Landgræðslulóð við Langöldu

Ásta er búin að velja sér landgræðslulóð við Langöldu, hún gat valið úr mörgum lóðum því það var dregið um það hverjir sem sóttu um lóð fengu og svo í hvaða röð og hún lenti þriðja í röðinni. Það voru margar lóðirnar mjög spennandi, sums staðar var töluverður gróður en sums staðar var næstum bara sandur. Hún var lengi að ákveða hvort hún veldi lóð sem var tiltölulega vel gróin með sandöldum sem mynduðu skemmtilega hvamma og lautir og flatri sléttu eða lóð þar sem mesta útsýnið var til allra átta en sú lóð var lítið gróin og auðvitað meira áveðurs. Það er nú erfitt að hafa bæði mikið útsýni og mikið skjól. Útsýni er mjög fallegt á báðum lóðum, það er  fjallasýn til Heklu, Tindfjallajökuls, Þríhyrnings og Vatnsdalsfjalls í norður og austur.

Ásta valdi lóðina sem var meira gróin. Hér er mynd þaðan sem sýnir hvernig gróður er sums staðar. Lóðin er 7 hektarar. Það er mjög fáir blettir í þeirri lóð sem eru gróðurlausir þannig að það er hægt að fara strax í skógrækt.

025

Það verður gaman að fylgjast með því hvernig landið grær þarna upp, sérstaklega á þeim svæðum sem nú eru alveg gróðurvana sandur. Svona er landið sums staðar:

017


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband