Tískan í Búrma - Andlitsmálun

andlitsmalun-burma-thanÉg var að skoða myndir á flickr merktar Búrna (Myanmar) og þá tók ég eftir að það er skemmtileg tegund af andlitsmálingu í tísku þar.  Það virðist vera vaninn að bera duft á nef og kinnar til varnar gegn sólinni en þetta er oft einhvers konar skreytingar.  Þetta er skemmtileg tíska, spurning hvenær svona meikup kemst í tísku hérna.  Íslenska sortin af svona meikupi væri náttúrulega að klippa mynstur á pappa og bera á sig brúnkukrem þannig að það kæmu svona dökk tákn á kinnarnar.

En hérna eru nokkrar andlitsmálunarmyndir frá Búrma:

Mynd af stúlku með laufblöð á kinnunum og mynd af litlu barni um jólaleytið með jólaskraut um höfuðið og mynd af fiskverkakonu með barðahatt sem líka er með málaðar kinnar til að hlífa sér við sólinni og svo myndir af stúlkum og börnum sem eru svona málaðar í framan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Er þetta bara tíska eða hvað tákna td. laufblöð í Búrma?

María Kristjánsdóttir, 26.9.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband