Leitin að Adam

Ég var að horfa á ofboðslega lélegan fræðsluþátt í íslenska sjónvarpinu, þáttinn "DNA Mystery: The Search for Adam". Þetta var einhvers konar sambland af þróunarkenningar-erðafræði-vísindahyggju og bókstafstrú á bíblíuna ásamt því að segja þróunarsögu mannkynsins sem hetjusögu karlmanna, já í þessu tilviki meira karllitninga.  Þessi þáttur sameinaði eiginlega flest sem mér finnst athugavert við vísindi, trú og kynjavídd og hvernig heimsmyndin sem dregin er upp og sú rannsóknarnálgun sem er á fyrirbæri í þessum heimi er háð því hvað því fólki sem hefur völd í þessum heimi finnst að eigi að koma út út vísindum. 

Heimspekingurinn Aristoteles er engin undantekning frá því. Honum var mikið í mun að lýsa fólki sem var eins líkt honum sjálfum sem hinum miklu gerendum í hetjusögu mannkyns. En hann var ekkert inn í genahugsun. Ég hugsa að ef Aristóteles væri uppi núna þá væri hann allur í svona Y-litninga hetjusögum.

Ég skrifaði á blogg 4.nóv. 2001 um kenningar hans:

Svo fór ég á aðra málstofu þar sem femínistar fjölluðu um heimspeki. Hlustaði á heimspekinginn Vigdísi frá Noregi rekja sýn Aristótelesar á hlutverki kynjanna. Óttalegur rugludallur þessi Aristóteles en honum er kannski vorkunn, hafði enga innsýn í genahugmyndafræði nútímans en þurfti bara að útskýra náttúrannar eðli þannig að það væri valdhöfum þóknanlegt og réttlætti þeirra stöðu. Hann tjáði sig líka um þrælahald og er það álíka bull og þessi kynjapæling hans. Aristóteles hélt því fram að sæði mannsins væri það sem gæfi lífverum form, konan legði bara til efnið. Hún væri nokkurs konar blómapottur fyrir sæði mannsins sem væri eins og akarn sem sprytti í moldinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haahahaaa...!!!

Innilega sammála!Þetta er svona andkafaþáttur...ohh,snilld hér og snilld þar!

Jessú minn! 

Guðrún Garðarsd. (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: halkatla

þessi þáttur er bara framhald af fræðsluþættinum Eve, held ég ... þar var fóksað á konurnar en þarna á karlana, það er ekki eins áberandi ef þættirnir eru settir í samhengi. Ég held amk að það séu sömu aðilar sem gerðu þá báða - en get ekki verið 100% viss. Mér fannst þetta bara skemmtilegur þáttur, ég sá hann að vísu fyrir svolitlu síðan. Mér fannst ég vera að horfa á Indiana Jones bara um gen. Eve þátturinn var alveg helmingi lengri og fjallaði líka um uppruna mannsins, bara á allt öðrum nótum. Og hann fór lengra aftur. En öll svona vísindaþvæla er ekkert annað en þvæla. Endalausar kenningar og trix.

halkatla, 29.5.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband