Fermingarbæklingur Smáralindar og Bókamarkaðurinn

Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar myndræna lýsingu á forsíðu fermingarbæklingsins frá Smáralind. Ég þarf að sjá þessa forsíðu til að mynda mér skoðun.

Það er áhugavert að spá í hvaða fegurðarímynd er haldið að ungum stúlkum á þessum tímamótum í lífinu sem fermingin er. Ferming er manndómsvígsla á milli barnæsku og fullorðinsára. Það er líka áhugavert að spá í hvaða gjafir krakkar fá við þessi tímamót og hve kynlegar myndir þar eru á ferð. Fá krakkarnir fararskjóta sem eykur frelsi þeirra - í tíð mömmu minnar var það hestur eða reiðtygi eða hnakkur í tíð nútímabarna er það fararskjóti út í sýndarveröld tölvuleikja og út í hið viðfeðma Internet. Mig minnir að þegar ég fermdist hafi fermingarbörn fengið úr og skatthol og græjur. Hvers vegna úr? Hvers vegna er það veganesti við þessi tímamót að geta mælt tímann?

Nú kosta tímamælingar svo lítið að enginn gefur úr lengur. Eða tíminn er ekkert dýrmætur lengur.

En varðandi fegurðarímynd þá keypti ég á  Bókamarkaðnum um helgina  bókina Brosað gegnum tárin eftir Sæunni ólafsdóttur. Bókin fjallar um fegurðarsamkeppnir á Íslandi. Ég hlakka til að lesa hana, mér finnst fegurðarsamkeppnir últra flott fyrirbæri, það toppar þær ekkert nema þá helst mótmæli gegn fegurðarsamkeppnum.  Hér er listi yfir bækurnar sem ég keypti á bókamarkaðnum. Ég get ekki lesið neitt mynstur út úr þeim nema bara að ég held ennþá áfram að kaupa bækur þó að allir bókaskápar séu yfirfullir og ég hafi mjög lítinn tíma til að lesa.

  • Brosað gegnum tárin
  • Annað Ísland - Gullöld Vestur-Íslendinga í máli og myndum
  • Heimspeki á tuttugustu öld
  • Rómanska-Ameríka
  • Arfur og umbylting
  • Hlálegar ástir
  • List skáldsögunnar
  • Furðulegt háttalag hunds um hánótt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

þetta er mjög sérstök forsíða.

Sylvía , 7.3.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Æ Salvör. Mér brá þegar ég sá þennan bækling. Stúlkan er í Hollywood stellingu sem er ekki góð finnst mér. Kannski er ég orðin gamaldags og allt of mikill Feministi? Þetta hræðir mig a.m.k. Ungar stúlkur í dag eru að verða yngri og eldri í útliti! (skilst þetta?).  Markaðssetning á ungmennin eru gengdarlaus!

Ég fékk útvarpstæki sem var með lausum hátölurum sem hægt var að setja til sinn hvora hliðina. Svo var hægt að taka upp og það var vinsælt að taka upp vinsældarlista rásar 2. Nú eiga börn iPod og horfa á bíómynd í honum. Tölva er sjálfsagður hlutur og við sjáum tímarit, rétt eins og þetta sem Smáralind gefur út, teyma okkur áfram í því sem kallast gjafalisti.

ÉG fer í eina fermingu í ár! Einu sinni hlakkaði mann til að fara. Nú er ekki laust við að maður hugsi ,, verð ég púkó að gefa bara...? " Já. hvað á maður að gefa??

Reyndar er þetta svo yndisleg stúlka sem ég fer til að hún mun samt bekina mig þó ég gefi bara pening. Já, bara peningur er næstum orðin púkó!

Að lokum. Það er ein göoðsögn úr Vestmannaeyjum. Viðar nokkur. Hann fór í fermingarveislu til frænku sinnar og gaf henni stórt og mikið fjöltengi fyrir rafmagn.

Þegar fermingarbarnið var búin að rífa utan af gjöfunum, sem m.a. var sjónvarp, tölva, hljómflutningsgræjur, farsími, og margt fl.´tók fólk eftir litla pakkanum frá Viðari. STúlkan opnaði pakkann og varð starsýnt á fjöltengið. Gestirnir á staðnum horfði hissa á Viðar sem svaraði þó um leið; ,,Hva....hve...hvernig á hún að setja þetta allt í samband? Auðvitað með fjöltenginu!"

Kannski geri ég bara eins og Viðar Togga og gef fjöltengi!

Sveinn Hjörtur , 7.3.2007 kl. 20:13

3 identicon

Mér fannst ekkert að myndinni. Fannst hún fyndin, einstaklingur á mótum bernsku (bangsar) og unglingsára (hörmulegur unglingatískufatnaðurinn). En mér varð soldið óglatt þegar ég hugsaði um það að eflaust mun stúlkan sjá lýsingu Guðbjargar Hildar. Mögulega munu jafnaldrar hennar draga dárr að henni og vitna í lýsinguna. Það hefi eflaust verið hægt að gagnrýna myndina án þess að beina þessari grafísku lýsingu svo harkalega að stúlkunni. En ég er auðvitað enginn sérfræðingur í myndlestri ólíkt Guðbjörgu Hildi.  

Unnur María (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:58

4 identicon

Þetta er óþolandi umræða og ég bíð eftir því að femínistar og VG komi fram með yfirlýsingu á næstu dögum um að banna allar svona myndbirtingar!  Come on, manni sýnist femínistar vera algjörlega með klám á heilanum!

Hvernig væri fyrir þessi samtök að einblína kröftum sínum að þarfari málum eins og bættum kjörum almennings, námsstyrktar/lánakerfinu, húsnæðis og neytendamálum.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 01:47

5 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Er hægt að sjá þessa forsýðu á netinu? Þetta kom ekki heim til mín alla vega.

Ómar Örn Hauksson, 8.3.2007 kl. 01:49

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Svo ég  vitni í eina leiðinegustu auglýsingu seinni tíma ............Klöppum fyrir Stráknum sem þorir að sýnar fávisku sína um baráttu feminista opinberlega!

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 8.3.2007 kl. 09:15

7 identicon

Tek undir med Sveini Hirti. Þetta er fín mynd af stelpunni. Sá ekki neitt klámfengið þegar ég skoðaði blaðið í gær (Horfði samt á klámmynd fyrr um kvöldið) og brá við þessa furðulegu umfjöllun hjá þessari ýktu feministakellingu. Eigum ekki að kenna börnunum okkar að kynlíf sé slæmt. Þau eiga öll eftir að stunda kynlíf og það er á okkar (foreldranna) ábyrgð að fræða þau frekar um hvað sé rétt og gott, ekki láta einhverjar svona kellingar eyðileggja það fyrir okkur með að koma illu orði á fallega og innilega athöfn. 

elín (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband