Hausahettur, nýjasta götutískan

headhoodsSmart þessar hettupeysur frá headhoods.com.

Mörg dýr eru í  einhvers konar dulbúning annað hvort til að felast eða til hræða eða villa fyrir andstæðingum sínum. Fiðrildi hafa stundum bletti á vængjunum sem líta út eins og augu og þá skýringu heyrði ég að það væri til að hræða önnur dýr sem héldu þá að þarna væri miklu stærra dýr á ferð.

Ég las einhvers staðar að indjánar teiknuðu stundum andlit aftan á föt og það virkar þrælvel, ég var einu sinni á ferð bíl í rökkri í eyðimerkum Nýju Mexíkó þar sem við allt í einu sáum tvær geimverur koma á móti okkur þarna í auðninni, þær voru eins og ég hef nú alltaf ímyndað mér að geimverur líta út, svona risastórt höfuð og litlir fætur. Ég stalst til að líta á bakhliðina á geimverunum þegar við brunuðum framhjá þeim og sá þá að þetta voru tveir indjánakrakkar, bakhliðin á úlpunum þeirra voru með stór teiknuð andlit.

Það er nú einn angi af nútímanum að taka upp mismunandi gervi og hanna sjálfan sig. Það getur maður auðvitað gert einna best með fötum og hvað er að því að fá sér nýjan haus sem horfir í aðra átt en maður sjálfur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband