Teljarablogg: Sjaldgæfasta einkenni stjórnmálaleiðtoga á Íslandi

Í síðustu viku var í Fréttablaðinu umfjöllun um sýningu listakonunnar Sigríðar  og það birtist þessi stafræna mynd sem hún gerði af  formönnum stjórnmálaflokkanna á Íslandi 2007. Svona listrænar myndir fá mann til að hugsa öðruvísi og ef til vill meira um heildina heldur einstaklingana. Myndin dregur líka fram ákveðin einkenni á stjórnmálaleiðtogum á Íslandi og ég náttúrulega með mína teljara og tölfræði þráhyggju byrjaði strax að telja og reikna.

hvað eru margir sköllóttir? 2 af 6

hvað eru margir með gleraugu? 3 af 6

Hvað eru margir með bindi? 3 af 6

Hvað eru margir með skegg? 3 af 6

Hvað eru margir yfir fimmtugt? 6 af 6

Hvar eru margir karlmenn? 5 af 6

Hvað eru margar konur?  1 af 6

Það var ekki nóg með að ég rýndi í myndina og reyndi að telja allt sem mér datt í hug heldur reyndi ég líka að bera saman úrtakið (þýðið) og  heildina og giska á hvaða eiginleikar samsvöruðu sem mest heildinni og spá í hversu vel formenn stjórnmálaflokkanna endurspegluðu heildina. 

Mér sýnist langsjaldgæfasta einkennið hjá stjórnmálaleiðtogum á Íslandi að vera kona. Algengasta einkenni þeirra er að vera komnir á sextugsaldur. 

Svipur stjórnmálamanna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband