Myndbandasafnari Salvarar

Ég er alveg dottin í að prófa ýmsar netgræjur. Áðan var ég að prófa netgræjuna Vodpod .com en það er svona safnari sem safnar saman vídeóum. Ég setti upp þennan safnara http://salvorice.vodpod.com  Ég hugsa að þetta verði verulega gagnlegt þegar allir verða komnir með eitthvað video ipod kerfi.  En það er hægt að birta þau vídeó sem maður hefur safnað saman á einum stað á bloggi. Ég set hérna inn spilara fyrir safnið mitt. Það seinasta sem ég mæli með er heimildarmynd í þremur hlutum "Hitler search fo the Holy Grail".
Þetta er sniðugt kerfi vegna þess að það leitar á mörgum vídeókerfum t.d. youtube, googlevideos og fleira og það er hægt að ráða útlitinu og setja sínar eigin merkingar. Ég held þetta geti verið gagnlegt fyrir kennara sem vill benda nemendum sínum á ákveðin myndbönd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband