Áfengisauglýsingar sem beint er til unglinga

Það spretta upp eins og gorkúlur vefir sem höfða til unglinga á framhaldsskólastigi. Ég hef bent á það áður í pistlinum Cult Shaker kúltúr á Íslandi. Það er augljóst hverjir styðja við þessa vefi, það eru þeir birgjar sem selja vímuefni, þetta eru vefir sem gera út á að ánetja unglinga fíkniefnum, þarna eru áfengisauglýsingar í bland við einhvers konar skólatengt efni. Svo er þetta kryddað með kvenfyrirlitningu í máli og myndum og alls konar kynlífsvísunum í myndum. Er einhver að furða sig á hvaðan fólkið kemur sem þarf á aðstoð SÁÁ og Byrgisins að halda? Er einhver að furða sig á hve íslenskt samfélag er þrungið kvenfyrirlitningu? 

Hvað eru aðilar sem sjá um einhverjar fyrirbyggjandi aðgerðir í vímuefnamálum að hugsa?  Hvað er lögreglan að hugsa? Ég hélt að það mætti ekki auglýsa áfengi, var ég að missa af einhverju, er búið að leyfa það ? Vilja foreldrar á Íslandi virkilega svona menningu og skemmtanalíf unglinga? 

Splash.is skjámynd 25jan07

Hér fyrir ofan er  skjámynd af vefnum splash.is sem ég tók rétt áðan. Það er pistil upp eitthvað skólatengt og svo krökkt af áfengisauglýsingum. Ef þetta er ekki lágmenning þá veit ég ekki hvað lágmenning er.

Hér fyrir neðan er skjámynd af einni af vefnum pose.is. Það eru á þessum vefum gjarnan djammmyndaseríur sem sýna myndir frá drykkjusamkomum á skemmtistöðum. Allar myndirnar eru skreyttar ókjöri af áfengisauglýsingum og sjá má að veitingastaðirnir sem djammið fer fram eru líka skreyttir með áfengisauglýsingum. Myndirnar af konum á þessum stöðum eru oft myndir af fáklæddum konum sb þessa mynd sem lítur út fyrir að vera pornósýning og myndirnar af strákum eru gjarnan þannig að þeir eru að drekka, það virðast vera einhvers konar bjórauglýsingar.

Það vekur athygli hvað vefirnir pose.is, 69.is og leikjaland.is eru tengdir og vísa hver á annan. Þeir virðast vera reknir af sama aðila og það virðist vera kappsmál þeirra aðila að halda áfengi og svona lífsstíl þrungnum kvenfyrirlitningu að ungmennum.

Mynd af pose.is 25. janúar 2005

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú full sterkt til orða tekið að segja að íslenskt samfélag sé þrungið kvennfyrirlitningu því þessar konur. Þær konur sem taka þátt í auglýsingum og fleira sem þú ert ósátt við gera þetta með sínum vilja og það er ekki þitt að dæma þær. Rökstyddu hvað þú átt við með kvennfyrirlitningu.

Guðmundur (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það sem tekið er inn í hugann, getur fest rætur í sálinni. Börn og unglingar eru mjög móttækileg og opin fyrir hverskonar innrætingu. Byrjaði ekki Hitler í skólanum að innræta Gyðinga hatur o.s.f.v

Hvað eru börnin okkar að taka inn í dag í netheimum? Erum við meðvituð foreldrar, finnst okkur við ekki vera ábyrg fyrir hvernig börnin okkar þroskast, hvað við leifum og ekki.

Ég er nýlega búin að lesa bókina "Ein til frásagnar" og er hún svo sannarlega gott dæmi um hvernig áróður, stanslaus áróður breytir fólki.

Er markaðssetning sem beint er að börnum og unglingum ekki áróður sem að hefur áhrif - ég spyr síðasta ræðumann, Guðmund af því!

G.Helga Ingadóttir, 25.1.2007 kl. 22:23

3 identicon

Hef verið að velta fyrir mér í tölvuverðan tíma lögum varðandi auglýsingar á áfengi. Mér finnst ansi oft vera auglýsingar um "létt öl" í sjónvarpinu. Það truflar mig verulega sem uppalandi. Það er verið að lauma inn merkjum á sterkari drykkjum hjá okkur og börnunum okkar.
Hef ekki skoðað lögin fyrr en ég kíkti núna. Er það okkar almennings að kæra þessar auglýsingar?  Hefði haldið að ríkislögregla sæi um að framfylgja að þessum lögum væri hlýtt. Það er kannski okkar að tilkynna! 

Hérna koma upplýsingar um lögin - kaflinn um auglýsingarnar. 

"VI. kafli. Meðferð og neysla áfengis.
20. gr. Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu.
Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar.
Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu.
Undanþegið banni við áfengisauglýsingum er:
   1. Auglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.
   2. Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.
   3. Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans. "

Tek undir að það þarf að taka á öllum auglýsingum varðandi áfengi ekki síst á síðum sem unglingar fara inná því þau nýta sér hann óhrædd til gagns og gamans.

Björg Vigfúsína (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 23:16

4 identicon

Smá leiðrétting - ég átti við að unglingarnir nýta sér vefinn óhrædd. 

Björg Vigfúsína (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 23:34

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Guðmundur, þú biður um rökstuðning fyrir kvenfyrirlitningu. Skoðaðu myndirnar og sjónarhornið á vefsvæðum t.d. pose.is. Ef þú sérð  ekki kvenfyrirlitningu og sjónarhorn á konur eins og neysluvörur á þessum myndum þá ert þú ekki að sjá það sem ég sé.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.1.2007 kl. 08:31

6 Smámynd: Sylvía

sumir orðnir svo samdauna þessu greinilega. Þetta eru unglingasíðurnar og manni er spurn : hvað er þetta lið að hugsa? Í raun er þetta helsi en ekki frelsi, því að margir eru tilneyddir til að fljóta með þessum klámstraum, kunna bara ekki annað.

Sylvía , 26.1.2007 kl. 22:17

7 identicon

Svo auglýsir menntaskólablaðið Verðandi áfengi með því að auglýsa með berum lokkandi heilsíðukonum drykkinn Cult sem þrátt fyrir að vera gosdrykkur er auðvitað systurdrykkur CultShaker og auðvelt að sjá bæði tenginuna þarna á milli plús lógískt að það sé auðvelt að fara yfir í CultShaker þegar maður hefur vanist bragðinu af Cult.

Unnur (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband