Svart á hvítu, Oz, Softís, REI

Það er freistandi að bera saman REI málið núna við þau útrásarfyrirtæki og þekkingarfyrirtæki sem menn trúðu mest á fyrir meira en áratug. Eitt þeirra fyrirtækja var fyrirtækið Softís. Annað slíkt fyrirtæki var fyrirtækið Oz. Ennþá eldra dæmi um þekkingarfyrirtæki var svo fyrirtækið Svart á hvítu sem var reyndar bókaútgáfa en fór út í að búa til  þekkingarbrunn, gagnabrunn sem forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson hafði svo mikla trú á að hann tók veð í gagnagrunninum þegar hann stýrði fjármálum þjóðarinnar og varð grunnurinn innlyksa hjá fjármálaráðuneytinu. Það er nú ekki talið mesta afrek Ólafs Ragnars á sviði fjármála þegar hann tók veð í þessum gagnagrunni, það var  haft mikið í flimtingum á sinni tíð.  Svart á Hvítu var nú bara með rekstur hérna innanlands, til allrar guðs mildi var það fyrirtæki ekki komið með neinn rekstur í Kína og Ólafur Ragnar forseti ekki orðinn eins upptendraður af útrásardraumum eins og hann er núna og farinn að stússa mikið með fjármálamönnum í útrásinni.  En sem sagt þá mun gagnagrunnurinn vera til í fjármálaráðuneytinu... nú eða það sem er finnanlegt er af honum. 

Það var mikill völlur á sínum tíma á fyrirtækinu Oz en það hneig eins og önnur netfyrirtæki þegar tiltrú á netfyrirtæki þvarr í kringum árþúsundamótin.

 það var mikið hype á sínum tíma í kringum fyrirtækin Softís og ég sé að Aflvaki Reykjavíkur (sambærilegt fyrirtæki og núna er kallað útrásararmur Orkuveitunnar) hefur lagt töluvert hlutafé í Softís á sínum tíma, sjá þessa grein.

Spurning hvort það fé sem Alfvaki lagði á sínum  tíma í Softís hafi rentað sig vel, hvað skyldi Aflvaki hafa grætt á þessu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Einar Benediktsson stóð fyrir heilmikilli útrás fyrir tæpum 100 árum. Móðurskip útrásarinnar hét Titan með útgefin hlutabréf uppá 10 milljónir króna eða andvirði 50-100 nýrra togara á þeim tíma. Laust eftir 1950 var svo Titanfélagið gert upp og fengu hluthafar í sinn hlut ca þrjár milljónir.   Verðlag hafði fertugfaldast frá því hlutabréfin voru keypt þannig að endurgreiðslan nam ca 0,75% af innborguðu hlutafé.  Að launum fyrir þetta afrek var Einar jarðaður í þjóðargrafreit á Þingvöllum.

Gestur Gunnarsson , 23.10.2007 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband