Jesúsbrandari Símans er þaulhugsuð auglýsing

Auglýsingaherferð Símans eru hönnuð af atvinnumönnum sem væntanlega fylgjast vel með hvaða viðbrögð auglýsingar vekja og hafa vakið hérlendis og erlendis. Auglýsing sem nær að skapa umtal og fangar athygli almennings svo mikið að það sé talað um hana hittir í mark. Það er sennilega ekki markmið auglýsenda að vekja andúð stórra og valdamikilla hópa en sumar auglýsingar m.a. auglýsingar sem beint er til ungs fólks eða karlmanna eru þannig að það er óbeint eða beint verið að gera lítið úr öðrum t.d. eldra fólki með hefðbundin lífsgildi og konum. Þannig er það markmið auglýsandans að hitta betur í mark hjá viðtakendum beinlínis með því að gera lítið úr öðrum. 

Auglýsingar og markaðssetning af þessum toga er t.d. súkkulaðið  Yorkie frá stórfyrirtækinu Nestle, hér er mynd af hvernig það er markaðsett, það er sérstaklega tekið fram að þetta sé ekki vara fyrir stelpur og margt í markaðssetningu gengur beinlínis út á að móðga stelpur og höfða þannig til unglingspilta sem finna til vanmáttar síns í heimi þar sem karlmennskugildi gærdagsins eru ekki mikils virði lengur.

543382448_a0f9d849ca

 Það er alveg sams konar markaðssetning í jesúauglýsingu Símans, hún endurspeglar það viðhorf að allt í lagi sé að grínast með trúna því auglýsingunni er ekki beint að trúuðu fólki heldur að fólki sem sækist eftir tækninýjungum í símtækjum og vestrænu fólki sem er ekki sátt við hvernig strangtrúarmúslimar hafa ibbað sig út úr margs konar teikningum af spámanninum Múhammeð. Þessi auglýsing frá Símanum er einmitt spuni í kringum það, hún segir "Sjáðu, ég þori alveg að gera grín af Jesú, ég er enginn strangtrúarmúslími, ég er frjálslyndur Vesturlandamaður sem notar nýjustu samskiptatækni". 

Þessi auglýsing talar til viðtakenda með því að gera lítið úr  strangtrúar- og bókstafstrúarfólki. Sennilega hefði svona auglýsing aldrei komið frá Símanum nema bara út af því sem undan hefur gengið varðandi þessi skopmyndateiknaramál af Múhammeð. 

Auglýsingin segir: "Við erum ekki eins og þeir sem við óttumst mest, við erum ekki brjálaður og blóðþyrstur skríll sem vill drepa þá sem gera grín af spámanninum,  nei við erum frjálslyndir og nútímalegir í stuði með Guði og gerum grín að okkar spámanni Jesú". 

Þessi auglýsing stuðar mig ekki nema að því leyti að hún kemur frá stóru fyrirtæki sem þjónustar allt landið og alla landsmenn. Samt vogar það fyrirtæki sér að móðga og særa að vísvitandi ákveðinn hluta landsmanna. Svona auglýsing myndi aldrei hafa komið frá Símanum meðan það var ríkisfyrirtæki. Núna er þetta einkafyrirtæki sem vílar ekki fyrir sér að móðga suma til að selja öðrum.

CagleJihad

En lifi tjáningarfrelsið og megi fólk um allan heim gera grín að því sem það vill. Hins vegar ættum við sem sjáum eitthvað athugavert við grínið og lesum milli línanna að láta í okkur heyra og mótmæla harðlega ef okkur finnst auglýsingarnar siðlausar. Við verðum samt að passa okkur að mótmæla ekki á þann hátt að við auglýsum upp vöruna sem sá sem er með siðlausa auglýsingu er að falbjóða.

Hér er umræða um sams konar auglýsingu sem olli styrr í Noregi. Þar var m.a. skrípó sem auglýsti handáburð fyrir Jesú á krossinum. Vonandi verður ástandið ekki svona hjá okkur í framtíðinni! 


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Vald buddunar er mikið, ég skipti ekki við fyrirtækið Símann eftir þessa auglýsingu!

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nei, þeir eru bara að reyna að leiða áhangendur ævintýrapersónunnar Jesúsar í þá gildru að ræða opinberlega fabúluna sem er undirstaða kristninnar og þar með milljarða atvinnuleysisgeymslu á vegum skattgreiðenda. Öll trúarbrögð eru hönnuð af mönnum og því hagsmuna- og valdadrifinn uppspuni frá rótum eins og gefur að skilja.

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er svo merkilegt að það má gera grín að öllu í alheiminum, nema trú. Trú er eitthvað sem við verðum að tala um með virðingu. Af hverju má ekki bara tala um trú á nákvæmlega sama hátt og allt annað án þess að fólk móðgist?

Villi Asgeirsson, 4.9.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Umræður eru drifkraftur upplýsingar. Þess vegna hafa þeir sem þola ekki umræður vegna eigin gjaldþrota hugmyndafræði (sem þeir hafa frá hugmyndafræðilega og siðferðilega gjaldþrota síkópötum) fundið upp skammaryrðið samræðustjórnmál sem er í ætt við kommúnistaáróður, bandaríkjahatur, samsæriskenningar, trúleysi osfrv. Þið þekkið þetta mynstur. Það er alls ómögulegt að sanna lygar eða bakka þær upp til lengdar - skiljanlega - og því er lausn seljenda lyganna að reyna að fæla fólk frá umræðu um þær með hugsunarstoppurum á borð við þá sem ég lýsti að ofan. Þetta á bæði við um trúmál og stjórnmál enda gagnkvæm valdatæki sem byggjast á hérarkí og fástjórn og skoðanakúgun þó vonandi sé það að breytast. 

Baldur Fjölnisson, 4.9.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mikið rétt Salvör.  Hönnun auglýsingarinnar er engin tilviljun og höfðar einmitt mjög til þeirra sem auglýsingin átti að ná til þ.e. unga fólksins.  Höfundurinn vissi nákvæmlega hvar hann átti að bera niður.  Forsvarsmenn Símans gerðu lítið úr sér.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.9.2007 kl. 21:31

6 identicon

Góður pistill hjá þér Salvör. Ég sá þessa auglýsingu í gærkvöldi og ég verð að viðurkenna að mér brá dálítið. Svik Júdasar hrintu af stað atburðarás sem endaði með dauða Jesús á krossinum. Þessi auglýsingum leikur sér að þeirri hugmynd að þessum hörmulega atburði hefði verið hægt að afstýra ef 3G tækninnar nyti við. Ég velti því fyrir mér hvort heimfæra megi þetta upp á aðra hörmungaratburði sögunnar og þar er af nægu að taka. 

Eva Hrönn (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 22:50

7 identicon

Frábær auglýsing og alveg bráðfyndin, a.m.k. fyrir okkur sem getum hlegið að trúargríni eins og öðru gríni.  Er verið að gera lítið úr einhverju/einhverjum? Alls ekki, þið bendið þá á hvað það er sem verið er að gera lítið úr ef þið teljið svo vera. Hvernig væri að hinn húmorslausi biskup reyndi að hlæja með fólkinu að svona saklausu gríni í stað þess að fyrtast við og skammast, hvar er umburðarlyndið núna?

Og eitt datt mér í hug varðandi kjánalega yfirlýsingu hér að ofan, hvað ætlar Guðrún Sæmundsdóttir að gera ef Vodafone eða önnur símafyrirtæki skyldu nú koma með svipaða auglýsingu og auglýsingu Símans?  Hættir væntanlega að nota síma! ;)

Þóri Sig. (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:07

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góður pistill hjá þér, Salvör. Það er einmitt tenginginn við markaðinn sem mér finnst athugaverðust við þessa auglýsingu, að nota píslarsöguna til að auglýsa nýjasta tæknidótið.

Mér dettur í hug í sambandi við það hvað mörgum virðist finnast þetta allt saman sniðugt grín...

....þegar skáldið spurði forðum í ljóðinu:..."skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig?"...nei,ætli hann hafi ekki bara haft heilmikinn húmor fyrir því að fá að prófa þessa fornu pyntingaraðferð á sjálfum sér...

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.9.2007 kl. 00:30

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sammála þér Salvör og Þórdíi Bára. Svona auglýsing er heldur ekki skemmtiefni, eins konar spaugstofa,  heldur til að selja vöru og það mikið af henni. Þó ég sé ekki strangtrúaður fellst ég aldrei á það að allt megi nota í þeim tilgangi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2007 kl. 00:54

10 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það er áhugavert að núna hefur í þrígang horfið út úr blogginu hjá mér tenging mín við myndina CagleJihad. Er einhverjum sem finnst sú mynd svo stuðandi að það má ekki vísa í hana á moggablogginu?   

Þessa mynd má  finna víða á Netinu, t.d. hérna.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.9.2007 kl. 01:44

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Auglýsingin vekur gríðarlega athygli og selur eflaust þessa nýju tækni ágætlega. Ég held þó að Jóni Gnarr hafi mistekist trúboðið.

Grínið er grátt og eiginlega bara kolsvart.  Þegar grínið er heimfært upp á þann sem sveik  ,,Jesú bróður besta..."  Júdas sem stendur glottandi með peningaskjóðuna þá einhvern veginn truflar það óþægilega. Það vantar ekki húmor í Guð (eins og sumir spyrja). Stundum á húmor við og stundum ekki. Það hefði fáum þótt þægilegt ef að auglýsingin hefði verið sett upp í útrýmingabúðum nazista. Kona á leið í gasklefann hringir og segir barninu sínu að drífa sig í sturtu. Ojbara .. myndu allir segja. Hver segir þá" Hva..hafið þið ekki húmor" ??..  Sumt er bara óviðeigandi og mér finnst í þessu tilviki spilað á allt of viðkvæma strengi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.9.2007 kl. 08:29

12 identicon

Gott fólk mér finnst eins og þið séuð að búa til storm í vatnsglasi. Þessi auglýsing er mjög vel gerð á allan hátt og gerir alls ekki grín af einum eða neinum.  Gleymið því ekki að höfnundur auglýsingarinnar er trúaður maður og ber virðingu fyrir trú. Húmorinn í aulýsingunni er alveg einstaklega góður og gerir ekki lítið úr neinum. Þeir sem sjá eitthvað athugavert við þessa auglýsingu ættu að láta skoða á sér kollinn. Ég sé hér að ofan að auglýsingin geri grín af þeim atburði þegar Júdas sveik Jesú!!!! Ég hef talsvert hugsað um píslasöguna og það sem á eftir kom og það sem ég fæ út úr öllum þessum hugsunum er tvennt:Jesús dó fyrir okkur á krossinum ekki satt???? Hvað ef hann hefði ekki gert það??? Var ekki nauðsynlegt fyrir Jesús að deyja á krossinum? Ég les það út úr ritningunni.  Af því leiðir að það þurfti einhver að vinna skítverkinn þ.e. að svíkja Jesú. Það gerði Júdas! Nú er hægt að segja að hann hafi framkvæmt hinn vesta glæp þ.e. að svíkja Jesús. Var hann samt ekki að gera góðverk með því að hjálpa Jesús að deyja píslavottardauða fyrir okkur mennina??? Spyr bara sá sem ekki veit og skilur!!!!!!

P.S. Ég skipti ekki við Síman heldur Vodafone!!

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 09:59

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þorvaldur, stormur í vatnsglasi er nákvæmlega það sem Síminn var aðvonast eftir.

Svo er álitamál hvort Júdas hafi svikið Jésú. Hefur einhver heyrt minnst á Júdasarguðspjall? Kannski ég bloggi um það á næstunni. 

Villi Asgeirsson, 5.9.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband