BlogTV

Fyrir tæpum áratug þá var aðalfélagsnet ungmenna á Interneti irkið. Síðan komu kerfi eins og msn og myspace og irkið fjaraði út. það var líka bara hægt að vera með texta þar. Ég var að prófa áðan blogtv.com  og skráði mig sem notanda þar 

Þetta er sniðugt kerfi og hægt að vera með beinar sjónvarpsútsendingar eða útvarpsútsendingar á Netinu og geta þeir sem fylgjast með útsendingunum tjáð sig á meðan á eins konar irki.  Ég ætla að prófa einhverjar útsendingar á þessu kerfi, það virkar sniðugt. Núna er mikil gróska í svona beinum útsútsendingum á Netinu og mörg kerfi hafa komið fram sem gera þetta kleift. Techcrunch birti í dag greinina Who will be the Youtube of live video?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Svanur Daníelsson

Takk fyrir ábendinguna Salvör, þetta er mjög spennandi. Ég þarf klárlega að prófa BlogTV.

Árni Svanur Daníelsson, 23.6.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband