Jarðskjálfti í kennslustund

bloggutsending-mogulus-hljodÉg var með tíma síðdegis í dag kl. 17:30-18:00 þegar einn nemandinn sagði okkur frá því að núna væri jarðskjálfti. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, ég man eftir að það hafi áður komið fyrir í kennslustund hjá mér að þá hafi jarðskjálfti dunið yfir og allt gengið í bylgjum.  En það sem var öðruvísi í þessum tíma var að það var aðeins einn nemendanna sem fann jarðskjálftann og sagði okkur frá honum. Þessi nemandi var nefnilega staddur á Selfossi en hinir nemendurnir voru annars staðar á landinu. Hún var með vefmyndavél en við sáum nú samt ekki jarðskjálftann í beinni.  Núna síðustu daga hef ég verið að prófa með nemendum netfundi með kerfum eins og operator11.com  og mogulus.com og stickam.com, það er sennilegt að fjarkennsluumhverfi sem okkur býðst í náinni framtíð verði svona. Allir nemendurnir og kennarinn eru með vefmyndavél og það er hægt að svissa á milli. Kennarinn eða sá sem stjórnar útsendingunni gerir það. Bæði stjórnandinn og þeir sem taka þátt í fundinum geta hlaðið inn vídeóum til að spila. Svo er textaspjall fyrir neðan útsendingargluggann.

Í gær þá prófaði ég í fyrsta skipti að vera með beina útsendingu á moggablogginu mínu. Ég gerði það í kerfinu mogulus.com. Þar getur maður verið með sína eigin sjónvarpútsendingu, kannski er nú betra að kalla það netvarp. Mér virðist svona kerfi eins og þessar beinu útsendingar nýtast til ýmissa hluta, líka í viðfangsefni sem okkur hefur ekki dottið í hug ennþá. Það má líkja þessu við að með því að líma svona útsendingarglugga inn á bloggið okkar séum við að setja upp skráargöt sem við getum kíkt inn í ýmsar vistarverur í heiminum. Það er auðvitað möguleiki á alls konar rafrænni vöktun á þennan hátt. Það þarf ekki alltaf að vera neikvætt, það væri fínt að hafa myndavélaútsendingar víða t.d. til að fylgjast með jarðskjálfum. Ég hugsa að ég myndi fylgjast öðru hverju með myndavélum á Selfossi ef það væri bein útsending þar. Það eru nú margir staðir á Íslandi með vefmyndavélar. En hvernig virkar svona stafrænn Infrastrúktúr þegar náttúruhamfarir verða? 

mogulusÉg set við þetta blogg skjámynd af stjórnborðinu í Mogulus þar sem ég sést hringja heim til að biðja dóttur mína að athuga bloggið hjá mér, hvort hún sæi beina útsendingu og hún sá það. Reyndar var ég hljóðlaus til að byrja með en svo tókst mér að fá talið með. Svo er hérna til hliðar hvernig þetta leit út á blogginu, þarna er ég á skrifstofunni minni að senda út á moggabloggið mitt.

Hmmm... ég ætti að fara að senda út reglulega svona bloggfréttir. 


mbl.is Áframhaldandi skjálftar við Selfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gaman að þessum samskiptum (og svo hef ég laumuáhuga á jarðskjálftum líka). Mér finnst nógu gaman að vera í samskiptum milli landshluta og landa á msn og eftir öðrum leiðum netsins, hef ágæta reynslu af veffundum og finnst þetta afstæði staðsetningar, tíma og stundum hvoru tveggja mjög heillandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.11.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband