Munkarnir í Búrma

munkar-burmaÞað búast margir við að til tíðinda dragi í Búrma þar sem rauðklæddir munkar marséra núna upp á hvern dag og biðja um lýðræði. Það er frekar lítið um lýðréttindi hjá þessum 50 milljónum sem í landinum búa. Þarna er reyndar athyglisvert ástandi, einhvers konar trúarlegur kommúnísmi.

BBC er með ágæta umfjöllum um ástandið í  Búrma. Það er sennilega ekki spurning um hvort heldur hvenær núverandi stjórnvöldum verður steypt í Búrma. Spurningin er frekar hvað kemur í staðinn og hvaða áhrif hefur það á þennan heimshluta. Búrma er vegna legu sinnar nokkurs konar stuðpúði milli Indverja og Kínverja og það er líklegt að þau ríki reyni að skipta sér af þróun þar og ef til vill ekki fara með friði.

Lífið í Búrma snýst mikið um trúarbrögð, það eru allir karlmenn skyldugir til að vera í klaustri einhvern tíma. Það er nú samt ekki þannig að strákar séu munkar ævilangt.

Hér er mynd sem ég fann á flickr af nokkrum smávöxnum munkum í Búrma. Mér virðist þeir ekki vera að mótmæla neinu sérstöku. Myndinar fékk ég hjá Sofia & Tobias

 

mbl.is Útgöngubann í stærstu borgum Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Kæra Salvör.

Í guðanna bænum, ekki taka upp vitleysuna eftir öðrum.

Landið heitir Myanmar og hefur heitað það síðan í júní 1989.

Undir oki Breta, hét það Burma (borið fram Börma, ekki Búrma) og hlaut sjálfstæði 1948.

Höfuðborgin hét Rangoon, en nafninu var breytt í Yangon. Í nóvember 2005 var svo borgin Naypyidaw gerð að höfuðborg Myanmar.

Í fyrra ferðaðist ég um Myanmar og þar býr yndislegt fólk í fallegu landi. Klausturlíf Búddista þekkist víða í Suð-Austur Asíu, t.d. í Thailandi, Laos og Kambódíu.

Sent með góðum kveðjum og fullri virðingu.

Gunnar Kr., 26.9.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband