Litla frænka, lýðræðið, tjáningarfrelsi og ritskoðun

Litla frænka mín fæddist á fæðingardeildinni í Reykjavík eitthvað að ganga tvö í nótt. Hún var tekin með keisaraskurði og hún er 17 merkur og 53 sentimetrar, hárprúð og gullfalleg.  Hér er mynd sem ég tók af henni í fangi föður síns um klukkustundar gamalli. Móðurinni heilsast vel.

031 Ef allt gengur vel þá mun litla frænka mín fara vestur á Bolungarvík eftir nokkra daga því þar á hún heima á bóndabæ stutt fyrir utan Bolungarvík.

Það er gaman að rifja upp hvað gerist í heiminum og á Íslandi þegar börn fæðast. Litla frænka fæðist á tíma þar sem allra augu eru á lýðræðinu og stjórnarskipti verða á Íslandi. Helstu málin í fjölmiðlum eru stjórnarmyndunarviðræður og svo ganga yfirlýsingar á víxl milli dómsmálaráðherra og eigenda og stjórnenda stórfyrirtækja um íhlutun þeirra í kosningar með auglýsingum - þetta endurspeglar hvernig völdin eru að færast til í samfélaginu, færast til stórfyrirtækja í útrás sem reyna að hlutast til um hvernig stjórn er á Íslandi.

Ég skoðaði líka til gamans fréttavef BBC til að sjá hvað væri helst í fréttum daginn sem litla frænka mín fæddist. Hún fæðist á tímum þar sem er stríð í miðausturlöndum og það er frétt um árás á bandaríska herstöð í Írak. En það var ein lítil tæknifrétt á BBC vefnum í dag sem vakti sérstaklega athygli mína vegna þess að hún tengist íslenskri stúlku og tjáningarfrelsi og ritskoðun. Það var fréttin Yahoo censored Flickr comments 

Ég hef áður skrifað um þetta mál en ég átti ekki von á að það vekti svo mikla athygli að það yrði frétt á BBC.  Hér eru mín fyrri skrif: Ritskoðun hjá Rebekku gerir allt vitlaust á digg og flickr

Mér finnst þetta góðs viti, fólk er að átta sig á hvað tjáningarfrelsi okkar á mikið undir því að stórfyrirtæki sem eiga fjölmiðlana eða vefrýmið sem tjáningin fer fram í noti ekki vald sitt til að þagga niður í einum og leyfa bara sumum röddum að hljóma. Ég er stolt af því að Íslendingur nær svona athygli heimsbyggðarinnar á hvað illa er farið með tjáningarfrelsið og ég hvet alla til að lesa bloggið hennar Rebekku Freedom of expression.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Innilega til hamingju og ég bið kærlega að heilsa móðurinni!

Þetta er gullfalleg stúlka, eins og þær eru auðvitað allar, dætur hennar G.Stellu!

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.5.2007 kl. 12:32

2 identicon

Til hamingju með fallegu frænkuna 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:00

3 identicon

O það er svo gaman að vera móðursystir! Bjóddu hana velkomna í heiminn frá mér :)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:19

4 Smámynd: Margrét Einarsdóttir Long

Eins og oft áður setur þú hlutina í samhengi !  (flickr)

mbk. 

Margrét Einarsdóttir Long, 18.5.2007 kl. 15:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með litlu frænku þína.  Sýnist myndar stúlka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2007 kl. 16:21

6 Smámynd: www.zordis.com

Yndisleg lítil "stór" stúlka, megi innileg hamingja fylgja þessar stúlku og hennar foreldrum

www.zordis.com, 18.5.2007 kl. 16:55

7 identicon

Til hamingju með frænkuna :)

Ég gleymi aldrei þegar ég átti frumburðinn minn hvað mér þótti merkilegt að hann hafi fæðst 23.04.95, eða sama dag og ný ríkisstjórn var mynduð. Honum finnst alltaf jafn gaman að heyra söguna um þegar birtist mynd af honum í blaðið þar sem undir stóð ríkisstjórnar drengur

Kristin (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 19:58

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:

--- Til lukku !!!

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:36

9 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Malika og Zórdís í sama kommentakerfi.  Það er klepparasaumaklúbbur.  

Æli galli. 

Hrólfur Guðmundsson, 19.5.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband