 identicon

Já, þú talar um að börn og unglingar eigi erfitt meðað átta sig á svona hlutum og séu auðginnt?

Ég hef nú talsverða reynslu bæði af tölvunotkun og viðgerðum á tölvum, ég sjálfur er aðeins 19 ára og hef verið mestmegnis síðustu 10 áranna á netinu. Og á mínum ferli hef ég sjálfur aðeins einusinni fengið vírus, aldrei fengið 'spyware' eða neitt þannig. Það sem ég hef hinsvegar tekið eftir er að það er fullorðna fólkið sem er nógu vitlaust til að halda að eitthvað sé frítt og ýtir alltaf á "OK" þegar það sér einhvern glugga fyrir framan sig sem það þekkir ekki. Flestir krakkar sem ég þekki sjá fáránlega auðveldlega hvað er svindl og hvað er ekki svindl, væri ágætt ef þú mundir ekki alhæfa svona rosalega :) 

Gunnar (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 19:33

3 identicon

Ég er í þeirri kjöraðstöðu að fá að horfa á stóra hópa barna á aldrinum 6 - 15 ára rápa um á netinu. Þau eru ekki í neinum vandræðum með að finna leikjanetið þótt þau minnstu kunni varla að slá inn leikjavef námsgagnastofnunar, www.nams.is/krakkasidur. Þetta sem Salvör bendir á heitir á ensku "branding" og er ástæða þess að tilteknar pítsur, tilteknir borgarar og tiltekin föt eru inni, óháð því hvort það er hollt eða heimilið hafi efni á því.

Þetta er m.ö.o. ekki spurning um hvort einstaka krakki er nógu klár til að sjá í gegnum það, heldur spurning um það hvað er eðlilegt að gera út á börn ung.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 21:38

4 identicon

Ef tu vilt ekki sja "klam" a sidum eins og b2.is, slepptu tvi ta bara ad bidja um tad. Tu tarft serstaklega ad bidja um ad sja 18+. Mer finnst tessar sidur frabaerar, taer stytta manni stundirnar og tar er ad finna odruvisi frettir. Aldrei fae eg upp klam, einfaldlega tvi eg er ekki ad leita af tvi a tessum sidum

Tu ert greinilega ad leita af einhverju odru en eg tegar tu ferd inn a tessa sidur tvi ekki fae eg upp neitt klam.

Jon Sig. (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband