Óðal fyrr og nú

ÓðalÞað er hægt að taka púlsinn á samtímanum með að skoða einn lítinn blett í Reykjavík og hvernig hann breytist. Einn af þeim blettum sem ég skoða er Óðal, skemmtistaðurinn sem ég hékk á þau ár sem ég taldi helgum best varið í að sitja að sumbli  á öldurhúsum. Núna er Óðal staður þar sem karlmenn koma til að "have some quality time with balanced music , soft lighting and fabulous ladies." eins og stendur á vefsíðu þessa staðar. Þessi mynd hérna er af vefsíðu þeirra og ég held hún segi til um hvernig þjónusta er veitt á staðnum.  Þar stendur líka:

Club Odal is proud to have hosted some of the hottest feature acts in the world. Our feature Entertainers have appeared in major men's magazines, films, videos, TV shows, and been the winners of many contests around the world, such as Miss Nude USA and Miss Nude World.


Saga Óðals er þyrnum stráð. Sú starfsemi sem þar fer fram núna er lítilsvirðing við konur. Fyrir aldarfjórðung tröðkuðu eigendur Óðals líka á mannréttindum en þá með því að meina samkynhneigðum aðgang að staðnum og vísa á dyr öllum sem sýndu af sér einhverja hegðun sem gæti túlkast sem samkynhneigð. Ég man vel eftir þessum tíma á Óðali og varð oftar en einu sinni vitni að því að fólki var vísað á dyr fyrir að faðmast og kyssast og halda hvort utan um annað. 

Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar greinina "Ég er í Samtökunum '78" í Morgunblaðið í gær.  Hún byrjar greinina svona:

Kvöld eitt fyrir 25 árum stóð ég í biðröð til að komast inn í Óðal, sem þá var einn af helstu skemmtistöðum borgarinnar. Með mér í för var kærastinn minn, síðar eiginmaður. næstir á eftir okkur í röðinni voru þáverandi formaður Samtakanna '78 og sambýlismaður hans. Eftir um hálftíma tíðindalausa bið var röðin komin að okkur að vera hleypt inn. Ég og kærastinn gengum inn, en síðan hrintu dyraverðirnir sambýlismanni formannsins frá, kipptu formanninum inn fyrir, fleygðu honum á grúfu í góllfið, settust ofan á hann og lömdu hann og létu svívirðingarnar dynja á honum - sögðust ekki vilja sjá hans líka inni á staðnum, og honum væri fyrir bestu að hætta að reyna að sækja staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, takk fyrir að minna á þetta. Sem betur fer hefur margt breyst á síðasta aldarfjórðungi, annað tekur lengri tíma.

Guðrún Rögnvaldardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Sveitavargur

Tengist þetta tvennt?

Sveitavargur, 7.3.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband